15:03
Við sjávarsíðuna
Minningar þriggja manna frá því fyrir 1950
Við sjávarsíðuna

Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.

Umsjón: Pétur Halldórsson.

Þrír menn sem allir voru á barnsaldri þegar þeir fóru á sjóinn segja minningar sínar frá því fyrir miðja síðustu öld. Jakob Jakobsson fiskifræðingur segir frá því að síld hafi verið höfð í matinn á æskuheimili hans á Norðfirði, hvernig hún var meðhöndluð og elduð. Hann segir líka frá sjómennsku með föður sínum og alnafna sem reri frá Strönd í Norðfirði. Jakob yngri var mótoristi hjá föður sínum nokkur sumur sem unglingur og við heyrum hvernig sjómennirnir notuðu mið og hvað þeir gerðu þegar þoka var og miðin sáust ekki. Jakob segir frá sjóhúsi föður síns og vinnunni þar og báti sem var smíðaður þar einn veturinn. Við heyrum líka í Skúla Alexanderssyni, athafnamanni á Hellissandi og fyrrverandi alþingismanni. Hann er alinn upp í torfbæ á bænum Kjós í Reykjarfirði á Ströndum og þar var auðvitað skekta eins og gekk og gerðist á bæjum á Ströndum og fiskmetis aflað, meðal annars til að birgja heimilið upp fyrir veturinn. Skúli man þegar síldarverksmiðjan mikla reis í Djúpuvík sem var næsti bær við Kjós og hann segir frá því ævintýri líka. Loks er rætt við Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi sjómann, útgerðarmann og þingmann. Hann er frá Húsavík og mun vera með þeim allrasíðustu sem muna enn selveiðarnar sem stundaðar voru á Skjálfanda. Jón lýsir veiðunum, útbúnaði, klæðnaði og fleiru. Hann fer líka með og kveður selavísur eftir Theodór Friðriksson.

Er aðgengilegt til 07. ágúst 2025.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,