Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Skúli Ólafsson flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Kosið verður í Bandaríkjunum eftir tvær vikur. Sé tekið mið af skoðanakönnunum stefnir í afskaplega spennandi kosningar. Kamala Harris hefur slegið met í fjáröflun, milljarður bandaríkjadala safnaðist til hennar á þremur mánuðum á meðan Donald Trump hefur úr töluvert minni fjármunum að moða. Peningarnir í baráttunni og það hvernig þeir nýtast verður meðal umræðuefna þegar Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ræddi þetta.
Bandaríkin komu líka við sögu í Berlínarspjalli dagsins, en Joe Biden Bandaríkjaforseti fór í sína fyrstu og einu heimsókn þangað á dögunum. Arthur Björgvin Bollason sagði frá samskiptum Bidens og Olavs Scholz kanslara. Hann sagði okkur líka frá miklum hátíðahöldum í Berlín í gær þegar 25 ára afmæli norrænu sendiráðanna þar í borg var fagnað.
Haustpestirnar eru farnar að láta á sér kræla og farið er að bjóða upp á bólusetningar við inflúensu og Covid 19. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var síðasti gestur þáttarins og spjallaði við okkur um stöðu mála í heilsugæslunni.
Tónlist:
Laufey - Goddess (Lyrics!) (bonus track wav).
Redman, Joshua, Cavassa, Gabrielle - Where Are You?.
Helga Bryndís Magnúsdóttir, Bjarni Thor Kristinsson - 17 Í dag er ég ríkur.
Waits, Tom - I hope that I don't fall in love with you.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Við fræddumst í dag um verkjasjúklinga, sem sagt þegar fólk glímir við langvinnandi verki og stoðkerfisvanda, en um 20% þjóðarinnar býr við hamlandi verki að einhverju leiti. Hrefna Óskarsdóttir er sviðstjóri iðjuþjálfunar á verkjasviði Reykjalundar, auk þess að kenna við Háskólann á Akureyri, hún kom í þáttinn og sagði sína eigin reynslusögu. En hún hefur glímt sjálf við verki og þar sem hún er einmitt sjálf iðjuþjálfi á verkjasviði þá mætti ætla að hún hefði nægilegar upplýsingar og skilning og verkfæri til að takast á við verkina, en staðreyndin var sú að því duglegri sem hún var í því að gera það sem var „rétt“ samkvæmt verkjafræðunum, því verkjaðri varð hún. Þá voru góð ráð dýr. Hrefna sagði okkur sína sögu í þættinum og vonast eftir að umræðan komi meira upp á yfirborðið í framhaldi.
Heilbrigðismál voru í brennidepli hjá okkur á þessum þriðjudegi. Iðjuþjálfar er mikilvægt heilbrigðisstarfsfólk og næsti sunnudagur er dagur iðjuþjálfunar. Í Ljósinu starfa 13 iðjuþjálfar sem í þverfaglegum teymum sérsníða endurhæfingu og stuðning við yfir 600 krabbameinsgreinda í mánuði og öll þessi vika er tileinkuð iðjuþjálfun í Ljósinu. Guðrún Friðriksdóttir og Kolbrún Halla Guðjónsdóttir frá Ljósinu komu í þáttinn, en þær eru nýkomnar af fyrstu sameinaða Evrópuráðstefna iðjuþjálfara.
Svokölluð háþrýstimeðferð sem fer fram á Landspítalanum hefur hjálpað um 60 langtíma covid sjúklingum að ná bata eftir erfið eftirköst sjúkdómsins á borð við heilaþoku, síþreytu og viðvarandi flensu einkenni. Sumir þeirra hafa jafnvel ekki haft orku svo mánuðum skiptir til að sinna börnum og einföldum húsverkum án þess að örmagnast og hafa þurft að vera frá vinnu vegna veikinda og orkuleysis. Erlendar rannsóknir sýna að háþrýstimeðferð, sem gengur út á súrefnisinntöku í háþrýstiklefa í 90 mín á dag, hjálpar frumum að endurnýja ónýta og bólgna vefi, t.d. af völdum covid, og gerir það að verkum að heilaþoka minnkar og orka fólks eykst. Dæmi eru um að fólk sem var hætt að geta synt stuttar vegalengdir, hreyft sig eða bara leyst Sudoku er farið að geta sinnt því aftur eftir meðferð. Enn aðrir eru farnir að vinna aftur, stunda nám á ný og geta lifað eðlilegu lífi. Helga Arnardóttir hitti tvo starfsmenn háþrýstiklefans á Landspitalanum, Nönnu Ólafsdóttur hjúkrunarfræðing, sem hefur starfað þar lengi, og ítalska háþrýsti-og köfunarlækninn Leonardo Sturlu Giampaoli.
