Litla flugan

Øjeblikkets favoritter 1967-69

Litla flugan bregður á fóninn nokkrum plötum úr dönsku safnröðinni Øjeblikkets favoritter. Þar hljóma vinsæl lög frá ýmsum löndum, öll sungin á dönsku, af stjörnum augnabliksins s.s. Gitte Hænning, Bjørn Tidmand, Ulla og Mikael Neumann og Keld & The Donkeys. Meðal þekktra laga sem danskan búning eru Honey eftir Bobby Russell, Meraviglioso eftir Domenico Modugno og Cinderella Rockefeller sem Esther og Abi Ofarim frá Ísrael sungu, öll frá árinu 1968. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Frumflutt

15. nóv. 2014

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Litla flugan

Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Þættir

,