07:03
Morgunútvarpið
22. okt -Olíukreppur, Gaza, baráttan í USA o.fl..
Morgunútvarpið

Óðinn Melsteð, lektor í sagnfræði við Maastricht háskólann í Hollandi, verður gestur okkar í upphafi þáttar en hann heldur í dag erindi í Háskóla Íslands um viðbrögð Íslendinga við olíukreppunum áður fyrr og áhrif orkuskipta.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ætlar að hafa milligöngu um flutning á allt að þúsund konum og börnum á Gaza í brýnni þörf fyrir læknisaðstoð. Sagt var frá þessu í hádegisfréttum í gær. Þessi fjöldi er þó aðeins örlítið brot þeirra sem þurfa á hjálpa að halda á svæðinu. Við ræðum máið við Birnu Þórarinsdóttur framkvæmdastjóra UNICEF.

Rúmlega helmingur kjósenda í Moldóvu vill ganga í Evrópusambandið, ef marka má niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengið var til í fyrradag - en atkvæðagreiðslan hefur töluverð áhrif á alþjóðapólitíkina og stöðu Rússlands. Við ætlum að ræða þessar vendingar - og kosningarnar framundan - við Jón Steindór Valdimarsson, formann Evrópuhreyfingarinnar.

Tvær vikur eru í forsetakosningarnar vestanhafs og mjótt er á munum milli frambjóðenda. Við rýnum í stöðuna með Magnúsi Sveini Helgasyni, sagnfræðingi og sérfræðingi í málefnum Bandaríkjanna.

Guðmundur Jóhannsson kíkir til okkar með tæknihornið sitt.

Við ætlum síðan að rýna í stöðuna í stjórnmálunum í aðdraganda kosninga með tveimur fráfarandi þingmönnum, Oddnýju G. Harðardóttur úr Samfylkingu, og Steinunni Þóru Árnadóttur, Vinstri grænum.

Er aðgengilegt til 22. október 2025.
Lengd: 1 klst. 57 mín.
,