12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 15. maí 2024
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Flestir þeirra sem störfuðu hjá Quang Lé og sættu mögulega mansali hafa fengið aðra vinnu og geta dvalið hér áfram. Vinnumálastofnun fylgist vel með þeim fyrirtækjum sem bjóða fólkinu vinnu svo ekki verði brotið á því.

Ný lög um um erlenda erindreka, sem voru samþykkt í Georgíu í gærkvöld, hafa slæm áhrif á stöðu landsins í hinum frjálsa heimi, segir utanríkisráðherra sem er í Tiblisi ásamt fleiri leiðtogum til að ræða við valdhafa.

Það er óásættanlegt að byggja mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn svo nærri uppbyggingu laxeldis, segir forstjóri fiskeldisfyrirtækisins First Water. Forseti bæjarstjórnar segir athugasemdir fyrirtækisins koma flatt upp á bæjaryfirvöld.

Hvorki umhverfisráðuneytið né utanríkisráðuneytið vissi fyrr en eftir á af fundum Höllu Hrundar Logadóttur með argentínskum ráðherrum. Ráðuneytisstjórar gerðu athugasemdir við fundina og undirritun viljayfirlýsingar.

Umboðsmaður Alþingis beinir því til heilbrigðisráðuneytisins að finna þegar markvissar og raunhæfar leiðir til að fækka kvörtunarmálum sem bíða afgreiðslu hjá Landlækni. Vandinn sé ærinn, hafi verið það um árabil og fari vaxandi.

Mikil töf varð á því að dráttarbáturinn Grettir sterki lagði af stað með uppsjávarskipið Jón Kjartansson til Danmerkur í brotajárn. Grettir reyndist ekki í lagi og var beinlínis götóttur.

Valur og Grindavík leika til úrslita á Íslandsmóti karla í körfubolta. Liðin unnu oddaleiki sína í undanúrslitum í gær en leikirnir voru misspennandi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,