Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Siguvin Lárus Jónsson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Niðurskurður samkeppnissjóða Vísinda- og tækniráðs nemur rúmum milljarði á árinu, samkvæmt fjárlögum. Vísindafólk hefur mótmælt þessu og jafnvel talað um að þetta jafngildi hópuppsögn á ungum vísindamönnum því færri fái tækifæri til að stunda rannsóknir. Erna Magnúsdóttir dósent og Eiríkur Steingrímsson prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands ræddu þetta.
Kjósa þarf milli tveggja efstu frambjóðenda til forseta í Finnlandi, en fyrri lotu kosninga lauk í gær án þess að einn frambjóðandi fengi afgerandi kosningu. Helga Hilmisdóttir rannsóknardósent hjá Árnastofnun fór yfir finnsku forsetakosningarnar með okkur.
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, var gestur okkar í síðasta hluta þáttarins. Við forvitnuðumst um stöðu atvinnuleysis í fyrra og útlitið fyrir þetta ár, og töluðum líka um stöðu Grindvíkinga.
Umsjón: Þórunn Elísabet Bogadóttir og Eyrún Magnúsdóttir.
Tónlist:
Mitchell, Joni - Carey.
Asa Trio - Cold Feet.
Sigríður Thorlacius - Svefnljóð (Ef sofnað ég get ekki síðkvöldum á).
Stewart, Dave, Jagger, Mick - Old habits die hard.
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Nýlegar upptökur með íslenskum söngkonum.
Leikin eru lögin Frá liðnu vori og Ást fyrir tvo með Katrínu Halldóru Sigurðardóttir, Andblær og Vötnin með Láru Rúnarsdóttur, Vaknaðu og Maybe Someday með Elízu Newman og Dreamer, From the Start, Misty og Bewitched með Laufeyju.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Íslensk Erfðagreining tilkynnti rétt fyrir útsendingu Mannlega þáttarins að vísindamenn á þeirra vegum, hér á landi, í Danmörku og Bandaríkjunum hafi fundið erfðabreytileika sem hefur áhrif á endurröðun erfðaefnis og eykur líkur á fósturláti. Í erfðarannsókninni tóku þátt yfir 114 þúsund konur sem misst hafa fóstur. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar og Valgerður Steinþórsdóttir, vísindamaður og verkefnastjóri hjá ÍE, komu í þáttinn og útskýrðu betur fyrir okkur þessa rannsókn og niðurstöður hennar.
Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni, en þetta var 70. Vinkillinn sem við fáum frá honum. Í dag lagði hann vinkilinn að því sem hann kallar þjóðfræðinördisma, snjó á trjágreinum, Finnland og fræga Finna, auk þess sem finnska þjóðkvæðið Kalevala og uppruni þess fær töluverða athygli.
Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir. Hún var að hætta störfum á Bókasafni Vestmannaeyja og eins og hún segir sjálf þá er hún að nota í fyrsta skipti titilinn eftirlaunaþegi. Við spurðum hana út í hennar störf á bókasafninu og fengum svo auðvitað að vita hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina.
Sigrún Inga talaði um eftirfarandi bækur:
Banvænn fundur e. Anders de la Motte og Måns Nilsson
Morð á opnu húsi e. Anders de la Motte og Måns Nilsson
Sjö systur e. Lucindu Riley
Vakandi hugur, vökult hjarta e. Thomas Keating
Bókin um fyrirgefninguna e. Desmond Tutu
Pollýanna e. Eleanor H. Porter
Svo talaði Sigrún um höfundana Agöthu Christie, Ragnar Jónasson og Yrsu Sigurðardóttur, Arnald Indriðason og Sólveigu Pálsdóttur
Tónlist í þætti dagsins:
Þorparinn / Pálmi Gunnarsson (Magnús Eiríksson)
Bird on a Wire / Leonard Cohen (Leonard Cohen)
Baba oni taxi / J.O. Oyesiku and his Rainbow Quintette
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Grindvíkingar fengu að fara heim og vitja eigna sinna í morgun í fyrsta sinn frá gosi. Þæfingsfærð á Suðurstrandarvegi gerði ökumönnum erfitt fyrir í morgun.
Stjórnvöld í Íran þvertaka fyrir að bera nokkra ábyrgð á árás sem gerð var á bækistöðvar Bandaríkjahers í Jórdaníu í gær, þar sem þrír hermenn létust. Þrengt er að Bandaríkjaforseta og hann krafinn um að bregðast hart við.
Fulltrúi Framsóknarflokks í utanríkismálanefnd Alþingis gagnrýnir utanríkisráðherra fyrir samráðsleysi þegar hann tók ákvörðun um að fresta greiðslum til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna.