Tónlist í þættinum í dag:
Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Carasella, texti Jón Sigurðsson)
Nantes / Beirut (Zach Conlon)
Augun þín blá / Óðinn Valdimarsson og Hljómsveit Finns Eydal (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Enn hafa hvorki bráðabirgðavarnir né lokanir verið settar upp við Stuðlagil þar sem banaslys varð fyrr í mánuðinum. Öryggissérfræðingur hjá Ferðamálastofu segir landeigendur oft í erfiðri stöðu og ekki geta lokað landi þó að ferðamenn setji sig í hættu.
Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga vill komast á þing. Þar á meðal verkalýðsforingjar, yfirlögregluþjónn og hátt settir embættismenn.
Þingkosningar í Georgíu á laugardaginn gætu skorið úr um hvort stjórnvöld horfi á næstu árum til vesturs eða austurs. Stærstu flokkar stjórnarandstöðunnar hafa sameinast um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningarnar og gætu saman náð meirihluta.
Tíu milljónum færri búa í Úkraínu nú en fyrir allsherjarinnrás Rússlandshers í febrúar 2022. Milljónir hafa flúið land og fæðingartíðni hefur hríðfallið.
Samningafundum Kennarasambandsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga verður frestað þar til Félagsdómur tekur afstöðu til lögmætis verkfallsboðunar kennara.
Sveitarfélög á Vesturlandi vilja bregðast við læknaskorti með því að efla fjarheilbrigðisþjónustu, uppfæra húsakost heilsugæslustöðva og fá fleiri sérverkefni til sjúkrahúsa.
Aukin hveravirkni hefur sést í Haukadal. Engar breytingar hafa komið fram á mælum Veðurstofunnar og leita vísindamenn skýringa.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Hvers vegna er stigmögnun í vanda og ofbeldisbrotum ungmenna? Hvernig á að grípa í handbremsuna til að stöðva þessa þróun? Viðmælendur okkar fylgjast með vandanum úr ólíkum áttum og greina bæði versnandi ástand. Þóra Tómasdóttir ræddi við Halldór Þormar Halldórsson og Önnu Kristínu Newton.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðraði í gær áhyggjur af því að það vantaði upplýsingaskilti sem vöruðu ferðamenn við hugsanlegum hættum í og við Grindavík. Ferðamenn í útivistarfatnaði rölta nú um götur Grindavíkur, virða fyrir sér illa farin hús, skoða ljósmyndasýningu í Menningarhúsinu Kvikunni og fá sér í svanginn. Sumir eru á eigin vegum - aðrir í skipulögðum rútuferðum. Við ræðum ferðaþjónustuna í Grindavík í þætti dagsins, spjöllum við ferðamenn og gistihúsaeiganda sem þessa dagana er að dytta að gistiheimili sem hefur engan hýst í tæpt ár.
En umræður um aðgengi að svæðum í grennd við gosstöðvar eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir um tíu árum gaus í Holuhrauni, norðan Vatnajökuls, og var svæðinu þar í kring lokað, mörgum til nokkurrar óánægju. Samfélagið fjallaði um þessar lokanir á sínum tíma og við heyrum brot úr þeirri umfjöllun í dag.
Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, er þessa dagana stödd í Cali, þriðju stærstu borg Kólumbíu. Þar fer fram sextánda ráðstefna þeirra ríkja sem eiga aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Ráðstefnan var formlega sett í gær og ríkjanna bíður það verkefni að ná samkomulagi um aðgerðir til þess að vernda líffræðilegan fjölbreytileika jarðarinnar - sem á víða undir högg að sækja - og þar með lífið sjálft. Þorgerður María er ein af 15 þúsund gestum sem eru viðstaddir ráðstefnuna og ætlar að segja okkur frá því sem hún verður vitni að þar næstu daga. Í dag heyrum við af ferðalaginu og setningunni.
Tónlist:
Una Torfadóttir - Það sýnir sig (Studio RUV).
Dina Ögon - Jag vill ha allt.
BSÍ - Vesturbæjar beach.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Finnbogi Pétursson er myndlistarmaður sem hefur löngum nýtt hljóð í myndlist sinni. Hann segist snemma hafa áttað sig á því að tímaþáttur hljóðs væri grunnur að verkum sínum, tíminn, núið - það sem er og það sem var.
Lagalisti:
Certain Rhythm for Space - C.R.F.S.
