Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Einar Eyjólfsson flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Við fjölluðum um tyrknesk stjórnmál en Tyrkir ganga að kjörborðinu á sunnudag og kjósa bæði til þings og embættis forseta. Erdogan forseti sækist eftir endurkjöri en á undir högg að sækja í könnunum. Eins og nú horfir þarf hann að rýma forsetahöllina fyrir mótframbjóðandanum Kilis-dar-olu. En um hvað er kosið og hvernig er ástand mála í þessu stóra og fjölmenna ríki? Sema Erla Serdarólu fylgist vel með og ræddi við okkur.
Njósnir eru líka á dagskrá. Nýverið spurðist af umfangsmiklum njósnum Rússa á innviðum Norðurlandanna; ljósleiðurum, rafmagnsköplum og fleiru slíku. Þetta kom kannski ekki á óvart en var í alla staði óþægilegt. Vitað er að ríki stunda allskonar upplýsingasöfnun um önnur en hvenær verður slík söfnun að njósnum? Hvar liggja mörkin? Við ræddum þessi mál við Smára McCarthy, fyrrverandi alþingismann.
Og svo er það komman. Hún á víst undir högg að sækja í dönsku ritmáli - Borgþór Arngrímsson sagði okkur frá því í spjalli um dönsk málefni í gær. En hver er staða kommunnar í íslensku ritmáli? Já og annarra greinarmerkja? Jóhannes B. Sigtryggsson íslenskufræðingur, rannsóknardósent hjá Árnastofnun, og ritstjóri Stafsetningaorðabókarinnar.
Tónlist:
Gerry and The Pacemakers - Ferry cross the Mersey.
Costello, Elvis - Sleepless nights.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Orðin mín.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Friðþjófur hefur hannað um 50 leikhús um allan heim, allt frá 100 sæta einkaleikhúsi þjóðhöfðingja yfir í 21.000 sæta sérhæfða sjónleikjahallir.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Færri unglingar sofa of lítið og klukkuþreyta minnkar þegar skólinn byrjar seinna samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Vogaskóla og tveimur samanburðarskólum. Að rannsókninni stóðu Betri svefn, Reykjavíkurborg, Háskólinn í Reykjavík og Embætti landlæknis. Klukkuþreyta myndast þegar fólk er vansvefta á virkum dögum en sefur mikið um helgar til að bæta það upp. Þetta er algengt meðal unglinga og hefur margvísleg neikvæð áhrif á heilsu og líðan. Við ræddum við Dr.Erlu Björnsdóttur sálfræðing frá Betri Svefni í þættinum í dag.
Í janúar 2021 skilaði starfshópur skipaður af Heilbrigðisráðherra skýrslu með tillögum um fyrirkomulag samstarfsverkefna í heilsueflingu eldra fólks með það að markmiði að gera eldra fólki kleift að búa í heimahúsum eins lengi og kostur er. Verkefni fékk nafnið Bjartur lífsstíll, með það að leiðarljósi að hreyfing verði að lífsstíl hjá eldra fólki. Hægt er að kynna sér verkefnið á www.bjartlif.is Þær Ásgerður Guðmundsdóttir og Margrét Regína Grétarsdóttir eru verkefnastjórar heilsueflingar í Björtum lífsstíl og þær komu í þáttinn í dag.
Svo hringdum við í Felix Bergsson, en hann er staddur í Liverpool með Eurovisionhópi Íslands. Diljá Pétursdóttir stígur á svið í seinni undanúrslitum keppninnar í kvöld og syngur lagið Power sem hún samdi ásamt Pálma Ragnari Ásgeirssyni. Við heyrðum hver stemningin er í íslenska hópnum og hvers megi vænta í kvöld.
TÓNLIST Í ÞÆTTINUM:
Nætur / Sigríður Beinteinsdóttir (Friðrik Karlsson og Stefán Hilmarsson)
All Kinds of Everything / Dana (Derry Lindsay og Jackie Smith)
Never ever let you go / Rollo and King (Stefan Nielsen, Sören Poppe og Thomas Brekling)
Power / Diljá (Diljá Pétursdóttir og Pálmi Ragnar Ásgeirsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir, fjölskyldufræðingur
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Forstjóri Landsvirkjunar segir stórnotendur eins og álfyrirtækin ekki hafa ljáð máls á að kaupa upprunaábyrgðir fyrir grænni orku - í samningagerð við Landsvirkjun. Hann telur bann við útflutningi á upprunaábyrgðum héðan fela í sér mismunun og væntir þess að úr greiðist.
