Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Annar þáttur um suðurafríska auðjöfurinn Elon Musk. Í þessum þætti er fjallað um flutning hans til Kanada og síðar Bandaríkjanna og fyrstu skref í fyrirtækjarekstri.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínill vikunnar er Spilverk þjóðanna með samnefndri hljómsveit frá árinu 1975.
Hlið A:
1. Muse
2. Plant no trees
3. Lazy Daisy
4. Lagið sem hefði aldrei átt að vera leikið
5. Of My Life
6. Going Home
Hlið B:
1. The Lemon Song
2. Snowman
3. Icelandic Cowboy
4. L'escalier
5. Sixpence Only
6. Muse II
7. Remember
8. Old man
Umsjón: Þorgerður E. Sigurðardóttir.
10 þátta röð fyrir Rás 1 í umsjón Þorgerðar E. Sigurðardóttur og Halldórs Guðmundssonar.
Ísland og Kaupmannahöfn í spegli bókmenntanna: Í þáttunum verða þessi aldalöngu tengsl skoðuð frá mörgum sjónarhornum. Kaupmannahöfn var í næstum 500 ár eins konar höfuðborg Íslands, aðsetur stjórnsýslunnar, æðsta dómstólsins og konungsins. Sumir Íslendingar hröktust þangað eða voru fluttir til borgarinnar nauðugir, aðrir leituðu þar frelsis og réttinda sem þeir nutu ekki heima. Hvernig kom borgin þeim fyrir sjónir, hvernig breytti hún viðhorfum þeirra eða umturnaði lífshlaupinu? Óvíða sést þetta betur en í bókum Íslendinganna sjálfra og hér verður leitað fanga í þeim og rætt við rithöfunda og ýmsa sérfræðinga, auk þess sem heyra má áhugaverð brot úr safni RÚV í bland við ýmiss konar tónlist. Til verður mynd sem er stundum fögur, stundum óhugnanleg en alltaf forvitnileg.
Fyrstu Íslendingarnir sem skrifa ferðasögur eiga allir leið um Kaupmannahöfn. Hvernig varð þeim við að koma frá þessari afskekktu eyju í aldagamla borg? Hvernig mótaði hún sjálfsmynd þeirra?
Rætt við Steinunni Ingu Óttarsdóttur og Gunnþórunni Guðmundsdóttur.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru: Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks og Víðir Reynisson þingmaður Samfylkingarinnar. Þau ræddu meðal annars um rýmingar í Neskaupstað og á Seyðisfirði, samgöngumál, Donald Trump bandaríkjaforseta, vopnahlé á Gaza, kjaradeilu kennara og komandi formannskjör í Sjálfstæðisflokknum.
Umsjón: Höskuldur Kári Schram
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Útvarpsfréttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ætlar að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á morgun. Guðrún Hafsteinsdóttir segist íhuga framboð alvarlega. Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnir um sína ákvörðun fljótlega.
Ísraelsk stjórnvöld segja Hamas-samtökin hafa brotið skilmála vopnahléssamningsins með því að sleppa hermönnum á undan almennum borgurum. Hamas-samtökin slepptu fjórum ísraelskum hermönnum úr haldi í morgun.
Atvinnuvegaráðherra segir aflabrest í loðnuveiðum vonbrigði enda blasi töluvert tekjutap við. Hún býst við að fylgja niðurstöðu Hafrannsóknarstofnunar um að leyfa ekki loðnuveiðar í vetur. Lokaniðurstaða leiðangurs stofnunarinnar liggur fyrir um næstu helgi.
Ríkisstjórnin ætlar að ráðast í bráðaaðgerðir til að mæta erfiðri stöðu á leigumarkaði eins fljótt og auðið er. Leiguverð hækkaði um tæp þrettán prósent á síðasta ári á sama tíma og almennt verðlag hækkaði um tæp fimm prósent.