Mótmæli þúsunda franskra bænda í dag settu umferð í París rækilega úr skorðum. Versnandi lífskjör eru bændum efst í huga í þessu helsta landbúnaðarríki ESB. 15 þúsund lögreglumenn standa vaktina í París frönsku höfuðborginni.
Oddviti Viðreisnar í bæjarráði Kópavogs vill ekki að ráðist verði í umfangsmikla uppbyggingu fyrir eldri borgara í landi Gunnarshólma. Jörðin sé utan vaxtarsvæðis höfuðborgarsvæðisins, á vatnsverndarsvæði og að auki sé ekki fýsilegt að einangra eldri borgara með þessum hætti.
Kona sem er ákærð fyrir að drepa mann í Bátavogi í Reykjavík í september vill ekki að gert sé annað mat á sakhæfi hennar. Hún hefur þegar sætt geðmati. Héraðssaksóknari óskaði eftir öðru mati en konan hefur kært þá ákvörðun.
Óhætt er að ætla að Brennisteinsfjöll séu að rumska, að mati prófessors í eldfjallafræði. Jarðskjálftahrina var suðaustur af höfuðborgarsvæðinu um helgina.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Falsararnir úr stóra málverkafölsunarmálinu svokallaða eru enn að leika fólk grátt mörgum árum eftir að rannsóknum á brotum þeirra var hætt. Í lok síðasta árs seldist verk eftir Svavar Guðnason á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Danmörku. Verkið hafði handbragð falsara, samkvæmt Ólafi Inga Jónssyni, forverði á Listasafni Íslands. Kaupandinn var lögmaðurinn Knútur Bruun sem hefur verið baráttumaður fyrir réttindum myndhöfunda og beitt sér fyrir því að hægt verði að gera falsanir úr stóra fölsunarmálinu, upptækar með lögum.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við ætlum að ræða um lýðræði, umræðuhefð og samtöl. Borgarbókasafnið hefur í nokkur ár boðað til Opins samtals um ýmis málefni, fólk getur þá komið og speglað sig í samborgurum sínum og rætt málin. Dögg Sigmarsdóttir, verkefnastjóri Borgaralegrar þátttöku á Borgarbókasafninu, ætlar að ræða þetta fyrirbæri, opið samtal, við okkur hér rétt á eftir.
Við kynnum okkur Íðorðbanka Árnastofnunar en hlutverk hans er meðal annars að safna fræðiheitum og sameina þau þannig að ekki séu á kreiki mörg heiti um sama fyrirbærið. Og í bankanum eru um áttatíu orðasöfn, þar á meðal nýjasta safnið, sem er íðorðasafn í efnafræði. Við ræðum íðorð við Ágústu Þorbergsdóttur ritstjóra íðorðabankans.
Við heyrum málfarsmínútu og svo skellum við okkur á Þorrablót, og það ekkert venjulegt þorrablót. Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV rifjar upp sögulegt þorrablót sem fór fram á óvenjulegum stað,í heita pottinum í Laugardalslaug.
Í heimildarþáttunum Fangar Breta, sem sýndir eru á sunnudagskvöldum í janúar á RÚV, er fjallað um þá Íslendinga sem handteknir voru af Bretum í seinni heimsstyrjöld og vistaðir í breskum fangelsum án dóms og laga. Í útvarpsþáttunum Fangar Breta: Bakvið rimlana, er skyggnst enn frekar inn í líf þeirra sem þurftu að þola þessar hremmingar og kafað nánar ofan í baksögur fólksins sem flest sat í fangelsi fyrir litlar sem engar sakir.
Umsjón: Snærós Sindradóttir.
Handrit: Sindri Freysson.
Tónlist úr sjónvarpsþáttum um Fanga Breta: Sigurður Helgi Pálmason.
Í þættinum er sagt frá þeim Íslendingum sem sömdu við Þjóðverja um að stunda njósnir á Íslandi í skiptum fyrir siglingu heim til Íslands á stríðstímum. Einnig er sagt frá þeim Íslendingum sem Bretar álitu einfaldlega grunsamlega, þó aldrei tækist að sanna á þá fylgisspekt við nasista eða áróðursstarfsemi gegn Bretum í heimsstyrjöldinni.
Viðmælandi er Gunnlaugur Þór Pálsson.
Umsjón: Snærós Sindradóttir.
Handrit: Sindri Freysson.