Bretar ætla að senda Úkraínumönnum langdrægar flaugar og Úkraínuher þokast aðeins áfram í sókn sinni gegn Rússum í Bakhmut.
Stór hópur skólabarna féll um fimm metra þegar göngubrú á byggingarsvæði hrundi í Finnlandi í morgun. Henni hafði verið lýst sem hættulegri um nokkra hríð.
Héraðsdýralæknir segir mikilvægt að bændur í Miðfirði afhendi Matvælastofnun fé sem komi af bænum Syðri-Urriðaá áður en því verði hleypt á fjöll. Annars geti ráðherra gefið út fyrirskipun um afhendingu gripanna.
Aukinn viðbúnaður er við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó þar sem þúsundir freista þess að komast yfir á miðnætti -- þegar hert lög vegna covid-faraldursins falla úr gildi.
Diljá segir mikilvægt að ofæfa ekki atriðið sem hún flytur í Eurovision í kvöld. Við verðum í beinni frá Liverpool í fréttatímanum.
ÍBV komst í gærkvöld í úrslit í úrvalsdeild karla í handbolta. Oddaleik þarf hins vegar til að útkljá Íslandsmót kvenna í blaki eftir háspennusigur Aftureldingar á KA í gærkvöldi.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Síðari undankeppni Söngvakeppni evópskra sjónvarpsstöðva verður haldin í Liverpool í kvöld þar sem hún Diljá okkar slær alveg örugglega í gegn. Ætli hún vinni ekki bara keppnina á laugardaginn eftir að hún rústar riðlinum í kvöld? En hvar eigum við að halda hana þá á næsta ári? Ætli Bretland gæti líka haldið hana fyrir okkur? Bretar sigruðu nefninlega ekki Eurovision í fyrra, heldur Úkraína. Guðmundur Björn Þorbjörnsson fjallaði um sigur þessa stríðshrjáða lands í maí í fyrra og hvaða þýðingu Kalush Orchestra hafði, á þeim tíma, fyrir þessa þjóð sem hefur nú þurft að þola ólýsanlegar þjáningar undir misvökulu auga þjóðarleiðtoga þessa heims. Sunna Valgerðardóttir hefur umsjón með þættinum.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við forvitnumst um endurvinnslu á veiðarfærum í Samfélaginu í dag. Hampiðjan sendir árlega nokkur mikið magn af veiðarfærum sem ekki eru lengur ?notkun úr landi í endurvinnslu. Þetta eru að miklu leyti veiðarfæri úr nælonefnum en líka málmar og gúmmí. Georg Haney er, umhverfisstjóri Hampiðjunnar segir okkur betur frá þessu.
Þegar krabbameinsmeðferð lýkur gera sjúklingar og aðstandendur oft ráð fyrir að heilsan verði aftur eins og hún var áður en krabbameinið greindist. Það er þó ekki raunin hjá öllum. Margir búa við andlegar og líkamlegar aukaverkanir af völdum krabbameinsins eða meðferðarinnar sem geta haft mikil áhrif á líðan fólks. Krabbameinsfélagið vill taka betur utan um þennan hóp og við ræðum við sérfræðing hjá þeim, Vigdísi Guðmundsdóttur, um áskoranir þessa hóps og hvaða eftirfylgni þau þurfa.
Bryndís Marteinsdóttir flytur okkur svo umhverfispistil í lok þáttar.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Í þættinum verður slegist í för með tónskáldinu Johannesi Brahms í hellirigningu. Flutt verður Regnsónatan (fiðlusónata nr.1 í G-dúr) eftir Brahms, en hún dregur nafn sitt af því að tónskáldið byggði hana að nokkru leyti á tveimur söngvum sem hann hafði áður samið og fjalla báðir um rigningu. Þeir verða líka fluttir í þættinum svo og fleiri rigningarsöngvar eftir Brahms. Umsjón hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Sjónum er beint að borgarskipulagi og arkitektúr í víðu samhengi. Viðmælendur þáttanna eru frumkvöðlar, skipulagsfræðingar, arkitektar, stjórnmálamenn og aðrir sem láta sig málefni skipulagsmála og arkitektúrs varða.
Umsjón: Sunnefa Gunnarsdóttir.
Í þættinum er fjallað um byltingarkennda hugmyndafræði skipulagsfræðinga frá 8. áratugnum sem snerist um mikilvægi þess að hanna borgarrými á forsendum sál- og mannfræðilegrar hegðunar fólks. Tilgangurinn var að stuðla að meira mannlífi í borgarrýmum og almennt betra umhverfi. Skoðað verður hvernig og hvort þessi hugmyndafræði eigi við á Íslandi í dag. Til að varpa ljósi á spurninguna ræddi ég við Birki Ingibjartsson arkitekt og Þráinn Hauksson landslagsarkitekt sem hafa tileinkað sér þessa hugmyndafræði í sínum störfum.