Oft er auglýst eftir matráðum í skóla og heilbrigðisstofnanir, þrátt fyrir að matartæknar séu sérstaklega menntaðir í þessar stöður. Þetta segir formaður Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta þarf að treysta á önnur úrslit til þess að komast í 8-liða úrslit á heimsmeistaramótinu. Ísland tapaði með sex mörkum fyrir Króatíu í gær og sigur gegn Argentínu á morgun dugir nú ekki.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í vikunni vel á annað hundrað forsetatilskipanir. Það gæti átt eftir að reyna á einhverjar þeirra fyrir dómstólum. Og líka hvaða heimildir Trump hefur í embætti sem er alltaf að verða valdameira og valdameira. Í þættinum í dag ætlum við að bera saman síðasta kjörtímabil Trumps og það sem er fram undan núna með Ólafi Jóhanni Ólafssyni rithöfundi og Hilmari Þór Hilmarsyni, prófessor við háskólann á Akureyri, sem ræðir Úkraínustríðið og möguleikann á friðarviðræðum. Hilmar óttast að Úkraínumenn þurfi að gefa eftir land til Rússa, þeir hafi yfirhöndina á vígvellinum og ef það verði samið, þá verði það mikið til á forsendum Rússa.
Svo fjallar Hallgrímur Indriðason um andlega heilsu íþróttafólks. Það er aukin vitund um álagið sem fylgir því að vera afreksíþróttamaður og hvaða áhrif það getur haft á íþróttafólk. Hallgrímur talar við Hafrúnu Kristjánsdóttir, sálfræðing og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Ásta Fanney Sigurðardóttir er ljóðskáld, tónskáld og myndlistarkona. Hún spilaði einu sinni á bláa rafmagnsfiðlu, hefur gefið út fjölda ljóðabóka og ferðast með ljóð og ljóða- og listgjörninga víða um heim. Á Myrkum músíkdögum flytur hún hljóðverkið Glossolalia, sem vísar í það þegar fólk talar tungum.
Tónlist úr ýmsum áttum
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Fjallað er um björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein í Sandgerði, endurnýjun skipaflota landsins og eitt af eftirminnilegustu útköllum áhafnar Hannesar.
Umsjón: Bryndís Ósk Pálsdóttir
Mörg af helstu snilldarverkum stórsveita svingtímans hafa lengi verið ófáanleg , nema í misjöfnum diskaútgáfum ýmissa fyrirtækja, sem hafa nýtt sér að útgáfuréttur rennur út fimmtíu árum eftir hljóðritun, og hafa þá aðeins haft aðgang að útgefnu efni á lakk- og vínýlplötum.
Þetta er önnur þáttaröðin þar sem sótt er í gullkistu Mosaic og hér verður áfram fjallað um stórsveitirnar, einleikarana og söngvarana, sem heilluðu heimsbyggðina á gullaldarárum svingsins og seldu hljómplötur í hundruðum milljóna eintaka.
Umsjón: Vernharður Linnet
1.Þáttur.
Fletcher Henderson stjórnaði fyrstu raunverulegu djassstórsveitinni sem náði vinsældum og með honum vann fyrsti stórútsetjari djassins, Don Readman. Louis Armstrong blés um tíma hljómsveit Hendersons, en höfuðeinleikari hans á blómatímanum stórsveitarinnar1927-1934 var tenórsaxófónleikarinn Coleman Hawkins og um það tímabil verður fjallað í þessum þætti.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Við rifjum upp hvaða bækur eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem styttist óðum í að verði afhent, við gerum smá úrklippu úr umfjöllunum gagnrýnenda um nokkrar bækur.
Í bókinni Gengið til friðar: Saga andófs gegn herstöðvum og vígbúnaðarhyggju 1946 til 2006 er langur og ítarlegur kafli um áhrif herstöðvarinnar á íslenskar bókmenntir en mörg skáld gerðu veru hers á Íslandi og stríð að yrkisefni sínu áratugum saman. Einar Ólafsson skáld og bókavörður segir frá.
Og stríð og bókmenntir halda svo áfram í lokin - við förum býsna langt aftur í vestrænni bókmenntasögu, eins langt og hægt er mætti alveg segja. Í lok þáttar fjöllum við um söguljóð Hómers, Ilíonskvðu. Gottskálk Jensson prófessor í bókmenntafræði kemur til mín og segir frá heiftarreiði Akkilesar, orsök og afleiðingum, meðal annars í samhengi við bókina Akkiles í Víetnam eftir bandaríska sálfræðinginn Dr. Jonathan Shay. Hvernig tala Hómerskviður til fólks næstum 3000 árum síðar?
