18:00
Kvöldfréttir
Fíkniefnasala á netinu, óeirðir í Bretlandi, ákært fyrir manndráp, gabbútköll og neyslurými
Kvöldfréttir

Fréttir

Kvöldfréttir útvarps

Lögregla hefur undanfarnar vikur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum sem ganga kaupum og sölum á netinu. Innflutningur á kannabisefnum, sem varla hefur þekkst hér í áraraðir, er farinn að sjást aftur.

Hundruð hafa verið handtekin og ákærð í tengslum við óeirðirnar í Bretlandi, og fyrstu dómarnir féllu í dag. Meðal annars var karlmaður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sinn þátt í róstum í Southport, þar sem þrjár stúlkur voru stungnar til bana fyrir rúmri viku.

Maður, sem er ákærður fyrir hafa banað sambýliskonu sinni, er talinn hafa beitt hana miklu ofbeldi í aðdraganda andlátsins. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldi gegn konunni rúmum tveimur mánuðum fyrr.

Erfitt er að koma í veg fyrir að björgunarlið sé blekkt til leitar, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Mannslíf séu mikils metin og öll neyðarboð njóti vafans.

Hvalur sem strandaði við smábátahöfnina í Þorlákshöfn í morgun er laus. Björgunarsveitarmenn í Þorlákshöfn náðu að draga hann á haf út þegar flæddi að.

Sérútbúið neyslurými var opnað í Reykjavík í dag og verður heilbrigðisþjónusta veitt þeim sem þangað leita. Heilbrigðisráðherra segir algera nauðsyn á slíku skaðaminnkandi úrræði til frambúðar.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Er aðgengilegt til 07. ágúst 2025.
Lengd: 10 mín.
,