11:03
Mannlegi þátturinn
Erfðabreytileiki og fósturlát, Vinkill úr Flóanum og lesandinn
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Íslensk Erfðagreining tilkynnti rétt fyrir útsendingu Mannlega þáttarins að vísindamenn á þeirra vegum, hér á landi, í Danmörku og Bandaríkjunum hafi fundið erfðabreytileika sem hefur áhrif á endurröðun erfðaefnis og eykur líkur á fósturláti. Í erfðarannsókninni tóku þátt yfir 114 þúsund konur sem misst hafa fóstur. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar og Valgerður Steinþórsdóttir, vísindamaður og verkefnastjóri hjá ÍE, komu í þáttinn og útskýrðu betur fyrir okkur þessa rannsókn og niðurstöður hennar.

Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni, en þetta var 70. Vinkillinn sem við fáum frá honum. Í dag lagði hann vinkilinn að því sem hann kallar þjóðfræðinördisma, snjó á trjágreinum, Finnland og fræga Finna, auk þess sem finnska þjóðkvæðið Kalevala og uppruni þess fær töluverða athygli.

Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir. Hún var að hætta störfum á Bókasafni Vestmannaeyja og eins og hún segir sjálf þá er hún að nota í fyrsta skipti titilinn eftirlaunaþegi. Við spurðum hana út í hennar störf á bókasafninu og fengum svo auðvitað að vita hvað hún hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina.

Sigrún Inga talaði um eftirfarandi bækur:

Banvænn fundur e. Anders de la Motte og Måns Nilsson

Morð á opnu húsi e. Anders de la Motte og Måns Nilsson

Sjö systur e. Lucindu Riley

Vakandi hugur, vökult hjarta e. Thomas Keating

Bókin um fyrirgefninguna e. Desmond Tutu

Pollýanna e. Eleanor H. Porter

Svo talaði Sigrún um höfundana Agöthu Christie, Ragnar Jónasson og Yrsu Sigurðardóttur, Arnald Indriðason og Sólveigu Pálsdóttur

Tónlist í þætti dagsins:

Þorparinn / Pálmi Gunnarsson (Magnús Eiríksson)

Bird on a Wire / Leonard Cohen (Leonard Cohen)

Baba oni taxi / J.O. Oyesiku and his Rainbow Quintette

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,