18:10
Spegillinn
Óeirðir í Bretlandi, ásókn suðrænna ferðamanna í kuldann og ódýru krónuna í Noregi
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Á fimmta hundrað manns hafa verið handtekin og yfir eitt hundrað ákærð í tengslum við óeirðir sem brotist hafa út í Bretlandi í kjölfar morðs á þremur telpum í borginni Southport í fyrri viku. Óeirðaseggirnir beina reiði sinni einkum að innflytjendum, löglegum jafnt sem ólöglegum, þrátt fyrir að fyrir liggi að ódæðismaðurinn sé fæddur í Bretlandi. Hallgrímur Indriðason ræðir við Sigrúnu Davíðsdóttur í Bretlandi.

Norðmenn fagna góðu ferðasumri því ferðamenn í leit að kulda og hrolli sækja þangað sem aldrei fyrr og gengi norsku krónunnar er óvenju hagstætt. Fjöldi erlendra ferðamanna í Noregi hefur tvöfaldast frá því að Covid-faraldurinn gekk niður 2021, og allt stefnir í að þeim fjölgi enn meira í ár, öfugt við það sem gerst hefur á Íslandi. Gísli Kristjánsson segir frá.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 10 mín.
,