17:03
Lestin
Hljóðfærasafn Tryggva Hansen, ættarmót, Fallout-rýni
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Tryggvi Hansen hefur um áratuga skeið lagt stund á myndlist, torfhleðslu, og tónlist, en hann er mikill áhugamaður um þjóðhætti, þjóðfræði, sögu og heimspeki. Við kíkjum í heimsókn til Tryggva á Gufunesi, ræðum við hann um lífið og listina, og skoðum hluta úr hljóðfærasafni hans.

Brynja Hjálmsdóttir spilaði Fallout tölvuleikinn á sínum tíma. Nú hafa verið gerðir samnefndir sjónvarpsþættir byggðir á leiknum, sem gerast eftir 200 ár og kjarnorkustyrjöld. Brynja rýnir í þættina.

Við kíkjum líka í Ásmundarsal og ræðum við Önnu Margréti Ólafsdóttur sem er með opna vinnustofu í Gryfjunni. Hún er að rannsaka ættarmót og vill endilega spjalla við sem flesta um málið. Einnig leitar hún að fólki sem gæti tekið það að vera í ættarmótsnefnd, en hún sér fyrir sér að halda ættarmót næsta sumar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,