Viðmælendur: Einar Ólafsson og Gottskálk Jensson
Upplestur: Svava Jakobsdóttir les úr Leigjandanum, Arnar Jónsson les ljóðið Stríð eftir Ara Jósefsson og Erlingur Gíslason les upphafið að Ilíonskviðu
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Ingi Bjarni Skúlason, Magnús Trygvason Eliassen, Hilmar Jensson, Jormin, Anders - Hægur dans.
Kvintett Miles Davis 1965 - Little one.
Kvintett Red Garland - What is there to say.
Hist og - Straight eyes.
Kvartett víbrafónleikarans Milt Jackson - Stress and trauma.
Duke Ellington & John Coltrane - Stevie.
Erskine, Peter, Jack Magnet Science - Dreams of Delphi.
Kvintett Tony Williams - Gambia.
Besiakow, Ben, Melgaard, Jens, Björn Thoroddsen, Markussen, Uffe, Riel, Alex - Quintet.
Potter, Chris - Dream of home.
Fréttir
Fréttir
Úrræðaleysi þegar kemur að einstaklingum sem metnir eru hættulegir er óboðlegt, segir dómsmálaráðherra. Ný ríkisstjórn hyggst taka málið föstum tökum.
Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir kennara ekki tilbúna til að slá af sínum kröfum. Það yrði slæmt ef kjaradeilan myndi enda með því að lög yrðu sett á verkfall.
Líðan kvennanna fjögurra sem var sleppt úr haldi Hamas samtakanna í dag er sögð stöðug. Á sama tíma var 200 palestínskum föngum sleppt úr ísraelskum fangelsum.
Spreyjað var á Alþingishúsið og styttu sem stendur við bygginguna í dag.
Karlmaður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn barni.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Annar þáttur um suðurafríska auðjöfurinn Elon Musk. Í þessum þætti er fjallað um flutning hans til Kanada og síðar Bandaríkjanna og fyrstu skref í fyrirtækjarekstri.
Veðurfregnir kl. 18:50.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Jónatan Garðarsson valdi.
Kvartett Francesco Cafiso leikur lögin Imagination, Polka Dots and Moonbeams, Lullaby of Birdland, What's New, Speak Low og Willow Weep For Me. Kvartett Gerry Mulligan og Chet Baker flögin Five Brothers, Ide's Side, Funhouse, Tea For Two, I Can't Get Started, Darn That Dream og My Funny Valentine. John Dankwort leika lögin Stompin' At The Savoy, Days Of Wine And Roses, Moon Valley, Son Of Sparky, Spooks og Close To You.
Átta þátta röð um eyjuna sem minni í bókmenntasögu Vesturlanda. hefst í dag. Fjallað um forvitnilegra eyjar í vestrænum bókmenntum og
rýnt í það líf sem þar er lifað.
Umsjónarmaður er Arthúr Björgvin Bollason. Lesari með umsjónarmanni er Svala Amardóttir.
(1997)
Í þættinum er fjallað um sögu skáldsins D.H. Lawrance „Maðurinn sem elskaði eyjar". Síðan er fjallað um eylandið Útópíu og það mannlíf sem þar þrífst.
Veðurfregnir kl. 22:05.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan bregður á fóninn nokkrum plötum úr dönsku safnröðinni Øjeblikkets favoritter. Þar hljóma vinsæl lög frá ýmsum löndum, öll sungin á dönsku, af stjörnum augnabliksins s.s. Gitte Hænning, Bjørn Tidmand, Ulla og Mikael Neumann og Keld & The Donkeys. Meðal þekktra laga sem fá danskan búning eru Honey eftir Bobby Russell, Meraviglioso eftir Domenico Modugno og Cinderella Rockefeller sem Esther og Abi Ofarim frá Ísrael sungu, öll frá árinu 1968. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru: Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks og Víðir Reynisson þingmaður Samfylkingarinnar. Þau ræddu meðal annars um rýmingar í Neskaupstað og á Seyðisfirði, samgöngumál, Donald Trump bandaríkjaforseta, vopnahlé á Gaza, kjaradeilu kennara og komandi formannskjör í Sjálfstæðisflokknum.
