20:30
Samfélagið
Ferðamennska í Grindavík, rúntur með slökkviliðinu, ráðstefna um líffræðilegan fjölbreytileika
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum viðraði í gær áhyggjur af því að það vantaði upplýsingaskilti sem vöruðu ferðamenn við hugsanlegum hættum í og við Grindavík. Ferðamenn í útivistarfatnaði rölta nú um götur Grindavíkur, virða fyrir sér illa farin hús, skoða ljósmyndasýningu í Menningarhúsinu Kvikunni og fá sér í svanginn. Sumir eru á eigin vegum - aðrir í skipulögðum rútuferðum. Við ræðum ferðaþjónustuna í Grindavík í þætti dagsins, spjöllum við ferðamenn og gistihúsaeiganda sem þessa dagana er að dytta að gistiheimili sem hefur engan hýst í tæpt ár.

En umræður um aðgengi að svæðum í grennd við gosstöðvar eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir um tíu árum gaus í Holuhrauni, norðan Vatnajökuls, og var svæðinu þar í kring lokað, mörgum til nokkurrar óánægju. Samfélagið fjallaði um þessar lokanir á sínum tíma og við heyrum brot úr þeirri umfjöllun í dag.

Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, er þessa dagana stödd í Cali, þriðju stærstu borg Kólumbíu. Þar fer fram sextánda ráðstefna þeirra ríkja sem eiga aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni. Ráðstefnan var formlega sett í gær og ríkjanna bíður það verkefni að ná samkomulagi um aðgerðir til þess að vernda líffræðilegan fjölbreytileika jarðarinnar - sem á víða undir högg að sækja - og þar með lífið sjálft. Þorgerður María er ein af 15 þúsund gestum sem eru viðstaddir ráðstefnuna og ætlar að segja okkur frá því sem hún verður vitni að þar næstu daga. Í dag heyrum við af ferðalaginu og setningunni.

Tónlist:

Una Torfadóttir - Það sýnir sig (Studio RUV).

Dina Ögon - Jag vill ha allt.

BSÍ - Vesturbæjar beach.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,