Tónlist í þáttunum: Sigurður Helgi Pálmason.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Guð er að finna víða í bókmenntunum og leitina að guði. Einhverjir hafa fundið guð og halda sér fast í faðminn - aðrir hafa glatað honum af ótal ólíkum ástæðum. Guð bókmenntanna er margvíslegur og fer það alveg eftir því hvar maður drepur niður fæti - hvort það þyki almennt fínt að yrkja um guð. Og þá hvaða guð, eða guði? Guð í einhverri mynd verður einn af lyklum okkar að efni þáttarins í dag. Við ætlum að dýfa okkur í höfundarverk íslensks skálds sem við heyrðum í hér áðan tala um hvernig það er að yrkja um guð, í viðtali árið 2011... Ísak Harðarson komst í snertingu við guð á sínum ferli og fann ljóðræna, róttæka leið til þess að tjá sig um þetta tilvistarlega og trúarlega ferðalag á guðs vegum. Ísak Harðarson var afkastamikið og fjölhæft skáld, skáld íróníu og glettni en kljáðist líka við stóru spurningarnar í leit íhugull innávið. Nýtt ljóðasafn eftir Ísak leit dagsins ljós nýlega og við flettum í því. Svo hverfum við líka rúm 350 ár aftur í tímann og höldum til Englands þar sem John Milton, skáldið blinda orti söguljóðið Paradísarmissi, lykilverk enskra bókmennta, ljóð sem ort var á miklum tímamótum og markaði líka tímamót. Ljóðið var fyrst þýtt á íslensku af Jóni Þorlákssyni á Bægisá en splunkuný þýðing kom til jarðar fyrir skemmstu eftir Jón Erlendsson. Paradísarmissir fjallar um stóru sögu kristninnar, söguna sem enn er verið að segja, af syndafallinu, freistingum og breyskleika, englum og djöflum, upphafinu og endinum.
Viðmælendur: Þórður Sævar Jónsson, Kristín Svava Tómasdóttir, Ástráður Eysteinsson og Jón Erlendsson.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, fjallar í þætti dagsins um Austurvöll, heilaga staði, grjót, völd og tjöld. Einnig hittum við gítarleikarann Rúnar Þórisson sem heillaðist ungur af tónlist Suður Ameríku. Tónlist sem getur bæði verið full af gleði og trega á sama tíma. Hann hefur nú gefið út gítarplötuna Latin America þar sem hann flytur nokkur lög þekktra höfunda á borð við Piazolla, Barrios og Ayala. Við ferðumst til Parísar í þættinum og gaumgæfum skemmdarverk sem aðgerðarsinnar á vegum Riposte Alimentaire unnu á Monu Lisu á Louvre listasafninu um helgina.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Hver er kúnstin við að lýsa íþróttaleik? Lóa er að velta því fyrir sér vegna þess að hún fékk það verkefni að lýsa klifurmóti í kvöld. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson, íþróttafréttamenn á RÚV, miðla þekkingu sinni á íþróttalýsingum.
Tjaldbúðir sem hafa staðið á móti Alþingishúsinu við Austurvöll í rúman mánuð voru felldar í síðustu viku. Kyrrsetumótmælunum sem þær hýstu er þó hvergi nærri lokið.
Við heyrum fimmta og síðasta þátt örseríu Önnu Marsibil Clausen frá 2022, Á samviskunni. Íslensk yfirvöld hafa aldrei beðist afsökunar á eða beinlínis viðurkennt að hafa hafnað gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni sökum menningarlegs uppruna þeirra. Hvort vegur þyngra, orð eða gjörðir?
Lagalisti:
Sabreen - On Man
Kanye West - Selah
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir að utanríkisráðherra hefði átt að upplýsa utanríkismálanefnd Alþingis um ákvörðun sína um að fresta greiðslum til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við Palestínu.
Grindvíkingar fengu að bjarga verðmætum úr bænum í fyrsta sinn síðan í eldgosinu 14. janúar. Vont veður tafði för margra. Rætt við Grindvíkinginn Einar Dagbjartsson
Bændur lokuðu fyrir stofnæðar í París í dag, með heyböggum Þeir krefjast betri vinnuaðstæðna.
Mótmælaaðgerðir franskra bænda settu samgöngur úr skorðum í París í dag. Þeir lokuðu fyrir stofnæðar með heyböggum og vinnuvélum til að þrýsta á um betri vinnuaðstæður.
Litlu kaffistofunni var lokað rétt eftir klukkan eitt í dag eftir að eldingu sló niður við húsið og öllum raftækjum sló út. Rætt við Elínu Hlöðversdóttur, eiganda Litlu kaffistofunnar.
