18:00
Kvöldfréttir
Gaza, Grindavík, bændamótmæli, eldingar og tíðarfar
Kvöldfréttir

Fréttir

Kvöldfréttir útvarps

Orri Páll Jóhannsson, formaður þingflokks Vinstri grænna, segir að utanríkisráðherra hefði átt að upplýsa utanríkismálanefnd Alþingis um ákvörðun sína um að fresta greiðslum til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við Palestínu.

Grindvíkingar fengu að bjarga verðmætum úr bænum í fyrsta sinn síðan í eldgosinu 14. janúar. Vont veður tafði för margra. Rætt við Grindvíkinginn Einar Dagbjartsson

Bændur lokuðu fyrir stofnæðar í París í dag, með heyböggum Þeir krefjast betri vinnuaðstæðna.

Mótmælaaðgerðir franskra bænda settu samgöngur úr skorðum í París í dag. Þeir lokuðu fyrir stofnæðar með heyböggum og vinnuvélum til að þrýsta á um betri vinnuaðstæður.

Litlu kaffistofunni var lokað rétt eftir klukkan eitt í dag eftir að eldingu sló niður við húsið og öllum raftækjum sló út. Rætt við Elínu Hlöðversdóttur, eiganda Litlu kaffistofunnar.

Veður var að mestu hagstætt á síðasta ári samkvæmt úttekt Veðurstofu. Illviðri voru tiltölulega fátíð, en árið var þó í svalara lagi miðað við fyrri ár.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Anna Lísa Hermannsdóttir

Er aðgengilegt til 28. janúar 2025.
Lengd: 10 mín.
,