Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Sighvatur Karlsson flytur.
Fjallað um mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og góðir gestir teknir tali.
Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir.
Í ríflega viku hefur verið mikil ólga í bresku þjóðlífi í kjölfar skelfilegra morða sem framin voru 29. júlí síðastliðinn í bænum Southport í Norður-Bretlandi. Hveitibrauðsdagar nýrrar ríkisstjórnar Keirs Starmer voru því stuttir en forsætisráðherrann og aðrir ráðherrar ríkisstjórna hans hafa gefið út að hart verði tekið á þeim sem kynda undir útlendingahatri og kynþáttahyggju. Við ræddum stöðuna í bresku samfélagi við Gauta Sigþórsson sem er búsettur í Lundúnum og starfar við Roehampton-háskóla.
Ólympíuleikar standa sem hæst í París og Ólympíuandinn í algleymingi í borginni að sögn Kristínar Jónsdóttur, hún var á línunni frá París og sagði frá stemmningunni í kringum leikana miklu.
Gerðarsafn í Kópavogi, tileinkað listakonunnni Gerði Helgadóttur, var vígt á vormánuðum 1994 og á morgun á að blása til afmælishátíðar safnsins. Brynja Sveinsdóttir, safnstjóri Gerðarsafns, var gestur Morgungluggans.
Tónlist:
Sept gnossiennes, nr. 1 Lent eftir Eric Satie, Þórarinn Stefánsson leikur
Fish Beach - Michael Nyman
Dream Of A Child - David Forman
White man in Hammersmith Palais - The Clash
Under the Bridges of Paris - Eartha Kitt
Plus bleu que tes yeux - Edith Piaf
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.
Fjölmiðlakonan Nadine Guðrún Yaghi er hálf íslensk og hálf líbönsk. Foreldrar hennar skildu þegar hún var fimm ára og móðir hennar þorði ekki að senda hana og systur hennar einar til pabba þeirra í frí vegna aðvarana annarra um að kannski kæmu þær ekki aftur til baka. Hún heldur sambandi við föður sinn og vann meðal annars á sumrin í menntaskóla á hótelkeðjum í Miðausturlöndum sem faðir hennar var hótelstjóri hjá. Nadine ræðir æskuna, fjölmiðlabakteríuna, Eftirmál og hjónabandið sem var ekki jafn löglegt og hún stóð í trú um.
Veðurstofa Íslands.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Arna Magnea Danks aðalleikkona í kvikmyndinni Ljósvíkingar kom í þáttinn í dag. Myndin fjallar um tvo vini sem reka saman fiskveitingastað á Ísafirði og annar þeirra kemur út úr skápnum sem trans kona. Arna Magnea leikur þennan mann en hún er sjálf trans kona sem fór í kynstaðfestingaraðgerð fyrir nokkrum árum og segir það hafa verið sérstaka upplifun að hafa þurft að fara í gamla búninginn eða dulargervið eins og hún kallar það til að leika hlutverkið. Myndin Ljósvíkingar verður frumsýnd í byrjun september í leikstjórn Snævars Sölva Sölvasonar og Björn Jörundur Friðbjörnsson leikur hinn vininn á móti Örnu. Arna Magnea er ekki einungis leikkona heldur er hún sérhæfð í áhættu- og bardagaleikstjórn frá Englandi og hefur starfað við sjónvarpsþættina Svörtu sanda, Vitjanir og Fanga svo eitthvað sé nefnt en hún sagði okkur sína sögu og frá reynslunni að leika í myndinni.
Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum:
Sjáumst aftur / Páll Óskar Hjálmtýsson (Orlande de Lassus, texti Páll Óskar Hjálmtýsson)
Okkar menn í Havana / Sigurður Guðmundssonm Memfismafían og Tómas R. Einarsson (Tómas R. Einarsson, texti Bragi Valdimar Skúlason)
Fram á nótt / Nýdönsk (Björn Jörundur Friðbjörnsson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Sex þúsund lögreglumenn eru í viðbragðsstöðu í Bretlandi vegna yfir þrjátíu mótmælafunda sem skipulagðir hafa verið í dag. Yfirvöld heita því að ofbeldi og skemmdarverk verði ekki liðin.