Aero - Final call
Telsa Tune - Telsa Tune B-hlið
2017 (2) north, accent by verdure engraved - Border
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Á árinu 2024 eru 100 ár liðin frá því að út kom ein áhrifamesta bók 20. aldar, Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson, þar sem hann fjallar um ævi sína, lífskoðanir, andleg málefni, pólitík og margt fleira, og af þvílíkri stílsnilld og hugkvæmni að annað eins hafði vart áður sést. Í þættinum verður sagt nokkuð frá bókinni en aðallega fær litríkur, flæðandi texti Þórbergs að njóta sín í fjörlegum frásögnum.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Uslavaldið er eina valdið sem listin hefur, segir Hallgrímur Helgason en yfirlitssýning á verkum hans opnaði um liðna helgi á Kjarvalsstöðum. Á sýningunni, sem nefnist Usli, má sjá hvernig Hallgrímur þroskast sem listamaður í Reykjavík, Munchen, New York og París. Verk Hallgríms eru pólitísk, kaldhæðin og fyndin en líka leitandi og persónuleg, bæði hvað varðar viðfangsefni og stíl. Mörg hver eru úrvinnsla áfalla og sjálfur segist Hallgrímur greina umbreytingu á stílbrögðum eftir að hafa sagt opinberlega frá kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir sem ungur maður. Við hittum Hallgrím við verkin í þætti dagsins.
Gréta Sigríður Einarsdóttir rýnir í Límonaði frá Díafani eftir Elísabetu Jökulsdóttur og Sigurður Bragason segir okkur frá hljómplötunni Blómljóð.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Undanfarna mánuði hefur bandaríski tónlistarmaðurinn og útgefandinn Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy eða Diddy, verið reglulega í fréttum. Ástæðan eru holskefla hryllilegra ásakana um ofbeldi, kynferðisofbeldi, kúganir - ákærur fyrir mansal og skipulagða glæpastarfsemi. En þrátt fyrir ásakanirnar hafa hlustunartölur Diddy á streymisveitum rokið upp síðustu vikur - og þetta virðist raunar vera reglan frekar en undantekningin þegar stórstjörnur eru sakaðar um ofbeldi. Við pælum í slaufunum og streymisveitum.
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, er doktorsnemi við Háskóla Íslands þar sem hún rannsóknar hvernig stafræn þróun hjá hinu opinbera hefur áhrif á réttindi fatlaðs fólks. Á dögunum fór hún af stað með nýja Facebook síðu, Tækni án hindrana.
Tónlistarkeppnin Pan-Arctic Vision var haldin í Nuuk þann 12. Október síðastliðinn. Keppnin er svipuð Eurovision í sniði en ólík að því leyti til að hún er yfirlýst pólitísk og hafnar hugmyndum um þjóðríkið og landamæri, en miðjusetur jaðarett þjóðbrot á norðurslóðum. Katrín Helga Ólafsdóttir ræðir við Snæbjörn Helga Arnarson Jack um hátíðina.
Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Barnamálaráðherra segir að til standi að fjölga rýmum fyrir börn í neyðarvistun í sérstöku húsnæði sem verður opnað á höfuðborgarsvæðinu innan tíðar. Stuðlar verða opnaðir á morgun gangi brunapróf á húsnæðinu eftir.
Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður varð efst í prófkjöri Pírata í Reykjavík og hafði betur í baráttu við þingmenn og borgarfulltrúa flokksins í borginni
Hagnaður Icelandair, að frátöldum sköttum og vöxtum, var 11,4 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi og hagnaður eftir skatta 9,5 milljarðar króna.
Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram á svipuðum hraða og verið hefur síðustu vikur. Haldi svona áfram má búast við að neðri óvissumörkum á rúmmáli kviku verði náð í byrjun nóvember
Leit stendur enn yfir að lifandi fólki í rústum húss í Beirút í Líbanon, sem hrundi til grunna í árás Ísraelshers í nótt. Átján voru drepnir í árásinni.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Kosningabaráttan fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum eftir tvær vikur harðnar. Litlu munar á frambjóðendum Demókrata og Repúblikana og þeir keppast við að ná hópum á kjörstað sem gætu ráðið úrslitum. Umdeild mál eins og þungunarrof setja mark sitt á kosningabaráttuna en efnahagsmálin eru þó það sem flestir kjósendur segja að ráði vali sínu. Anna Kristin Jónsdóttir ræðir við Silju Báru Ómarsdóttur.
Þá verður sagt frá því hvað gerðist þegar ráðamenn fengu upplýsingar um að Ísland kæmi til greina sem heppilegur tökustaður fyrir True Detective-þáttaröðina Night Country og HBO vildi fá loforð um að fá endurgreiðslu uppá 35 prósent.
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir.
Gestur Fríðu í dag veit allt um það hvernig á að tala við annað fólk því hann hefur haldið yfir fimmhundruð fyrirlestra og skrifað bók sem heitir Samskipti. Þau Pálmar og Fríða fara um víðan völl í sínu spjalli um samskipti og sjálfstraust. Hvernig ætli fólk muni heilsa hvort öðru eftir kórónuveirufaraldurinn? Verður það handaband aftur, faðmlag eða bara fallegt bros og augnsamband?
