11:03
Sumarmál
Arna Magnea Danks og kvikmyndin Ljósvíkingar og fuglinn
Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Arna Magnea Danks aðalleikkona í kvikmyndinni Ljósvíkingar kom í þáttinn í dag. Myndin fjallar um tvo vini sem reka saman fiskveitingastað á Ísafirði og annar þeirra kemur út úr skápnum sem trans kona. Arna Magnea leikur þennan mann en hún er sjálf trans kona sem fór í kynstaðfestingaraðgerð fyrir nokkrum árum og segir það hafa verið sérstaka upplifun að hafa þurft að fara í gamla búninginn eða dulargervið eins og hún kallar það til að leika hlutverkið. Myndin Ljósvíkingar verður frumsýnd í byrjun september í leikstjórn Snævars Sölva Sölvasonar og Björn Jörundur Friðbjörnsson leikur hinn vininn á móti Örnu. Arna Magnea er ekki einungis leikkona heldur er hún sérhæfð í áhættu- og bardagaleikstjórn frá Englandi og hefur starfað við sjónvarpsþættina Svörtu sanda, Vitjanir og Fanga svo eitthvað sé nefnt en hún sagði okkur sína sögu og frá reynslunni að leika í myndinni.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Sjáumst aftur / Páll Óskar Hjálmtýsson (Orlande de Lassus, texti Páll Óskar Hjálmtýsson)

Okkar menn í Havana / Sigurður Guðmundssonm Memfismafían og Tómas R. Einarsson (Tómas R. Einarsson, texti Bragi Valdimar Skúlason)

Fram á nótt / Nýdönsk (Björn Jörundur Friðbjörnsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,