Veður var að mestu hagstætt á síðasta ári samkvæmt úttekt Veðurstofu. Illviðri voru tiltölulega fátíð, en árið var þó í svalara lagi miðað við fyrri ár.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Anna Lísa Hermannsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
29. janúar 2024
Daginn eftir að Alþjóðadómstóllinn í Haag ákvað að taka til efnislegrar meðferðar kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríki fyrir brot á alþjóðalögum um þjóðarmorð sökuðu Ísraelsmenn tólf af um það bil 30.000 starfsmönnum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna við Palestínu um aðild að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október síðastliðinn. Í kjölfarið ákváðu nokkur ríki, þar á meðal Ísland, að frysta greiðslur til stofnunarinnar. Rætt er við Svein Rúnar Hauksson, lækni og stjórnarmann í Félaginu Ísland-Palestína, um þessa atburði.
Sérfræðingar í málefnum Miðausturlanda eru margir uggandi yfir því að ástandið eigi eftir að versna enn frekar eftir að þrír bandarískir hermenn féllu í drónaárás á bækistöðvar þeirra í Jórdaníu í gær. Íranar eru sakaðir um að hafa staðið á bak við hana. Þeir segjast hvergi hafa komið nærri. Ásgeir Tómasson segir frá.
Stefnt er að innleiðingu nýrrar sérnámsleiðar í læknisfræði, héraðslækninga – það eru lækningar í dreifbýli. Héraðslækningar verða þá undirsérgrein heimilislækninga. Eyjólfur Þorkelsson læknir sem stýrði málstofu um héraðslækningar á læknadögum segir þörfina fyrir þessa sérhæfingu mikla. Ásta Hlín Magnúsdóttir ræðir við hann.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Í Krakkakiljunni er fjallað um barnabækur úr öllum áttum, bæði gamlar og nýjar. Fulltrúar bókaormaráðs KrakkaRÚV koma í heimsókn til okkar, segja frá og spyrja höfundinn út í bókina.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Sigyn Blöndal
Í Krakkakilju kvöldsins verður farið í ferðalag um Múmíndal, þar koma við sögu Múmínsnáði, Snúður, Snabbi, Morrann og fleiri íbúar dalsins. Rætt verður við heila fjölskyldu sem elskar Múmínálfana hennar Tove Jansson. Þau Hólmfríði Helgu, Snæfríði Eddu og Höskuld Sölva.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Veðurstofa Íslands.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Í þessum þætti er rætt við Hafdísi Bjarnadóttur, Kolbein Bjarnason, Björk Níelsdóttur, Guðmund Stein Gunnarsson, Atla Ingólfsson, Gunnhildi Einarsdóttur, Matthias Engler og Davíð Brynjar Franzson um Myrka músíkdaga sem fram fara í Reykjavík í lok janúar á hverju ári.
Auk viðtala við listafólkið heyrast brot úr nokkrum tónverkum sem flutt eru á hátíðinni
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við ætlum að ræða um lýðræði, umræðuhefð og samtöl. Borgarbókasafnið hefur í nokkur ár boðað til Opins samtals um ýmis málefni, fólk getur þá komið og speglað sig í samborgurum sínum og rætt málin. Dögg Sigmarsdóttir, verkefnastjóri Borgaralegrar þátttöku á Borgarbókasafninu, ætlar að ræða þetta fyrirbæri, opið samtal, við okkur hér rétt á eftir.
Við kynnum okkur Íðorðbanka Árnastofnunar en hlutverk hans er meðal annars að safna fræðiheitum og sameina þau þannig að ekki séu á kreiki mörg heiti um sama fyrirbærið. Og í bankanum eru um áttatíu orðasöfn, þar á meðal nýjasta safnið, sem er íðorðasafn í efnafræði. Við ræðum íðorð við Ágústu Þorbergsdóttur ritstjóra íðorðabankans.
Við heyrum málfarsmínútu og svo skellum við okkur á Þorrablót, og það ekkert venjulegt þorrablót. Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri RÚV rifjar upp sögulegt þorrablót sem fór fram á óvenjulegum stað,í heita pottinum í Laugardalslaug.
Skáldsagan Tómas Jónsson: Metsölubók eftir Guðberg Bergsson kom út árið 1966. Bókin er af mörgum talin tímamótaverk í íslenskri skáldsagnagerð.
Guðbergur Bergsson les úr bók sinni Tómas Jónsson - Metsölubók.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Íslensk Erfðagreining tilkynnti rétt fyrir útsendingu Mannlega þáttarins að vísindamenn á þeirra vegum, hér á landi, í Danmörku og Bandaríkjunum hafi fundið erfðabreytileika sem hefur áhrif á endurröðun erfðaefnis og eykur líkur á fósturláti. Í erfðarannsókninni tóku þátt yfir 114 þúsund konur sem misst hafa fóstur. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar og Valgerður Steinþórsdóttir, vísindamaður og verkefnastjóri hjá ÍE, komu í þáttinn og útskýrðu betur fyrir okkur þessa rannsókn og niðurstöður hennar.
Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni, en þetta var 70. Vinkillinn sem við fáum frá honum. Í dag lagði hann vinkilinn að því sem hann kallar þjóðfræðinördisma, snjó á trjágreinum, Finnland og fræga Finna, auk þess sem finnska þjóðkvæðið Kalevala og uppruni þess fær töluverða athygli.
Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir. Hún var að hætta störfum á Bókasafni Vestmannaeyja og eins og hún segir sjálf þá er hún að nota í fyrsta skipti titilinn eftirlaunaþegi. Við spurðum hana út í hennar störf á bókasafninu og fengum svo auðvitað að vita hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina.
Sigrún Inga talaði um eftirfarandi bækur:
Banvænn fundur e. Anders de la Motte og Måns Nilsson
Morð á opnu húsi e. Anders de la Motte og Måns Nilsson
Sjö systur e. Lucindu Riley
Vakandi hugur, vökult hjarta e. Thomas Keating
Bókin um fyrirgefninguna e. Desmond Tutu
Pollýanna e. Eleanor H. Porter
Svo talaði Sigrún um höfundana Agöthu Christie, Ragnar Jónasson og Yrsu Sigurðardóttur, Arnald Indriðason og Sólveigu Pálsdóttur
Tónlist í þætti dagsins:
Þorparinn / Pálmi Gunnarsson (Magnús Eiríksson)
Bird on a Wire / Leonard Cohen (Leonard Cohen)
Baba oni taxi / J.O. Oyesiku and his Rainbow Quintette
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Hver er kúnstin við að lýsa íþróttaleik? Lóa er að velta því fyrir sér vegna þess að hún fékk það verkefni að lýsa klifurmóti í kvöld. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson, íþróttafréttamenn á RÚV, miðla þekkingu sinni á íþróttalýsingum.
Tjaldbúðir sem hafa staðið á móti Alþingishúsinu við Austurvöll í rúman mánuð voru felldar í síðustu viku. Kyrrsetumótmælunum sem þær hýstu er þó hvergi nærri lokið.
Við heyrum fimmta og síðasta þátt örseríu Önnu Marsibil Clausen frá 2022, Á samviskunni. Íslensk yfirvöld hafa aldrei beðist afsökunar á eða beinlínis viðurkennt að hafa hafnað gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni sökum menningarlegs uppruna þeirra. Hvort vegur þyngra, orð eða gjörðir?
Lagalisti:
Sabreen - On Man
Kanye West - Selah
Útvarpsfréttir.
Um helgina gekk yfir skjálftahrina með nokkrum skjálftum um og yfir þremur að stærð suðaustur af höfuðborgarsvæðinu, norðvestur af Bláfjöllum, í svokölluðum Húsfellsbruna. Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði fór í saumana á því hvað má lesa í skjálftana og hvað við vitum um kerfið þar undir.
Íslenskt tónlistarfólk skapar, gefur út og nemur lönd. Þessari miklu grósku fylgir líka fjölgun starfa í tónlistarbransanum og þar er það fólkið bak við tjöldin sem lætur hlutina gerast. Anna Jóna Dungal tónlistarbransaráðgjafi og eigandi OK AGENCY fór yfir þetta með okkur en hún undirbýr nú námskeið um efnið.
Sigurður Árnason sérfræðingur hjá Byggðastofnun fór yfir mannfjöldaspá stofnunarinnar en Íslendingum fjölgar hratt.
Kári Hólmar Ragnarsson lektor við Lagadeild HÍ kom til okkar og ræddi niðurstöðu Alþjóðadómstólsins í Haag í máli Suður- Afríku gegn Ísrael fyrir brot á alþjóðalögum um þjóðarmorð.
Evu Björk Benediktsdóttur íþróttafréttamaður ræddi helstu tíðindi úr íþróttaheiminum.
Þórir Erlingsson forseti klúbbs matreiðslumeistara kíkti til okkar í spjall og sagði okkur frá Olympíuleikum í matreiðslu .
Tónlist:
Mannakorn - Ef þú ert mér hjá.
Zach Bryan og Kacey Musgraves - I remember everything.
Stevie Wonder - Pastime paradise.
Axel Flóvent - When the sun goes down.
David Bowie - Let's dance.
Bubbi Morthens - Ennþá er tími.
Richard Hawley - Seek it.
Elton John - Crocodile rock.
Daði Freyr - Thank you.
Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 alla virka daga.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Farið var í dagskrárliðinn Hljóðbrotið eins og svo oft á mánudögum. Veðurgosa dagsins var Þórunn Kristín Sigurðardóttir sem talaði frá Akureyrir og Halldóra Geirharðsdóttir kom í heimsókn og svaraði meðal annars stóru spurningunni.