Viðmælandi: Pálmar Ragnarsson
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir
Veðurstofa Íslands.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tónleikum Hljómsveitar 18. aldarinnar sem fram fóru í Opera City tónleikasalnum í Tokyo, í mars sl.
Á efnisskrá eru þættir úr sinfóníu nr. 40 í g-moll eftir Wolfgang Amadeus Mozart og verk fyrir hljómsveit og forte-píanó eftir Fréderic Chopin.
Einleikarar eru þrír fyrrum verðlaunahafar Alþjóðlegu Chopin-píanókeppninnar, þau Naruhiko Kawaguchi, Tomasz Ritter og Yulianna Avdeeva.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðraði í gær áhyggjur af því að það vantaði upplýsingaskilti sem vöruðu ferðamenn við hugsanlegum hættum í og við Grindavík. Ferðamenn í útivistarfatnaði rölta nú um götur Grindavíkur, virða fyrir sér illa farin hús, skoða ljósmyndasýningu í Menningarhúsinu Kvikunni og fá sér í svanginn. Sumir eru á eigin vegum - aðrir í skipulögðum rútuferðum. Við ræðum ferðaþjónustuna í Grindavík í þætti dagsins, spjöllum við ferðamenn og gistihúsaeiganda sem þessa dagana er að dytta að gistiheimili sem hefur engan hýst í tæpt ár.
En umræður um aðgengi að svæðum í grennd við gosstöðvar eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir um tíu árum gaus í Holuhrauni, norðan Vatnajökuls, og var svæðinu þar í kring lokað, mörgum til nokkurrar óánægju. Samfélagið fjallaði um þessar lokanir á sínum tíma og við heyrum brot úr þeirri umfjöllun í dag.
Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, er þessa dagana stödd í Cali, þriðju stærstu borg Kólumbíu. Þar fer fram sextánda ráðstefna þeirra ríkja sem eiga aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Ráðstefnan var formlega sett í gær og ríkjanna bíður það verkefni að ná samkomulagi um aðgerðir til þess að vernda líffræðilegan fjölbreytileika jarðarinnar - sem á víða undir högg að sækja - og þar með lífið sjálft. Þorgerður María er ein af 15 þúsund gestum sem eru viðstaddir ráðstefnuna og ætlar að segja okkur frá því sem hún verður vitni að þar næstu daga. Í dag heyrum við af ferðalaginu og setningunni.
Tónlist:
Una Torfadóttir - Það sýnir sig (Studio RUV).
Dina Ögon - Jag vill ha allt.
BSÍ - Vesturbæjar beach.
eftir Thor Vilhjálmsson, höfundur les.
Bókin inniheldur þrjár sögur eða „skýrslur“ eins og höfundurinn kallar þær. Allt eru það íronískar ferðasögur, hver með sínu móti. Fyrsta skýrslan nefnist „Hrakningar“ og er skopstæling á íslenskum frásöguþáttum um hrakninga og mannraunir. Þar segir frá nokkrum bændum sem taka sig upp um hávetur í leit að konu sem á að vera grafin í fönn í óbyggðum. Það er einmitt Folda sú sem bókin dregur nafn af. Næsta skýrsla, „Sendiför,“ segir frá kynnisferð íslenskrar sendinefndar til Kína og óspart gert gys að heimóttarskap landans í fjarlægum löndum. Loks er svo „Skemmtiferð“, sem fjallar um för borgaralegra hjóna til sólarlanda. Þau búa á fínu hóteli en hafa ekki ráð á borga fyrir matinn þar og nærast ekki á öðru en ólívum.
Folda kom út árið 1972, naut strax vinsælda lesenda og þótti með aðgengilegustu verkum höfundarins á þeim tíma. (Áður á dagskrá 2009)
Thor las söguna fyrir útvarpið árið 1985
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Við fræddumst í dag um verkjasjúklinga, sem sagt þegar fólk glímir við langvinnandi verki og stoðkerfisvanda, en um 20% þjóðarinnar býr við hamlandi verki að einhverju leiti. Hrefna Óskarsdóttir er sviðstjóri iðjuþjálfunar á verkjasviði Reykjalundar, auk þess að kenna við Háskólann á Akureyri, hún kom í þáttinn og sagði sína eigin reynslusögu. En hún hefur glímt sjálf við verki og þar sem hún er einmitt sjálf iðjuþjálfi á verkjasviði þá mætti ætla að hún hefði nægilegar upplýsingar og skilning og verkfæri til að takast á við verkina, en staðreyndin var sú að því duglegri sem hún var í því að gera það sem var „rétt“ samkvæmt verkjafræðunum, því verkjaðri varð hún. Þá voru góð ráð dýr. Hrefna sagði okkur sína sögu í þættinum og vonast eftir að umræðan komi meira upp á yfirborðið í framhaldi.