Kvikumagnið í hólfinu undir Svartsengi nær líklega efri mörkum í lok næstu viku. Búast má við stærra eldgosi eftir því sem meiri kvika safnast þar fyrir.
Maður sem kýldi forsætisráðherra Danmerkur í byrjun júní hlaut í morgun fjögurra mánaða dóm. Honum verður vísað úr landi og má ekki snúa til baka næstu sex árin.
Fraktflugvél með hundruð apa á leið frá Máritíus til Bandaríkjanna, þar sem þeir verða nýttir til tilrauna, er væntanleg til millilendingar hér á landi í dag. Forstjóri Matvælastofnunar segir yfirvöld í Belgíu, síðasta viðkomustað flugvélarinnar, hafa grandskoðað hana og telji að aðbúnaður dýranna sé ásættanlegur.
Grunur er um að neyðarboð við Kerlingafjöll hafi verið gabb og verður það rannsakað af fullum þunga, að sögn yfirlögregluþjóns. Viðurlög við fölsku neyðarboði geta verið sektir eða fangelsisvist.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur hafið undirbúning fræðsluátaks um lagningu á þakpappa vegna fjölda eldsvoða sem upp hafa komið undanfarin ár.
Þættir þar sem sagt er frá ýmsum stöðum um allt land. Stöðum sem eiga sér sérstakt pláss í hjörtum viðmælenda.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Þórgnýr Dýrfjörð segir frá Siglufjarðarskarði, skarði sem hafði mikil áhrif á samfélagið í heimbænum hans Siglufirði.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-08-07
Ellington, Duke and his Orchestra, Ellington, Duke - Amad.
Williamson, Sonny Boy, Riley, Judge, Knowling, Ransom, Williams, Big Joe - Don't you leave me here.
Tómas R. Einarsson, Óskar Guðjónsson - Vals handa Óskari.
Sigurður Flosason Copenhagen Quartet - By myself, all alone.
Aldana, Melissa - A story.
In Presence of the Absent-Schmid, Stefan Karl
Erdenebaatar, Shuteen - In a Time Warp.
Danish Radio Big Band - Home.
Garland, Red - Solitude
Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.
Umsjón: Pétur Halldórsson.
Þrír menn sem allir voru á barnsaldri þegar þeir fóru á sjóinn segja minningar sínar frá því fyrir miðja síðustu öld. Jakob Jakobsson fiskifræðingur segir frá því að síld hafi verið höfð í matinn á æskuheimili hans á Norðfirði, hvernig hún var meðhöndluð og elduð. Hann segir líka frá sjómennsku með föður sínum og alnafna sem reri frá Strönd í Norðfirði. Jakob yngri var mótoristi hjá föður sínum nokkur sumur sem unglingur og við heyrum hvernig sjómennirnir notuðu mið og hvað þeir gerðu þegar þoka var og miðin sáust ekki. Jakob segir frá sjóhúsi föður síns og vinnunni þar og báti sem var smíðaður þar einn veturinn. Við heyrum líka í Skúla Alexanderssyni, athafnamanni á Hellissandi og fyrrverandi alþingismanni. Hann er alinn upp í torfbæ á bænum Kjós í Reykjarfirði á Ströndum og þar var auðvitað skekta eins og gekk og gerðist á bæjum á Ströndum og fiskmetis aflað, meðal annars til að birgja heimilið upp fyrir veturinn. Skúli man þegar síldarverksmiðjan mikla reis í Djúpuvík sem var næsti bær við Kjós og hann segir frá því ævintýri líka. Loks er rætt við Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi sjómann, útgerðarmann og þingmann. Hann er frá Húsavík og mun vera með þeim allrasíðustu sem muna enn selveiðarnar sem stundaðar voru á Skjálfanda. Jón lýsir veiðunum, útbúnaði, klæðnaði og fleiru. Hann fer líka með og kveður selavísur eftir Theodór Friðriksson.
Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.
Í fyrri hluta Tengivagnsins munum við heyra af sýningu sem opnar í Svavarsafni um næstu helgi, fara aftur í tímann með Birni Th Björnssyni og Ása í Bæ og heyra af vímuefnaneyslu og skaðaminnkandi þjónustu á útihátíðum og innihátíðum, heyrum í Svölu Jóhannesdóttur, sérfræðingur í skaðaminnkun.
Í seinni hluta tengivagnsins tekur Bjarni Daníel á móti góðum gestum, þeim Páli Óskari og Sölva Magnússyni úr hljómsveitinni Skröttum, en Skrattar og Páll Óskar komu fram saman á tónleikum á Innipúkanum um helgina.
Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Lögregla hefur undanfarnar vikur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum sem ganga kaupum og sölum á netinu. Innflutningur á kannabisefnum, sem varla hefur þekkst hér í áraraðir, er farinn að sjást aftur.
Hundruð hafa verið handtekin og ákærð í tengslum við óeirðirnar í Bretlandi, og fyrstu dómarnir féllu í dag. Meðal annars var karlmaður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sinn þátt í róstum í Southport, þar sem þrjár stúlkur voru stungnar til bana fyrir rúmri viku.
Maður, sem er ákærður fyrir hafa banað sambýliskonu sinni, er talinn hafa beitt hana miklu ofbeldi í aðdraganda andlátsins. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldi gegn konunni rúmum tveimur mánuðum fyrr.
Erfitt er að koma í veg fyrir að björgunarlið sé blekkt til leitar, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Mannslíf séu mikils metin og öll neyðarboð njóti vafans.
Hvalur sem strandaði við smábátahöfnina í Þorlákshöfn í morgun er laus. Björgunarsveitarmenn í Þorlákshöfn náðu að draga hann á haf út þegar flæddi að.
Sérútbúið neyslurými var opnað í Reykjavík í dag og verður heilbrigðisþjónusta veitt þeim sem þangað leita. Heilbrigðisráðherra segir algera nauðsyn á slíku skaðaminnkandi úrræði til frambúðar.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Á fimmta hundrað manns hafa verið handtekin og yfir eitt hundrað ákærð í tengslum við óeirðir sem brotist hafa út í Bretlandi í kjölfar morðs á þremur telpum í borginni Southport í fyrri viku. Óeirðaseggirnir beina reiði sinni einkum að innflytjendum, löglegum jafnt sem ólöglegum, þrátt fyrir að fyrir liggi að ódæðismaðurinn sé fæddur í Bretlandi. Hallgrímur Indriðason ræðir við Sigrúnu Davíðsdóttur í Bretlandi.
Norðmenn fagna góðu ferðasumri því ferðamenn í leit að kulda og hrolli sækja þangað sem aldrei fyrr og gengi norsku krónunnar er óvenju hagstætt. Fjöldi erlendra ferðamanna í Noregi hefur tvöfaldast frá því að Covid-faraldurinn gekk niður 2021, og allt stefnir í að þeim fjölgi enn meira í ár, öfugt við það sem gerst hefur á Íslandi. Gísli Kristjánsson segir frá.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred.
Veðurstofa Íslands.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum Kammersveitar útvarpshljómsveitarinnar í Bæjaralandi sem fram fóru á tónlistarhátíðinni í Varna í Búlgaríu, 29. júní sl.
Á efnisskrá eru verk eftir Fréderic Chopin og Franz Schubert.
Einleikari: Adrian Oetiker píanóleikari.
Stjórnandi: Radoslaw Szuic.
