16:05
Síðdegisútvarpið
Áfallasaga kvenna,Grindvíkingar vitja eigna sinna,frískápsvandræði og veðrið
Síðdegisútvarpið

Ríflega 30 þúsund konum, sem tóku þátt í rannsókninni Áfallasaga kvenna á árunum 2018-2019, býðst nú að taka þátt í eftirfylgdarrannsókn með því að svara nýjum spurningalista um áföll, lífsstíl og heilsufar. Rannsóknin er einstök á heimsvísu og hefur fyrsti hluti hennar leitt í ljós afar áhugaverðar niðurstöður um tíðni ýmissa áfalla og tengsl þeirra við heilsufar kvenna á Íslandi. Arna Hauksdóttir, prófessor og einn aðalrannsakandi Áfallasögu kvenna kemur til okkar í þáttinn og segir okkur betur frá helsu niðurstöðum fyrri rannsóknar og hvað sé nákvæmlega verið að rannsaka í þeirri seinni.

Fyrir helgi fór fram kynning á Lífsbrú miðstöð sjálfsvígsfornvarna hér á landi og Lífsbrú sjóði í húsakynnum embætti landslækni og kom Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna til okkar. Staðan er sú að á Íslandi deyja árlega að meðaltali 39 einstaklingar í sjálfsvígi og er meira en helmingur þeirra yngri en 50 ára. Við ætlum að beina sjónum okkar enn frekar að þessum viðkvæma málaflokk í dag og fá til okkar Ingibjörgu Isaksen sem lagði þann 1.desember fram tillögu til þingsályktunar um rannsókn á orsakaferli í kjölfar sjálfsvígs. En hvað felst í tillögunni? Ingibjörg segir okkur frá því á eftir.

Við höfum nokkrum sinnum fjallað um frískápa hér í Síðdegisútvarpinu en þeir hafa verið að dúkka upp á ýmsum stöðum hér á höfuðborgarsvæðinu og hefur mikil ánægja ríkt í kringum verkefnið. Nú eru uppi hugmyndir um að loka frískápnum í Mosfellsbænum og ástæðan er slæm umgengni við heyrum í Gerði Pálsdóttur sem hefur haft veg og vanda af frískápnum i Mosó,

Grindvíkingar fóru heim til sín í dag til að sækja eitthvað af eigum sínum. Leiðindaveður og færð setti strik í reikninginn hjá einhverjum. Við ætlum að heyra í Páli Val Björnssyni á eftir en hann er einn þeirra sem ætlaði að freista þess að komast heim.

Við rákum augun í það að verslunarkeðjan Lindex hefur sett af stað verkefnið Gefðu það áfram. Með verkefninu er Lindex að taka næsta skref í átt að sjálfbærni og nú býðst viðskiptavinum þeirra að koma með gömul barnaföt frá þeim í verslanir og fá fyrir það innleggsnótu. Notuðu fötin mun verslunin síðan selja áfram til þeirra er kjósa að kaupa notað en ekki nýtt. Við ætlum að forvitnast um tilurð þessa verkefnis á eftir og heyra í Albert Þór Magnússyni umboðsaðila Lindex á Íslandi.

En við ætlum að byrja á veðrinu og veðurspánni. Það hefur verið leiðindaveður víða í dag, éljagangur og slydduél sem aftur gerir það að verkum að færðin verður óskaplega leiðinleg. Á línunni hjá okkur er Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Er aðgengilegt til 28. janúar 2025.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,