Umsjón: Höskuldur Kári Schram
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Útvarpsfréttir.
Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Staðir og fólkið sem þeim fylgja hafa djúp áhrif á manneskjuna og þannig er farið með Kristján Þórð Snæbjarnarson, verkalýðsforkólf og nýkjörinn þingmann, líka. Kristján Þórður segir okkur af þessum stöðum og sögurnar sem þeim fylgja í skemmtilegri fimmu.
Í síðari hluta þáttarins er kíkt á það sem gerðist á þessum degi í tónlistarsögunni og umsjónarmaður byrjar að spila tónlist sem tengist lögunum sem verða í Söngvakeppninni í ár.
Útvarpsfréttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ætlar að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á morgun. Guðrún Hafsteinsdóttir segist íhuga framboð alvarlega. Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnir um sína ákvörðun fljótlega.
Ísraelsk stjórnvöld segja Hamas-samtökin hafa brotið skilmála vopnahléssamningsins með því að sleppa hermönnum á undan almennum borgurum. Hamas-samtökin slepptu fjórum ísraelskum hermönnum úr haldi í morgun.
Atvinnuvegaráðherra segir aflabrest í loðnuveiðum vonbrigði enda blasi töluvert tekjutap við. Hún býst við að fylgja niðurstöðu Hafrannsóknarstofnunar um að leyfa ekki loðnuveiðar í vetur. Lokaniðurstaða leiðangurs stofnunarinnar liggur fyrir um næstu helgi.
Ríkisstjórnin ætlar að ráðast í bráðaaðgerðir til að mæta erfiðri stöðu á leigumarkaði eins fljótt og auðið er. Leiguverð hækkaði um tæp þrettán prósent á síðasta ári á sama tíma og almennt verðlag hækkaði um tæp fimm prósent.
Oft er auglýst eftir matráðum í skóla og heilbrigðisstofnanir, þrátt fyrir að matartæknar séu sérstaklega menntaðir í þessar stöður. Þetta segir formaður Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta þarf að treysta á önnur úrslit til þess að komast í 8-liða úrslit á heimsmeistaramótinu. Ísland tapaði með sex mörkum fyrir Króatíu í gær og sigur gegn Argentínu á morgun dugir nú ekki.
Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Kristján Freyr setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi hverju sinni og velur taktvissa tónlist við hæfi.
Helgarútgáfan heilsar að venju að loknum hádegisfréttum og þá fer Kristján Freyr yfir allt það helsta í menningu og málefnum líðandi stundar. Leikstjórinn Ragnar Bragason setti nýverið endapunkt á sitt nýjasta verkefni sem hefur verið í ferli síðustu 5 ár, það er sjónvarpsþáttaserían Felix og Klara sem mun skarta þeim Jóni Gnarr og Eddu Björgvins meðal annarra. Ragnar sagði frá verkefninu og ræddi um átrúnaðargoð sitt David Lynch sem féll frá á dögunum auk þess að nefna nokkrar góðar myndir sem tilnefndar voru til Óskarsverðlaunanna í vikunni. Loks heyrðum við í Völu Baldursdóttur gusumeistara sem heldur gusumeistaranámskeið víða um land. Hún sagði okkur frá töfrum sánagús. Svo var það auðvitað taktföst tónlistin sem réð ríkjum.
Frá kl. 13:45
Greiningardeildin, Bogomil Font - Bíttu í það súra.
UNUN - Heilræðavísur.
LJÓTU HÁLFVITARNIR - Hættissuvæli.
Johnson, Holly - Love train.
Valgeir Guðjónsson - Ástin Vex Á Trjánum.
GUS GUS & VÖK - Higher.
ALICIA KEYS & JAY-Z - Empire State Of Mind.
Nýdönsk - Fyrsta skiptið.
Amor Vincit Omnia - Do You.
BJÖRK - Isobel.
Crowded House - Weather with you (radio edit).
Frá kl. 14:00
Supersport! - Fingurkoss.
Young, Lola - Messy.
Felix og Klara - Mugison
BOBBY VINTON - Blue Velvet.
Á MÓTI SÓL - Spenntur.
