14:03
Fangar Breta: Bakvið rimlana
4. þáttur: Kafbátamennirnir og hinir saklausu
Fangar Breta: Bakvið rimlana

Í heimildarþáttunum Fangar Breta, sem sýndir eru á sunnudagskvöldum í janúar á RÚV, er fjallað um þá Íslendinga sem handteknir voru af Bretum í seinni heimsstyrjöld og vistaðir í breskum fangelsum án dóms og laga. Í útvarpsþáttunum Fangar Breta: Bakvið rimlana, er skyggnst enn frekar inn í líf þeirra sem þurftu að þola þessar hremmingar og kafað nánar ofan í baksögur fólksins sem flest sat í fangelsi fyrir litlar sem engar sakir.

Umsjón: Snærós Sindradóttir.

Handrit: Sindri Freysson.

Tónlist úr sjónvarpsþáttum um Fanga Breta: Sigurður Helgi Pálmason.

Í þættinum er sagt frá þeim Íslendingum sem sömdu við Þjóðverja um að stunda njósnir á Íslandi í skiptum fyrir siglingu heim til Íslands á stríðstímum. Einnig er sagt frá þeim Íslendingum sem Bretar álitu einfaldlega grunsamlega, þó aldrei tækist að sanna á þá fylgisspekt við nasista eða áróðursstarfsemi gegn Bretum í heimsstyrjöldinni.

Viðmælandi er Gunnlaugur Þór Pálsson.

Umsjón: Snærós Sindradóttir.

Handrit: Sindri Freysson.

Tónlist í þáttunum: Sigurður Helgi Pálmason.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,