Umsjón: Sigrún Harðardóttir.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Arna Magnea Danks aðalleikkona í kvikmyndinni Ljósvíkingar kom í þáttinn í dag. Myndin fjallar um tvo vini sem reka saman fiskveitingastað á Ísafirði og annar þeirra kemur út úr skápnum sem trans kona. Arna Magnea leikur þennan mann en hún er sjálf trans kona sem fór í kynstaðfestingaraðgerð fyrir nokkrum árum og segir það hafa verið sérstaka upplifun að hafa þurft að fara í gamla búninginn eða dulargervið eins og hún kallar það til að leika hlutverkið. Myndin Ljósvíkingar verður frumsýnd í byrjun september í leikstjórn Snævars Sölva Sölvasonar og Björn Jörundur Friðbjörnsson leikur hinn vininn á móti Örnu. Arna Magnea er ekki einungis leikkona heldur er hún sérhæfð í áhættu- og bardagaleikstjórn frá Englandi og hefur starfað við sjónvarpsþættina Svörtu sanda, Vitjanir og Fanga svo eitthvað sé nefnt en hún sagði okkur sína sögu og frá reynslunni að leika í myndinni.
Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum:
Sjáumst aftur / Páll Óskar Hjálmtýsson (Orlande de Lassus, texti Páll Óskar Hjálmtýsson)
Okkar menn í Havana / Sigurður Guðmundssonm Memfismafían og Tómas R. Einarsson (Tómas R. Einarsson, texti Bragi Valdimar Skúlason)
Fram á nótt / Nýdönsk (Björn Jörundur Friðbjörnsson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR
Krisbjörg Kjeld les söguna Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Sögukonan er íslensk menntakona, Rán að nafni. Hún hefur lifað og starfað fjarri heimahögunum öll sín fullorðinsár, mótast og þroskast á framandi slóðum. Nú er hún á leið frá heimili sínu og manni í Sviss til fósturjarðarinnar, með viðkomu í Barcelona þar sem hún átti viðburðaríkt líf við nám á æskuárum. Og þar komst hún i kynni við eldhugann og andófsmanninn Roberto sem reyndist henni mikill ölagavaldur. Þessi ferð reynist sársaukafullt stefnumót Ránar við fortíðina. Bókin var gefin úr árið 2008.
(Áður á dagskrá 2011)
Veðurstofa Íslands.
Útvarpsfréttir.
Á hverjum miðvikudegi er Leikhópurinn Lotta með leiksýningu í Elliðaárdal – og í dag spáir meira að segja góðu veðri og hópurinn spenntur að taka á móti gestum. Leikhópurinn setur upp nýja sýningu á hverju sumri og í þetta sinn er það Bangsímon sem hefur verið sýndur víðs vegar um landið í allt sumar. Anna Bergljót Thorarensen, leikstjóri og höfundur sýningarinnar, og Þórunn Lárusdóttir leikkona í sýningunni, komu til okkar og sögðu frá söngleiknum.
Þann 6. júlí síðastliðinn voru 50 ár síðan Hlaðgerðarkot var vígt og fyrstu einstaklingarnir gengu þar inn í meðferð. Af því tilefni verður opið hús í Hlaðgerðarkoti á morgun þar sem gestum er boðið að koma, skoða sig um og fræðast um starfsemina. Framkvæmdarstjóri Hlaðgerðarkots, Valdimar Þór Svavarsson, sagði okkur meira af starfseminni og opna húsinu.
Kartöflubændur eru sumir byrjaðir að taka upp kartöflur þetta sumarið. Það er óhætt að segja að landinn bíði á hverju ári eftir nýuppteknum kartöflum á þessum tíma. Fátt betra en nýja kartöflur á diskinn. Við hringdum í Sigurbjart Pálsson kartöflubónda á bænum Skarði í Þykkvabæ og forvitnuðumst um uppskeruna í ár.