MUGISON & GDRN - Heim (Hljómskálinn 2020).
Beyoncé - Bodyguard.
LENNY KRAVITZ - Fly Away.
Frá kl. 15:00
Una Torfadóttir - Þú ert stormur (Pride lagið 2023).
JEFF BUCKLEY - Last Goodbye.
THE CORAL - In The Morning.
BJARTMAR & BERGRISARNIR - Negril.
DannyLux, Black Keys, The - Mi Tormenta.
DEPECHE MODE - Just can't get enough.
JESSIE WARE - Free Yourself.
SUPERGRASS - Mary.
SOPHIE ELLIS BEXTOR - Murder On The Dancefloor.
THE STROKES - Hard To Explain.
DUA LIPA - Dance The Night.
Ngonda, Jalen - Illusions.
Umsjón: Ragga Holm.
Útvarpsfréttir.
Fréttir
Fréttir
Úrræðaleysi þegar kemur að einstaklingum sem metnir eru hættulegir er óboðlegt, segir dómsmálaráðherra. Ný ríkisstjórn hyggst taka málið föstum tökum.
Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir kennara ekki tilbúna til að slá af sínum kröfum. Það yrði slæmt ef kjaradeilan myndi enda með því að lög yrðu sett á verkfall.
Líðan kvennanna fjögurra sem var sleppt úr haldi Hamas samtakanna í dag er sögð stöðug. Á sama tíma var 200 palestínskum föngum sleppt úr ísraelskum fangelsum.
Spreyjað var á Alþingishúsið og styttu sem stendur við bygginguna í dag.
Karlmaður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn barni.
Fréttastofa RÚV.
Atli Már Steinarsson tekur á móti gesti sem fer í gegnum lög sem viðmælendur koma með sem svör við ákveðnum spurningum. Hvað var fyrsta lagið sem þú hlustaðir á aftur og aftur? Hvaða lag myndiru spila til að loka frábærum degi? Hvert er jarðarfaralagið þitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem poppa upp en svo fylgir einhverskonar æviágrip með í kjölfarið.
Hún hefur marga hatta, of marga kannski? Elín Hall hefur komið víða við, meðal annars í Lagalistanum fyrir löngu síðan. Þessvegna er tilvalið að bjóða henni aftur í heimsókn og sjá hvernig svörin við spurningunum hafa breyst og fara aðeins yfir allt sem hefur gerst fyrir hana sjálfa síðan þá.
Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
Þetta var einstaklega ljúf Næturvakt. Fjöldinn af óskalögum eins og venjulega og hlustendur í beinni.
Tónlist þáttarins:
SAM & DAVE - Soul Man.
Gleðilegt fokking ár - Janúar.
FACES - Ooh La La.
SUPERGRASS - Moving.
ETTA JAMES - I'd Rather Go Blind.
Una Torfadóttir, Elín Hall - Bankastræti.
CELESTE - Love Is Back.
JANIS JOPLIN - Piece Of My Heart.
ELVIS PRESLEY - He Knows Just What I Need.
Magni Ásgeirsson - Nú kemur vorið (Á bátadekki).
Berry, Chuck - You never can tell.
Rúnar Júlíusson, Kristján Kristjánsson - Ég er sko vinur þinn.
Roxette - Crash! boom! bang!.
FOGHAT - Slow Ride.
BOTNLEÐJA - Villtu vera memm.
KLARA ELIAS - Eyjanótt.
THE CLASH - The Magnificent Seven.
BIRGIR HANSEN - Poki.
Ham hljómsveit - Musculus.
CREAM - I Feel Free.
CREEDENCE CLEARWATER REVIVAL - Down On The Corner.
Bubbi Morthens - Syneta.
LINK WRAY - Fever.
SPRENGJUHÖLLIN - Glúmur.
Jon Spencer Blues Explosion, The - Bellbottoms.
SKY REPORTS - Ofboðslega frægur.
RAGGI BJARNA OG MILLJÓNAMÆRINGARNIR - Smells Like Teen Spirit.
SCORPIONS - Wind of change.
HREIMUR, MAGNI, BERGSVEINN OG GRETTISKÓRINN - Lífið er yndislegt.
FRANKIE GOES TO HOLLYWOOD - Power of love.