19:00
Tónleikakvöld
Hljómsveit 18. aldarinnar í Tokyo
Tónleikakvöld

Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.

Hljóðritun frá tónleikum Hljómsveitar 18. aldarinnar sem fram fóru í Opera City tónleikasalnum í Tokyo, í mars sl.

Á efnisskrá eru þættir úr sinfóníu nr. 40 í g-moll eftir Wolfgang Amadeus Mozart og verk fyrir hljómsveit og forte-píanó eftir Fréderic Chopin.

Einleikarar eru þrír fyrrum verðlaunahafar Alþjóðlegu Chopin-píanókeppninnar, þau Naruhiko Kawaguchi, Tomasz Ritter og Yulianna Avdeeva.

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Var aðgengilegt til 21. nóvember 2024.
Lengd: 1 klst. 30 mín.
,