Heilbrigðismál voru í brennidepli hjá okkur á þessum þriðjudegi. Iðjuþjálfar er mikilvægt heilbrigðisstarfsfólk og næsti sunnudagur er dagur iðjuþjálfunar. Í Ljósinu starfa 13 iðjuþjálfar sem í þverfaglegum teymum sérsníða endurhæfingu og stuðning við yfir 600 krabbameinsgreinda í mánuði og öll þessi vika er tileinkuð iðjuþjálfun í Ljósinu. Guðrún Friðriksdóttir og Kolbrún Halla Guðjónsdóttir frá Ljósinu komu í þáttinn, en þær eru nýkomnar af fyrstu sameinaða Evrópuráðstefna iðjuþjálfara.
Svokölluð háþrýstimeðferð sem fer fram á Landspítalanum hefur hjálpað um 60 langtíma covid sjúklingum að ná bata eftir erfið eftirköst sjúkdómsins á borð við heilaþoku, síþreytu og viðvarandi flensu einkenni. Sumir þeirra hafa jafnvel ekki haft orku svo mánuðum skiptir til að sinna börnum og einföldum húsverkum án þess að örmagnast og hafa þurft að vera frá vinnu vegna veikinda og orkuleysis. Erlendar rannsóknir sýna að háþrýstimeðferð, sem gengur út á súrefnisinntöku í háþrýstiklefa í 90 mín á dag, hjálpar frumum að endurnýja ónýta og bólgna vefi, t.d. af völdum covid, og gerir það að verkum að heilaþoka minnkar og orka fólks eykst. Dæmi eru um að fólk sem var hætt að geta synt stuttar vegalengdir, hreyft sig eða bara leyst Sudoku er farið að geta sinnt því aftur eftir meðferð. Enn aðrir eru farnir að vinna aftur, stunda nám á ný og geta lifað eðlilegu lífi. Helga Arnardóttir hitti tvo starfsmenn háþrýstiklefans á Landspitalanum, Nönnu Ólafsdóttur hjúkrunarfræðing, sem hefur starfað þar lengi, og ítalska háþrýsti-og köfunarlækninn Leonardo Sturlu Giampaoli.
Tónlist í þættinum í dag:
Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (Carasella, texti Jón Sigurðsson)
Nantes / Beirut (Zach Conlon)
Augun þín blá / Óðinn Valdimarsson og Hljómsveit Finns Eydal (Jón Múli Árnason og Jónas Árnason)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Undanfarna mánuði hefur bandaríski tónlistarmaðurinn og útgefandinn Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy eða Diddy, verið reglulega í fréttum. Ástæðan eru holskefla hryllilegra ásakana um ofbeldi, kynferðisofbeldi, kúganir - ákærur fyrir mansal og skipulagða glæpastarfsemi. En þrátt fyrir ásakanirnar hafa hlustunartölur Diddy á streymisveitum rokið upp síðustu vikur - og þetta virðist raunar vera reglan frekar en undantekningin þegar stórstjörnur eru sakaðar um ofbeldi. Við pælum í slaufunum og streymisveitum.
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, er doktorsnemi við Háskóla Íslands þar sem hún rannsóknar hvernig stafræn þróun hjá hinu opinbera hefur áhrif á réttindi fatlaðs fólks. Á dögunum fór hún af stað með nýja Facebook síðu, Tækni án hindrana.
Tónlistarkeppnin Pan-Arctic Vision var haldin í Nuuk þann 12. Október síðastliðinn. Keppnin er svipuð Eurovision í sniði en ólík að því leyti til að hún er yfirlýst pólitísk og hafnar hugmyndum um þjóðríkið og landamæri, en miðjusetur jaðarett þjóðbrot á norðurslóðum. Katrín Helga Ólafsdóttir ræðir við Snæbjörn Helga Arnarson Jack um hátíðina.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Óðinn Melsteð, lektor í sagnfræði við Maastricht háskólann í Hollandi, verður gestur okkar í upphafi þáttar en hann heldur í dag erindi í Háskóla Íslands um viðbrögð Íslendinga við olíukreppunum áður fyrr og áhrif orkuskipta.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ætlar að hafa milligöngu um flutning á allt að þúsund konum og börnum á Gaza í brýnni þörf fyrir læknisaðstoð. Sagt var frá þessu í hádegisfréttum í gær. Þessi fjöldi er þó aðeins örlítið brot þeirra sem þurfa á hjálpa að halda á svæðinu. Við ræðum máið við Birnu Þórarinsdóttur framkvæmdastjóra UNICEF.
Rúmlega helmingur kjósenda í Moldóvu vill ganga í Evrópusambandið, ef marka má niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengið var til í fyrradag - en atkvæðagreiðslan hefur töluverð áhrif á alþjóðapólitíkina og stöðu Rússlands. Við ætlum að ræða þessar vendingar - og kosningarnar framundan - við Jón Steindór Valdimarsson, formann Evrópuhreyfingarinnar.