Hinsegin dagar voru settir í gær. Til að ræða þá kom til okkar formaður Hinsegin daga, Helga Haraldsdóttir.
Lagalisti:
Herbert Guðmundsson - Með stjörnunum
Elín Hall - Manndráp af gáleysi
Cat Stevens - Father and son
Coldplay - Feelslikeimfallinginlove
Stuðmenn - Ég er bara eins og ég er
Árni Johnsen - Þykkvabæjarrokk
Mumford & Sons - The Cave
Margrét Rán Magnúsdóttir og Páll Óskar Hjálmtýsson - Gleðivíma
Iceguys - Gemmér Gemmér
Nathaniel Rateliff and The Night Sweats - S.O.B.
Diljá - Einhver
Sólborg Guðbrandsdóttir fylgir hlustendum Rásar 2 til hádegis alla virka daga.
Popptónlist í fyrirrúmi.
Tónlist:
GDRN - Hvað er ástin.
Una Torfadóttir - Ekkert að.
Jón Jónsson - Sunny day in June.
Axel Flóvent - Have This Dance.
Bubbi Morthens - Sumar Konur.
Lacey, Yazmin, Ezra Collective - God Gave Me Feet For Dancing.
Astrid S - It's Ok If You Forget Me.
SHANIA TWAIN - You're Still The One.
Salka Sól Eyfeld - Sólin og ég.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON & HJARTAGOSARNIR & SIGRÍÐUR THORLACIUS - Svarta rósin frá San Fernando.
Doja Cat, Anne-Marie - To Be Young (Clean).
Powter, Daniel - Bad day.
MOLOKO - Sing it back.
BAGGALÚTUR - Ég fell bara fyrir flugfreyjum.
Mayer, John - Your body is a wonderland.
FLEETWOOD MAC - Go Your Own Way.
Chappell Roan - Good Luck, Babe!.
EAGLES - Peaceful Easy Feeling.
Miley Cyrus - Angels Like You.
Beyoncé - Bodyguard.
THE BEATLES - Here Comes The Sun.
Þorsteinn Einarsson, Steinunn Jónsdóttir - Á köldum kvöldum.
Aron Can - Monní.
Wees, Zoe - Control.
JUSTIN BIEBER - Anyone.
Kristmundur Axel, Herra Hnetusmjör - Sólin.
SHAKIRA - Whenever, wherever.
MOLOKO - Sing it back.
Daði Freyr Pétursson - I'm not bitter.
STJÓRNIN - Við Eigum Samleið.
MICHAEL BUBLÉ - Nobody But Me.
GLOWIE - Unlovable.
Mammaðín - Frekjukast.
KHALID & DISCLOSURE - Know Your Worth.
Carpenter, Sabrina - Please Please Please.
BRIMKLÓ - Bolur Inn Við Bein.
Daníel Óliver Sveinsson - Holiday.
Mabel - Don't Call Me Up.
Ingrosso, Benjamin - Look who's laughing now.
ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR - Veldu stjörnu (ft. John Grant).
NÝDÖNSK - Flugvélar.
NIALL HORAN - On The Loose.
DOLLY PARTON - Get Out And Stay Out.
Jóipé x Króli, Herra Hnetusmjör - Þriggja rétta ft. Herra Hnetusmjör.
ÁSDÍS - Dirty Dancing Ft. Glockenbach.
Bubbi Morthens - Tveir tveir fjórir.
ÚLFUR ÚLFUR - Brennum allt.
ELTON JOHN - Your Song.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Sex þúsund lögreglumenn eru í viðbragðsstöðu í Bretlandi vegna yfir þrjátíu mótmælafunda sem skipulagðir hafa verið í dag. Yfirvöld heita því að ofbeldi og skemmdarverk verði ekki liðin.
Kvikumagnið í hólfinu undir Svartsengi nær líklega efri mörkum í lok næstu viku. Búast má við stærra eldgosi eftir því sem meiri kvika safnast þar fyrir.
