07:03
Morgunglugginn
Óeirðir í Bretlandi, Ólympíuandi í París og Gerðarsafn þrítugt
Morgunglugginn

Fjallað um mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og góðir gestir teknir tali.

Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir.

Í ríflega viku hefur verið mikil ólga í bresku þjóðlífi í kjölfar skelfilegra morða sem framin voru 29. júlí síðastliðinn í bænum Southport í Norður-Bretlandi. Hveitibrauðsdagar nýrrar ríkisstjórnar Keirs Starmer voru því stuttir en forsætisráðherrann og aðrir ráðherrar ríkisstjórna hans hafa gefið út að hart verði tekið á þeim sem kynda undir útlendingahatri og kynþáttahyggju. Við ræddum stöðuna í bresku samfélagi við Gauta Sigþórsson sem er búsettur í Lundúnum og starfar við Roehampton-háskóla.

Ólympíuleikar standa sem hæst í París og Ólympíuandinn í algleymingi í borginni að sögn Kristínar Jónsdóttur, hún var á línunni frá París og sagði frá stemmningunni í kringum leikana miklu.

Gerðarsafn í Kópavogi, tileinkað listakonunnni Gerði Helgadóttur, var vígt á vormánuðum 1994 og á morgun á að blása til afmælishátíðar safnsins. Brynja Sveinsdóttir, safnstjóri Gerðarsafns, var gestur Morgungluggans.

Tónlist:

Sept gnossiennes, nr. 1 Lent eftir Eric Satie, Þórarinn Stefánsson leikur

Fish Beach - Michael Nyman

Dream Of A Child - David Forman

White man in Hammersmith Palais - The Clash

Under the Bridges of Paris - Eartha Kitt

Plus bleu que tes yeux - Edith Piaf

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,