Lagalisti þáttarins:
EMILÍANA TORRINI - Easy.
Una Torfadóttir - En.
JUSTIN BIEBER - Sorry.
SUPERGRASS - Time.
OJBA RASTA - Ég veit ég vona.
Ilsey - No California.
STARSHIP - We Built This City.
JEFFERSON AIRPLANE - Today.
Gosi - Ófreskja.
ROLLING STONES - Wild Horses.
UNUN - Lög Unga Fólsins.
Taylor Swift - Style.
RED HOT CHILI PEPPERS - The Zephyr Song.
USA FOR AFRICA - We Are The World (USA for AFRICA).
HJÁLPARSVEITIN - Hjálpum Þeim.
Flott - Með þér líður mér vel.
MUGISON - É Dúdda Mía.
RISAEÐLAN - Ó.
BADLY DRAWN BOY - Disillusion.
WARMLAND - Further.
HAPPY MONDAYS - Step On.
Herbert Guðmundsson Tónlistarm. - Þú veist það nú.
Sváfnir Sigurðarson - Allt of gamall.
ARCTIC MONKEYS - Fluorescent Adolescent.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Bráðum kemur betri tíð.
INXS - Need You Tonight.
RAGNHEIÐUR GRÖNDAL - Ást.
BEN E. KING - Stand By Me.
JET BLACK JOE - You ain´t here
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Grindvíkingar fengu að fara heim og vitja eigna sinna í morgun í fyrsta sinn frá gosi. Þæfingsfærð á Suðurstrandarvegi gerði ökumönnum erfitt fyrir í morgun.
Stjórnvöld í Íran þvertaka fyrir að bera nokkra ábyrgð á árás sem gerð var á bækistöðvar Bandaríkjahers í Jórdaníu í gær, þar sem þrír hermenn létust. Þrengt er að Bandaríkjaforseta og hann krafinn um að bregðast hart við.
Fulltrúi Framsóknarflokks í utanríkismálanefnd Alþingis gagnrýnir utanríkisráðherra fyrir samráðsleysi þegar hann tók ákvörðun um að fresta greiðslum til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna.
Mótmæli þúsunda franskra bænda í dag settu umferð í París rækilega úr skorðum. Versnandi lífskjör eru bændum efst í huga í þessu helsta landbúnaðarríki ESB. 15 þúsund lögreglumenn standa vaktina í París frönsku höfuðborginni.
Oddviti Viðreisnar í bæjarráði Kópavogs vill ekki að ráðist verði í umfangsmikla uppbyggingu fyrir eldri borgara í landi Gunnarshólma. Jörðin sé utan vaxtarsvæðis höfuðborgarsvæðisins, á vatnsverndarsvæði og að auki sé ekki fýsilegt að einangra eldri borgara með þessum hætti.
Kona sem er ákærð fyrir að drepa mann í Bátavogi í Reykjavík í september vill ekki að gert sé annað mat á sakhæfi hennar. Hún hefur þegar sætt geðmati. Héraðssaksóknari óskaði eftir öðru mati en konan hefur kært þá ákvörðun.
Óhætt er að ætla að Brennisteinsfjöll séu að rumska, að mati prófessors í eldfjallafræði. Jarðskjálftahrina var suðaustur af höfuðborgarsvæðinu um helgina.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi og Lovísa stóðu vaktina í Popplandi, þennan síðasta mánudag janúarmánaðar. Plata vikunnar var kynnt til leiks, Aska & Gull með Sváfni Sig. Svo voru rifjuð upp lögin tíu sem taka þátt í Söngvakeppninni í ár. Annars nýtt og gamalt í bland.
SYSTUR - Furðuverur.
K.ÓLA - Seinasti dansinn okkar.
BLANCHE - City lights (Eurovision 2017 - Belgía).
TEARS FOR FEARS - Everybody Wants To Rule The World.
NEW ORDER - Regret.
Ásgeir Óskarsson - Ástfangin.
LUKE COMBS & THE WILDER BLUE - Seven Bridges Road.
Elín Hall - Manndráp af gáleysi.
FLORENCE AND THE MACHINE - Dog Days Are Over.
Teddy Swims - Lose Control.
Sváfnir Sigurðarson - Allt of gamall.
EMMSJÉ GAUTI & HELGI SÆMUNDUR - Tossi.
BLANKIFLÚR - Sjá þig
ANITA – Stingum af
SUNNY - Fiðrildi
VÆB - Bíómynd
Mugison - Gúanó kallinn.
Bob Marley - Buffalo soldier.