Maður sem kýldi forsætisráðherra Danmerkur í byrjun júní hlaut í morgun fjögurra mánaða dóm. Honum verður vísað úr landi og má ekki snúa til baka næstu sex árin.
Fraktflugvél með hundruð apa á leið frá Máritíus til Bandaríkjanna, þar sem þeir verða nýttir til tilrauna, er væntanleg til millilendingar hér á landi í dag. Forstjóri Matvælastofnunar segir yfirvöld í Belgíu, síðasta viðkomustað flugvélarinnar, hafa grandskoðað hana og telji að aðbúnaður dýranna sé ásættanlegur.
Grunur er um að neyðarboð við Kerlingafjöll hafi verið gabb og verður það rannsakað af fullum þunga, að sögn yfirlögregluþjóns. Viðurlög við fölsku neyðarboði geta verið sektir eða fangelsisvist.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur hafið undirbúning fræðsluátaks um lagningu á þakpappa vegna fjölda eldsvoða sem upp hafa komið undanfarin ár.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Siggi og Lovísa voru landamæraverðir í Popplandi þennan miðvikudaginn. Allskonar nýtt á boðstólnum m.a. frá The Japanese House, Eee Gee, Iceguys, Nýdönsk, Hasar og fleirum. Plata vikunnar á sínum stað, Pond Big, Fish Tiny með söngkonunni Unu Schram.
Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Fjöll (Intro).
Fjallabræður, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Emmsjé Gauti - Fullkominn dagur til að kveikja í sér.
Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Bensín.
Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Bensínljós.
Fræ - Að eilífu ég lofa.
HJÁLMAR og MR. SILLA - Er hann birtist.
FRANK OCEAN - Lost.
Lacy, Steve - Dark Red.
Sivan, Troye - Got Me Started.
Valdis, JóiPé - Þagnir hljóma vel.
Minogue, Kylie, Diplo, Peck, Orville - Midnight Ride.
Lada Sport - Þessi eina sanna ást.
MEDINA - Kun for mig.
Ragnhildur Gísladóttir, PATRi!K, Stuðmenn - Fegurðardrottning.
PRIMAL SCREAM - Movin' on up.
THE SPINNERS - I'll Be Around.
MOBY - Porcelain.
Hasar - Innipúki.
Eyjaa - You only say you love me when you're drunk.
Daði Freyr Pétursson - Fuck City.
THE BAMBOOS - Ex-Files.
R.E.M. - Man On The Moon.
Nýdönsk - Fullkomið farartæki.
ALICE MERTON - No Roots.
Japanese House, The - :).
Ritt Momney - Put Your Records On.
Kaleo - Sofðu unga ástin mín.
LEAVES - Parade.
Chappell Roan - Good Luck, Babe!.
Þorsteinn Einarsson, Steinunn Jónsdóttir - Á köldum kvöldum.
Anya Hrund Shaddock - Dansa í burtu þig.
Jungle - Back On 74.
M.I.A. - Paper Planes.
ÁSGEIR TRAUSTI - Heimförin.
Lamontagne, Ray - Step Into Your Power.
eee gee, Lassen, Teitur - Louise (feat. Teitur).
THE HOUSEMARTINS - Happy Hour.
VILLO NETÓ & ELLI GRILL - Portúgalinn.
HÚBBABÚBBA & LUIGI - Hubbabubba ft. Luigi.
EMINEM - Houdini.
RÓISÍN MURPHY - Let Me Know.
Stevie Wonder - Higher Ground.
EYÞÓR INGI - Hugarórar.
CHANGE - Yakkety yak smacketty smack
MYLES SMITH - Stargaze.
UNA SCHRAM - Pond Big, Fish Tiny.
POSTAL SERVICE - Such Great Heights.
VAMPIRE WEEKEND - A-Punk.
ICEGUYS - Gémmer gemmér.
Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.
Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.
