07:03
Morgunútvarpið
Leikhópurinn Lotta, opið hús í Hlaðgerðarkoti, kartöfluuppskeran fer af stað og Hinsegin dagar fara faf stað
Morgunútvarpið

Á hverjum miðvikudegi er Leikhópurinn Lotta með leiksýningu í Elliðaárdal – og í dag spáir meira að segja góðu veðri og hópurinn spenntur að taka á móti gestum. Leikhópurinn setur upp nýja sýningu á hverju sumri og í þetta sinn er það Bangsímon sem hefur verið sýndur víðs vegar um landið í allt sumar. Anna Bergljót Thorarensen, leikstjóri og höfundur sýningarinnar, og Þórunn Lárusdóttir leikkona í sýningunni, komu til okkar og sögðu frá söngleiknum.

Þann 6. júlí síðastliðinn voru 50 ár síðan Hlaðgerðarkot var vígt og fyrstu einstaklingarnir gengu þar inn í meðferð. Af því tilefni verður opið hús í Hlaðgerðarkoti á morgun þar sem gestum er boðið að koma, skoða sig um og fræðast um starfsemina. Framkvæmdarstjóri Hlaðgerðarkots, Valdimar Þór Svavarsson, sagði okkur meira af starfseminni og opna húsinu.

Kartöflubændur eru sumir byrjaðir að taka upp kartöflur þetta sumarið. Það er óhætt að segja að landinn bíði á hverju ári eftir nýuppteknum kartöflum á þessum tíma. Fátt betra en nýja kartöflur á diskinn. Við hringdum í Sigurbjart Pálsson kartöflubónda á bænum Skarði í Þykkvabæ og forvitnuðumst um uppskeruna í ár.

Hinsegin dagar voru settir í gær. Til að ræða þá kom til okkar formaður Hinsegin daga, Helga Haraldsdóttir.

Lagalisti:

Herbert Guðmundsson - Með stjörnunum

Elín Hall - Manndráp af gáleysi

Cat Stevens - Father and son

Coldplay - Feelslikeimfallinginlove

Stuðmenn - Ég er bara eins og ég er

Árni Johnsen - Þykkvabæjarrokk

Mumford & Sons - The Cave

Margrét Rán Magnúsdóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson - Gleðivíma

Iceguys - Gemmér Gemmér

Nathaniel Rateliff and The Night Sweats - S.O.B.

Diljá - Einhver

Er aðgengilegt til 07. ágúst 2025.
Lengd: 1 klst. 57 mín.
,