12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 22. október 2024
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Enn hafa hvorki bráðabirgðavarnir né lokanir verið settar upp við Stuðlagil þar sem banaslys varð fyrr í mánuðinum. Öryggissérfræðingur hjá Ferðamálastofu segir landeigendur oft í erfiðri stöðu og ekki geta lokað landi þó að ferðamenn setji sig í hættu.

Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga vill komast á þing. Þar á meðal verkalýðsforingjar, yfirlögregluþjónn og hátt settir embættismenn.

Þingkosningar í Georgíu á laugardaginn gætu skorið úr um hvort stjórnvöld horfi á næstu árum til vesturs eða austurs. Stærstu flokkar stjórnarandstöðunnar hafa sameinast um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningarnar og gætu saman náð meirihluta.

Tíu milljónum færri búa í Úkraínu nú en fyrir allsherjarinnrás Rússlandshers í febrúar 2022. Milljónir hafa flúið land og fæðingartíðni hefur hríðfallið.

Samningafundum Kennarasambandsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga verður frestað þar til Félagsdómur tekur afstöðu til lögmætis verkfallsboðunar kennara.

Sveitarfélög á Vesturlandi vilja bregðast við læknaskorti með því að efla fjarheilbrigðisþjónustu, uppfæra húsakost heilsugæslustöðva og fá fleiri sérverkefni til sjúkrahúsa.

Aukin hveravirkni hefur sést í Haukadal. Engar breytingar hafa komið fram á mælum Veðurstofunnar og leita vísindamenn skýringa.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,