Tvær vikur eru í forsetakosningarnar vestanhafs og mjótt er á munum milli frambjóðenda. Við rýnum í stöðuna með Magnúsi Sveini Helgasyni, sagnfræðingi og sérfræðingi í málefnum Bandaríkjanna.
Guðmundur Jóhannsson kíkir til okkar með tæknihornið sitt.
Við ætlum síðan að rýna í stöðuna í stjórnmálunum í aðdraganda kosninga með tveimur fráfarandi þingmönnum, Oddnýju G. Harðardóttur úr Samfylkingu, og Steinunni Þóru Árnadóttur, Vinstri grænum.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Rétt eins og venjulega heyrðum við eðal tóna í Morgunverkum dagsins, heyrðum aðeins og andlát Pauls McCartneys og Michael Jackson, lokatónleika ELO í Hyde park í júlí á næsta ári og auðvitað lag af Plötu vikunnar, Þetta líf er allt í læ frá Sigurði Guðmundssyni.
Einnig fórum við aðeins í kistuna og fundum þátt úr Einsmellungar og smellaeltar seríunni þar sem einsmellungar (One hit wonders) eru skoðuð.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-10-22
Greiningardeildin, Bogomil Font - Skítaveður.
U2 - Desire.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Twilight.
CMAT - Stay For Something.
Nick Cave - Into My Arms.
Beck, Peck, Orville - Death Valley High.
Mars, Bruno, Lady Gaga - Die With A Smile.
ELECTRONIC - Disappointed.
Iðunn Einarsdóttir - Sameinast.
VALDIMAR & ÖRN - Sólblóm (Live í Síðdegisútvarpinu 3. maí ?23).
KATE BUSH - Babooshka.
Ágúst Þór Brynjarsson - Með þig á heilanum.
Allra meina bót - Mamma gefðu mér grásleppu.
Cure Hljómsveit - A fragile thing.
Herra Hnetusmjör - Ómótstæðileg.
PAUL McCARTNEY & MICHAEL JACKSON - Say Say Say.
DannyLux, Black Keys, The - Mi Tormenta.
HIPSUMHAPS - Lsmlí (Lífið sem mig langar í).
Dina Ögon - Jag vill ha allt.
Murphy, Róisín - Let me know.
Á móti sól - Okkur líður samt vel.
ANOUK - Birds.
Blur - End of a century.
Owens, Kelly Lee - Higher.
Bubbi Morthens, Elín Hall - Föst milli glerja.
RAVEN & RÚN - Handan við hafið.
Gudrid Hansdóttir - Pegasus.
ÍRAFÁR - Á nýjum stað.
Rebekka Blöndal - Kveðja.
Beabadoobee - Take A Bite.
YOUSSOU N´DOUR & NENEH CHERRY - 7 Seconds.
JOHNNY CASH - Hurt.
THE ASSOCIATES - Heart Of Glass (80).
MANIC STREET PREACHERS - A Design for Life.
GDRN - Hvað er ástin.
Sigurður Halldór Guðmundsson Tónlistarm., Bríet - Komast heim.
Una Torfadóttir - Dropi í hafi.
Soundthing - Imogen.
Einsmellungar og smellaeltar - 4 Non Blondes
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Enn hafa hvorki bráðabirgðavarnir né lokanir verið settar upp við Stuðlagil þar sem banaslys varð fyrr í mánuðinum. Öryggissérfræðingur hjá Ferðamálastofu segir landeigendur oft í erfiðri stöðu og ekki geta lokað landi þó að ferðamenn setji sig í hættu.
Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga vill komast á þing. Þar á meðal verkalýðsforingjar, yfirlögregluþjónn og hátt settir embættismenn.
Þingkosningar í Georgíu á laugardaginn gætu skorið úr um hvort stjórnvöld horfi á næstu árum til vesturs eða austurs. Stærstu flokkar stjórnarandstöðunnar hafa sameinast um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningarnar og gætu saman náð meirihluta.
Tíu milljónum færri búa í Úkraínu nú en fyrir allsherjarinnrás Rússlandshers í febrúar 2022. Milljónir hafa flúið land og fæðingartíðni hefur hríðfallið.
Samningafundum Kennarasambandsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga verður frestað þar til Félagsdómur tekur afstöðu til lögmætis verkfallsboðunar kennara.
Sveitarfélög á Vesturlandi vilja bregðast við læknaskorti með því að efla fjarheilbrigðisþjónustu, uppfæra húsakost heilsugæslustöðva og fá fleiri sérverkefni til sjúkrahúsa.
Aukin hveravirkni hefur sést í Haukadal. Engar breytingar hafa komið fram á mælum Veðurstofunnar og leita vísindamenn skýringa.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Siggi og Lovísa stýrðu Popplandi þennan þriðjudaginn sem var afar fjölbreytt. Allskonar ný íslensk tónlist í bland við erlenda, Árni Matt kíkti undir yfirborðið og plata vikunnar var á sínum stað, Þetta líf er allt í læ með Sigurði Guðmundssyni.