HALL & OATES - I Can't Go For That (No Can Do) (80).
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Aldrei Liðið Betur.
BASHAD MURAD - Vestrið villt
MAIIA - Fljúga burt
HERA - Fljúgum hærra
SIGGA ÓZK - Um allan alheiminn
HEIÐRÚN ANNA - Þjakaður af ást
PAUL McCARTNEY & WINGS - Jet.
UXI - Bridges.
TROYE SIVAN - One Of Your Girls.
Bubbi Morthens - Serbinn.
TRACY CHAPMAN - Talkin' bout a revolution.
GLASS ANIMALS - Heat Waves.
Quantic - Unconditional.
Zach Bryan & Kacey Musgraves - I Remember Everything.
The Staves - All Now.
Sváfnir Sigurðarson - Aska & gull.
THE BEATLES - Yesterday.
JÓNAS SIG & LÚÐRASVEIT ÞORLÁKSHAFNAR - Faðir.
GDRN - Ævilangt.
Snorri Helgason - Falleg.
Ilsey - No California.
Taylor Swift - Is It Over Now (Taylor's Version).
Fleetwood Mac - Silver springs.
Ríflega 30 þúsund konum, sem tóku þátt í rannsókninni Áfallasaga kvenna á árunum 2018-2019, býðst nú að taka þátt í eftirfylgdarrannsókn með því að svara nýjum spurningalista um áföll, lífsstíl og heilsufar. Rannsóknin er einstök á heimsvísu og hefur fyrsti hluti hennar leitt í ljós afar áhugaverðar niðurstöður um tíðni ýmissa áfalla og tengsl þeirra við heilsufar kvenna á Íslandi. Arna Hauksdóttir, prófessor og einn aðalrannsakandi Áfallasögu kvenna kemur til okkar í þáttinn og segir okkur betur frá helsu niðurstöðum fyrri rannsóknar og hvað sé nákvæmlega verið að rannsaka í þeirri seinni.
Fyrir helgi fór fram kynning á Lífsbrú miðstöð sjálfsvígsfornvarna hér á landi og Lífsbrú sjóði í húsakynnum embætti landslækni og kom Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna til okkar. Staðan er sú að á Íslandi deyja árlega að meðaltali 39 einstaklingar í sjálfsvígi og er meira en helmingur þeirra yngri en 50 ára. Við ætlum að beina sjónum okkar enn frekar að þessum viðkvæma málaflokk í dag og fá til okkar Ingibjörgu Isaksen sem lagði þann 1.desember fram tillögu til þingsályktunar um rannsókn á orsakaferli í kjölfar sjálfsvígs. En hvað felst í tillögunni? Ingibjörg segir okkur frá því á eftir.
Við höfum nokkrum sinnum fjallað um frískápa hér í Síðdegisútvarpinu en þeir hafa verið að dúkka upp á ýmsum stöðum hér á höfuðborgarsvæðinu og hefur mikil ánægja ríkt í kringum verkefnið. Nú eru uppi hugmyndir um að loka frískápnum í Mosfellsbænum og ástæðan er slæm umgengni við heyrum í Gerði Pálsdóttur sem hefur haft veg og vanda af frískápnum i Mosó,
Grindvíkingar fóru heim til sín í dag til að sækja eitthvað af eigum sínum. Leiðindaveður og færð setti strik í reikninginn hjá einhverjum. Við ætlum að heyra í Páli Val Björnssyni á eftir en hann er einn þeirra sem ætlaði að freista þess að komast heim.
Við rákum augun í það að verslunarkeðjan Lindex hefur sett af stað verkefnið Gefðu það áfram. Með verkefninu er Lindex að taka næsta skref í átt að sjálfbærni og nú býðst viðskiptavinum þeirra að koma með gömul barnaföt frá þeim í verslanir og fá fyrir það innleggsnótu. Notuðu fötin mun verslunin síðan selja áfram til þeirra er kjósa að kaupa notað en ekki nýtt. Við ætlum að forvitnast um tilurð þessa verkefnis á eftir og heyra í Albert Þór Magnússyni umboðsaðila Lindex á Íslandi.
En við ætlum að byrja á veðrinu og veðurspánni. Það hefur verið leiðindaveður víða í dag, éljagangur og slydduél sem aftur gerir það að verkum að færðin verður óskaplega leiðinleg. Á línunni hjá okkur er Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir að utanríkisráðherra hefði átt að upplýsa utanríkismálanefnd Alþingis um ákvörðun sína um að fresta greiðslum til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við Palestínu.