Það er komið að síðasta Hljóðvegi sumarsins. Jóhann Alfreð sat í stúdíó 2 en niður á Laugavegi sátu Steiney og Kristján Freyr, nutu blíðunnar og fengu gesti í spjall.
Ugla Stefanía Kristjönudóttir er ein af þeim sem er í forsvari fyrir Regnbogaráðstefnu sem haldin verður í tilefni Hinsegin daga á morgun í Iðnó. Þar verður meðal annars rætt um bleikþvott í pólitískum tilgangi. Ugla setti okkur betur inn í þau mál.
Hin alræmda dauðarokksveit Cranium tók upp árið 1993 goðsagnakennda plötu, Abduction. Platan hefur ekki verið fáanleg nema á örfáum hljóðsnældum fyrr en nú en hún hefur verið endurhljóðblönduð og er væntanlega á vínýl. Fram undan er svo útgáfuhóf á 12 tónum annan laugardag og af þessu tilefni mættu þeir í sólina til okkar, Árni Sveinsson og Ófeigur Sigurðsson, forsprakkar sveitarinnar og ræddu útgáfuna betur.
Jóhanna Rakel Jónsdóttir, eða Joe, meðlimur CYBER gaf ýmsi góð meðmæli vikunnar og í lok þáttar bauð Steiney rannsóknarblaðamanninum og fyrrum fjölmiðlamanni ársins, Helga Seljan í ísgöngutúr.
Hljóðvegur 1 þakkar gestum sumarsins, fólki sem við hitum á förnum vegi og hringdi inn til okkar - ásamt öllu því góða fólki sem fylgdi okkur í gegnum sumarið með hlustun.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-08-07
Salka Sól Eyfeld - Sólin og ég.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Margrét Rán Magnúsdóttir - Gleðivíma.
SYSTUR - Furðuverur.
HLJÓMAR - Ég elska alla.
Fred again.., Obongjayar - Adore u.
GRAFÍK - Komdu Út.
MUGISON - Stóra stóra ást.
SHERYL CROW - All I Wanna Do.
FLOTT - Flott.
Ingrosso, Benjamin - Look who's laughing now.
KATRINA AND THE WAVES - Walking On Sunshine.
SISTER SLEDGE - We Are Family.
Þrjú á palli - Sem kóngur ríkti hann.
Fréttir
Kvöldfréttir útvarps
Lögregla hefur undanfarnar vikur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum sem ganga kaupum og sölum á netinu. Innflutningur á kannabisefnum, sem varla hefur þekkst hér í áraraðir, er farinn að sjást aftur.
Hundruð hafa verið handtekin og ákærð í tengslum við óeirðirnar í Bretlandi, og fyrstu dómarnir féllu í dag. Meðal annars var karlmaður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sinn þátt í róstum í Southport, þar sem þrjár stúlkur voru stungnar til bana fyrir rúmri viku.
Maður, sem er ákærður fyrir hafa banað sambýliskonu sinni, er talinn hafa beitt hana miklu ofbeldi í aðdraganda andlátsins. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldi gegn konunni rúmum tveimur mánuðum fyrr.
Erfitt er að koma í veg fyrir að björgunarlið sé blekkt til leitar, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Mannslíf séu mikils metin og öll neyðarboð njóti vafans.
Hvalur sem strandaði við smábátahöfnina í Þorlákshöfn í morgun er laus. Björgunarsveitarmenn í Þorlákshöfn náðu að draga hann á haf út þegar flæddi að.
Sérútbúið neyslurými var opnað í Reykjavík í dag og verður heilbrigðisþjónusta veitt þeim sem þangað leita. Heilbrigðisráðherra segir algera nauðsyn á slíku skaðaminnkandi úrræði til frambúðar.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Á fimmta hundrað manns hafa verið handtekin og yfir eitt hundrað ákærð í tengslum við óeirðir sem brotist hafa út í Bretlandi í kjölfar morðs á þremur telpum í borginni Southport í fyrri viku. Óeirðaseggirnir beina reiði sinni einkum að innflytjendum, löglegum jafnt sem ólöglegum, þrátt fyrir að fyrir liggi að ódæðismaðurinn sé fæddur í Bretlandi. Hallgrímur Indriðason ræðir við Sigrúnu Davíðsdóttur í Bretlandi.