Malen - Anywhere.
Musgraves, Kacey - Three Little Birds.
BOB MARLEY AND THE WAILERS - Jamming.
DIRE STRAITS - Lady writer.
Rea, Chris - On the beach.
KK, Jón Jónsson Tónlistarm. - Sumarlandið.
Una Torfadóttir - Yfir strikið.
Royel Otis - Til The Morning.
Myrkvi - Glerbrot.
PLAN B - She Said.
Oyama hljómsveit - Cigarettes.
Karlakórinn Fóstbræður, Ragnhildur Gísladóttir, Egill Ólafsson - Vinduteinn.
Lón - Rainbow.
Ágúst Elí Ásgeirsson - Hví ekki?.
Salsakommúnan, Bogomil Font - Í minni skel.
BUENA VISTA SOCIAL CLUB - Chan Chan.
MANU CHAO - King of Bongo.
AMY WINEHOUSE - Our Day Will Come.
White, Jack - Archbishop Harold Holmes.
GARBAGE - Stupid girl.
Towa Bird - RAT RACE.
M.I.A. - Paper Planes.
Nilüfer Yanya - Like I Say (I Runaway).
OJBA RASTA - Ég veit ég vona.
Finneas - Cleats.
BERNDSEN - Supertime.
Albarn, Damon, Kaktus Einarsson - Gumbri.
The Smiths - Some Girls Are Bigger Than Others.
The Black Keys & DannyLux - Mi Tormenta.
KALEO - Hey Gringo.
Chappell Roan - Hot To Go!.
RAYE - Worth It.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON - Eitthvað til að taka með (feat. Björgvin Halldórsson)
HJALTALÍN - Love from 99.
JUSTIN TIMBERLAKE - Selfish.
JAMES BAY, THE LUMINEERS, NOAH KAHAN - Up All Night.
KK - Viltu elska mig á morgun.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Það getur reynst fólki erfitt að fá tíma hjá heimilislækni á sinni heilsugæslu og bara almennt erfitt að fá tíma hjá lækni. En hvert á fólk að snúa sér vilji það hitta lækni þegar ekki er um bráðatilfelli að ræða. Sigríður Dóra Magnúsdóttir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var á línunni.
Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024 voru í dag veitt nýsköpunarfyrirtækinu Carbfix sem þróað hefur og markaðssett tækni til að binda koldíoxíð og brennisteinsvetni varanlega í bergi. Kári Helgason forstöðumaður rannsóknar og nýsköpunar hjá Carbfix kom í Síðdegisútvarpið.
Jóhanna Jónas naut lengi velgengni sem leikkona en skipti svo alveg um pól og starfar nú sem eftirsóttur orkuheilari og kennari. Í nýrri bók Frá Hollywood til heilunar er saga Jóhönnu sögð en þar koma við sögu erfiðar áskoranir. Jóhanna kom til okkar í þáttinn í dag.
Menningarverðlaun Norðurlandaráðs 2024 eru á dagskrá RÚV í kvöld en Norðurlandaráð veitir ár hvert fimm verðlaun til þess að vekja athygli á bókmenntum, tungumálum, tónlist og kvikmyndum Norðurlandanna ásamt nýsköpun á sviði umhverfismála. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri Sjónvarps kom til okkar.
Hvort viltu vera gleðigjafi eða fýlupúki er spurning sem Ragnhildur Vigfúsdóttir markþjálfi leggur upp með í fyrirlestri sínum sem hún heldur í fyrirtækjum og stofnunum. Þetta gerir hún í þeim tilgangi að safna peningum fyrir Göngum saman sem er styrktarsjóður fyrir grunnrannsóknir krabbameina. Ragnhildur kom til okkar og sagði okkur allt um erindið og hvers vegna hún ákvað að leggja þessu góða málefni lið.
Sveitarfélög á Vesturlandi vilja bæta úr læknaskorti með því að bjóða upp á aðlaðandi aðstæður fyrir lækna með fjölskyldur. Þau skora á stjórnvöld að fara í átak í uppbyggingu húsnæðis og tækjabúnaðar. Við hringdum í Pál Brynjarsson framkvæmdastjóraSamtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Barnamálaráðherra segir að til standi að fjölga rýmum fyrir börn í neyðarvistun í sérstöku húsnæði sem verður opnað á höfuðborgarsvæðinu innan tíðar. Stuðlar verða opnaðir á morgun gangi brunapróf á húsnæðinu eftir.
Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður varð efst í prófkjöri Pírata í Reykjavík og hafði betur í baráttu við þingmenn og borgarfulltrúa flokksins í borginni
Hagnaður Icelandair, að frátöldum sköttum og vöxtum, var 11,4 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi og hagnaður eftir skatta 9,5 milljarðar króna.
Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram á svipuðum hraða og verið hefur síðustu vikur. Haldi svona áfram má búast við að neðri óvissumörkum á rúmmáli kviku verði náð í byrjun nóvember
Leit stendur enn yfir að lifandi fólki í rústum húss í Beirút í Líbanon, sem hrundi til grunna í árás Ísraelshers í nótt. Átján voru drepnir í árásinni.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Kosningabaráttan fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum eftir tvær vikur harðnar. Litlu munar á frambjóðendum Demókrata og Repúblikana og þeir keppast við að ná hópum á kjörstað sem gætu ráðið úrslitum. Umdeild mál eins og þungunarrof setja mark sitt á kosningabaráttuna en efnahagsmálin eru þó það sem flestir kjósendur segja að ráði vali sínu. Anna Kristin Jónsdóttir ræðir við Silju Báru Ómarsdóttur.
Þá verður sagt frá því hvað gerðist þegar ráðamenn fengu upplýsingar um að Ísland kæmi til greina sem heppilegur tökustaður fyrir True Detective-þáttaröðina Night Country og HBO vildi fá loforð um að fá endurgreiðslu uppá 35 prósent.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Sycamore tree - I feel tonight.
Tómas Freyr - Blue bride.
ICEGUYS - Leikkona.
Mystic Manta - The Eagle and the Anchor.
Eldmóðir - Farðu frá (ásamt Dr. Vigdísi Völu).
Georg Óskar Giannakoudakis - Draumalandið.
Rebekka Blöndal - Kveðja.
Iðunn Einarsdóttir - Ef ég dey á morgun.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Þriðjudagstilboð á Kvöldvaktinni í kvöld svona af því það er nú bara þriðjudagur einu sinni í viku og við setjum á fóninn til að gleðjast ný lög frá Iðunni Einars, Chappel Roan, Bon Iver, Suki Waterhouse, Dina Ögen, Gigi Perez, The Cure, Amyl & the Sniffers og fleirum og fleirum.
Lagalistinn
Sykur - Pláneta Y.
Little Dragon - Ritual union.
Iðunn Einarsdóttir - Sameinast.
Prince - I would die 4 U.
Chappell Roan - Hot To Go!.
Ágúst Elí - Hví ekki?.
THE NATIONAL & TAYLOR SWIFT - The Alcott.
Bon Iver - S P E Y S I DE.
CAT POWER - The Greatest.
Suki Waterhouse - Model, Actress, Whatever.
Khruangbin - People Everywhere (Still Alive).
Dina Ögon - Jag vill ha allt.
Gigi Perez - Sailor Song.
Cure - A fragile thing.
Amyl and the Sniffers - Big Dreams (bonus track).
SIOUXSIE & THE BANSHEES - Spellbound.
DannyLux, Black Keys - Mi Tormenta.
Beck, Peck - Death Valley High.
Jack White - Archbishop Harold Holmes.
Jungle - Let's Go Back.
Parliament - Flash light.
John Mayer, Zedd - Automatic Yes
Tom Grennan - Higher.
Metronomy, Porji - Petit Boy.
Kelly Lee Owens - Higher.
Four Tet, Ellie Goulding - Baby.
Caribou - Caribou - Got to Change
Billie Eilish - WILDFLOWER.
Faye Webster - After the First Kiss.
BETH ORTON - Stolen Car.
Oyama - Cigarettes.
Public Service Broadcasting - Towards The Dawn.
U2 - Country Mile.
SIMPLE MINDS - All The Things She Said.
Tears for Fears - The Girl That I Call Home.
Teddy Swims - Bad Dreams.
Jamie xx, Oliver Sim, Romy - Waited All Night.
Maribou State, Holly Walker - Otherside.
Michael Kiwanuka - Final Days (Bonobo Remix)
Charli xcx, Troye Sivan - Talk Talk
Cofidence Man - Control
Gat Decor - Passion
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Bandaríski tónlistarmaðurinn og leikarinn Krist Kristofferson lést í vikunni sem leið 88 ára að aldri. Hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar á heimili sínu á Hawaii.
Kristofferson átti viðburðarríka ævi og gegndi mörgum fjölbreyttum hlutverkum á ævi sinni. Hann flaug herþyrlum, vann sem verkamaður þegar hann var yngri, lék í mörgum bíómyndum, samdi lög og spilaði og söng.
Hann var mikill töffari og sjarmur, mjúkur töffari með blik í auga.
Hann kom þrisvar til Íslands til að spila og áður en hann kom hingað 2004 spjallaði Ólafur Páll ölluðum við Kris í síma og það samtal verður rifjað upp í þættinum í Rokklandi vikunnar.