Grindvíkingar fengu að bjarga verðmætum úr bænum í fyrsta sinn síðan í eldgosinu 14. janúar. Vont veður tafði för margra. Rætt við Grindvíkinginn Einar Dagbjartsson
Bændur lokuðu fyrir stofnæðar í París í dag, með heyböggum Þeir krefjast betri vinnuaðstæðna.
Mótmælaaðgerðir franskra bænda settu samgöngur úr skorðum í París í dag. Þeir lokuðu fyrir stofnæðar með heyböggum og vinnuvélum til að þrýsta á um betri vinnuaðstæður.
Litlu kaffistofunni var lokað rétt eftir klukkan eitt í dag eftir að eldingu sló niður við húsið og öllum raftækjum sló út. Rætt við Elínu Hlöðversdóttur, eiganda Litlu kaffistofunnar.
Veður var að mestu hagstætt á síðasta ári samkvæmt úttekt Veðurstofu. Illviðri voru tiltölulega fátíð, en árið var þó í svalara lagi miðað við fyrri ár.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Anna Lísa Hermannsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
29. janúar 2024
Daginn eftir að Alþjóðadómstóllinn í Haag ákvað að taka til efnislegrar meðferðar kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríki fyrir brot á alþjóðalögum um þjóðarmorð sökuðu Ísraelsmenn tólf af um það bil 30.000 starfsmönnum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna við Palestínu um aðild að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október síðastliðinn. Í kjölfarið ákváðu nokkur ríki, þar á meðal Ísland, að frysta greiðslur til stofnunarinnar. Rætt er við Svein Rúnar Hauksson, lækni og stjórnarmann í Félaginu Ísland-Palestína, um þessa atburði.
Sérfræðingar í málefnum Miðausturlanda eru margir uggandi yfir því að ástandið eigi eftir að versna enn frekar eftir að þrír bandarískir hermenn féllu í drónaárás á bækistöðvar þeirra í Jórdaníu í gær. Íranar eru sakaðir um að hafa staðið á bak við hana. Þeir segjast hvergi hafa komið nærri. Ásgeir Tómasson segir frá.
Stefnt er að innleiðingu nýrrar sérnámsleiðar í læknisfræði, héraðslækninga – það eru lækningar í dreifbýli. Héraðslækningar verða þá undirsérgrein heimilislækninga. Eyjólfur Þorkelsson læknir sem stýrði málstofu um héraðslækningar á læknadögum segir þörfina fyrir þessa sérhæfingu mikla. Ásta Hlín Magnúsdóttir ræðir við hann.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á mánudögum er sulta dagsins soul, jazz og annað sem grúvar.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Það er að venju af nægu nýmeti að taka á Kvöldvaktinni og meðal þess sem fer á fóninn í kvöld eru ný lög frá Youth Lagoon, Nouvelle Vague, Khruangbin, Taylor Swift, Magdalenu, Gossip, Cage the Elephant, Justice ásamt Tame Impala, Gossip og mörgum fleirum.
Lagalistinn
UXI - Bridges.
MORPHINE - Cure For Pain.
Youth Lagoon - Football
Nouvelle Vague - Shout.
Khruangbin - A Love International
Flott - Með þér líður mér vel.
SADE - By Your Side.
Gosi - Ófreskja.
Dina Ögon - Det läcker.
Swift, Taylor - Style (Taylor's Version)
Magdalena - Never enough.
Jack Harlow - First Class
Troye Sivan - One Of Your Girls.
Jung Kook - Standing Next to You.
Gorillaz - Cracker Island (ft. Thundercat)
Justice x Tame Impala - One Night_All Night
Daft Punk - Aerodynamic.
Warmland - Voltage.
Ilsey - No California.
National, The, Bridgers, Phoebe - Laugh Track.
THE CURE - Boys don't cry.
Black Keys - Beautiful People (Stay High).
Cage the Elephant - Neon Pill.
Phoenix - Lasso.
Bombay Bicycle Club, Matilda Mann - Fantasneeze.
Gossip - Real Power.
Strokes, The - The Adults Are Talking
MASSIVE ATTACK - Better Things.
Four Tet - Loved
Peso Pluma, Kali Uchis - Igual Que Un Angel.
Ariana Grande - Yes, and? -
Calvin Harris, Eliza Rose - Body Moving.
Barry Can't Swim - Dance of the Crab.
Brittany Howard - Prove It To You
Cassius hljómsveit - Cassius 99
BELLE & SEBASTIAN - Piazza, New York Catcher.
Real Estate - Water Underground
Superserious - Coke Cans
K Óla - Seinasti dansinn okkar
Green Day - The American Dream is Killing Me
Idles - Gift Horse
Genesis Owusu - Leaving the Light
Nine Inch Nails - Came Back Hunted
Fat Dog - All the Same
Tónlist að hætti hússins.