Norðmenn fagna góðu ferðasumri því ferðamenn í leit að kulda og hrolli sækja þangað sem aldrei fyrr og gengi norsku krónunnar er óvenju hagstætt. Fjöldi erlendra ferðamanna í Noregi hefur tvöfaldast frá því að Covid-faraldurinn gekk niður 2021, og allt stefnir í að þeim fjölgi enn meira í ár, öfugt við það sem gerst hefur á Íslandi. Gísli Kristjánsson segir frá.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred.
Blandaðir tónar á nýju ári.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Mesti sólardagur ársins var í höfuðborginni í dag og því var svo sannarlega fagnað á kvöldvaktinni með því að heyra nýtt efni frá Childish Gambino, Trentemöller & DíSU, Juno Paul, Billie Eilish & Charli XCX, Aidan, A$AP Rocky og Empire Of The Sun.
Útihátið - FM Belfast
Champagne Coast - Blood Orange
Incel - Juno Paul
Nightfall - Trentemöller & DíSA
Dadvocate - Childish Gambino
Add Up My Love - Clairo
Rococo - Arcade Fire
:) - The Japanese House
Getum við munað - Magnús Þór Sigmundsson & Ragnheiður Gröndal
Guess - Billie Eilish & Charli XCX
Orange Blossoms - Goldford
July - Wunderhorse
Looking For Something - Castlebeat
Hot One - Denzel Curry
Satellite Business 2.0 - Sampha & Little Simz
The Feeling You Get - Empire Of The Sun
Someone Great - LCD Soundsystem
Þessi eina sanna ást - Lada Sport
Protostar - Aidan
HIGHJACK - A$AP Rocky
Þagnir hljóma vel - Valdís & JóiPé
Au Seve - Julio Bashmore
Rain Can't Reach Us - Yannis & The Yaw
Fuck City - Daði Freyr
Scared Of Nothing - Razorlight
Fight For You (Devotion) - Shouse & Marten Lou
He Could Never Love You - Henry Morris
The Spins - Mac Miller & Empire Of The Sun
Long Dark Night - Nick Cave and the Bad Seeds
Slæmir ávanar (Young Nazareth remix) - Birnir
Happiness - The Heavy Heavy
Gleðivíma - Rán & Páll Óskar
Claw Foot - Royel Otis
Run! - Willow
World Collapsing - The Presets & Willaris K.
Love Me Not - Ravyn Lenae
All A Mystery - Phantogram
Death & Romance - Magdalena Bay
Miss Alissa - Eagles Of Death Metal
Blue Sunday - Mukka
Drive Slow - Kanye West
All You Children - Jamie XX & The Avalanches
Summer Song - Remy Bond
Could You Help Me (Picard Brothers Remix) - Lucy Rose
Snap My Finger - Kaytranada & PinkPantheress
Drifting - Omar Appolo
Hvað er skemmtilegra um verslunarmannahelgi en að grípa í gítarinn og syngja saman? Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikar og gítargramsari og Hulda Geirsdóttir spá í partý lög og taka á móti góðum gestum sem henda í nokkra útilegu slagara um verslunarmannahelgi.
Gestir þáttarins eru Helga Möller og Eyþór Ingi Gunnlaugsson.
Hvað er skemmtilegra um verslunarmannahelgi en að grípa í gítarinn og syngja saman? Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikar og gítargramsari og Hulda Geirsdóttir spá í partý lög og taka á móti góðum gestum sem henda í nokkra útilegu slagara um verslunarmannahelgi.