19:00
Endurómur úr Evrópu
Endurómur úr Evrópu

Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.

Hljóðritun frá tónleikum pólsku kammersveitarinnar Arte dei Suonatori sem fram fóru á Barokkhátíðinni í Kaupmannahöfn, í september í fyrra.

Á efnisskrá eru verk sem tengjast tónlistarhjónunum Faustinu Bordoni sópran og tónskáldinu Johann Adolph Hasse. Flutt eru verk eftir Hasse auk verka sem samnin voru sérstaklega fyrir Bordoni eftir Nicola Porpora, Antonio Maria Bononcini, Johann Joachim Quantz, Georg Friedrich Händel, Antonio Vivaldi og Leonardo Vinci.

Einsöngvari: Francesa Lombardi Mazzulli.

Einleikarar: Alon Sariel á mandólín og Ursula Paludan Monberg á horn.

Umsjón: Sigrún Harðardóttir.

Var aðgengilegt til 14. júní 2024.
Lengd: 1 klst. 21 mín.
,