Umsjón: Sunnefa Gunnarsdóttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Það er alltaf ánægjuefni þegar Safnasafnið á Svalbarðsströnd opnar dyr sínar í sumarbyrjun. Í blíðskaparveðri um liðna helgi tóku stofnendur safnsins, Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir, ásamt stjórn safnins, á móti fjölda fólks þegar sýningar þessa árs voru opnaðar með pompi og prakt. Í þessu höfuðsafni íslenskrar alþýðulistar er nú enn eitt sumarið hægt að sjá fjölbreyttar sýningar ólíkra listamanna í ævintýralegu umhverfi. Við sláum á þráðinn norður í þætti dagsins og fáum Níels til að segja okkur frá sýningum ársins.
Einnig heyrum við í einum þeirra listamanna sem sýna þetta árið í safninu. Jenný Karlsdóttur. Jenný er annáluð handverskona sem hefur auk þess að skapa sín eigin listaverk safnað að sér stóru textílverkasafni í gegnum tíðina. Hún ánafnaði Safnasafninu nýverið allt safnið og mun þessi gjöf hennar verða kynnt á næstu árum með röð sýninga og fyrirlestrum. Fyrsta sýningin opnaði um liðna helgi, en hún samanstendur af faldbúningi efitr Jenný úr jurstlituðu garni, og puntuhandklæðum, en það er gripur sem húsfreyjur saumuðu út til heimilisprýði og hengdu upp í eldhúsi til að hylja óhrein viskustykki.
Í dag er tilkynnt um það hver bar sigur úr bítum í handritakeppni Forlagsins, Nýjar raddir, þetta árið. ?Hér er ekkert sem sýnist,? segir aftan á kápu bókarinnar sem kemur út í dag. ?Undir hversdagslegu yfirborði leynist eitthvað annað; fólk er í áskrift að öðru lífi, á sér skyndilega tvífara og draumar rætast eða verða að engu. Andrúmsloftið er dularfullt og mörkin á milli veruleika og ímyndunar oft óljós.? Þetta er dularfullt smásagnasafn sem við ætlum að afhjúpa nánar hér síðar í þættinum og ræða við höfundinn. Þar bera á góma áhrif frá Stephen King, Franz Kafka, andvökunætur og undarlegar martraðir.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Gestur Lestarinnar þennan fimmtudaginn er Gauti Þeyr Másson, Emmsjé Gauti, tónlistarmaður og rappari. Hann heldur upp á 20 ára rappafmæli sitt á tónleikum í Gamla Bíói í næstu viku - rappferill sem hófst á Rímnaflæði í Miðbergi en hefur leitt hann upp á stærstu svið íslenskrar tónlistar. Slagarar eins Reykjavík, Malbik, Silfurskotta og Strákarnir eru orðnir hluti af íslenskri popptónlistarsögu. Gauti ætlar að sitja með okkur í þætti dagsins og fara yfir 20 ára feril í íslensku rappi.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 11. maí 2023
Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórnandi fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir
Félagar í Eflingu samþykktu í dag að félagið segði sig úr Starfsgreinasambandinu. Fimm prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og sjötíu prósent þeirra samþykktu úrsögn. Formaður Eflingar fagnar niðurstöðunni og formaður Starfsgreinasambandsins segir hana ekki koma á óvart.
Faðir langveikrar stúlku gagnrýnir að hafa misst aðgang að Heilsuveru hjá dóttur sinni eftir að hún varð sextán ára. Hún er ekki fær um að sækja sjálf um rafræn skilríki og stendur þar af leiðandi réttindalaus.
Fjöldi sveitarfélaga hefur gefist upp á að reka hjúkrunarheimili fyrir ríkið og hafa mörg þeirra skilað rekstrinum til að þurfa ekki að borga tugi milljóna með honum á hverju ári.
Starfsfólk Landspítala er hætt að fá sérstakar viðbótargreiðslur tengdar covid faraldrinum. Starfsfólk bráðamóttöku spítalans fær þó greiðslur í maí.
Lífslíkur ómenntaðra eru talsvert lægri en þeirra sem hafa háskólamenntun. Þetta kemur fram í nýlegum tölum Hagstofunnar. Lífslíkur ómenntaðra kvenna hafa lækkað mest frá heimsfaraldri.
-----
Félagar í Eflingu samþykktu í dag að félagið myndi segja sig úr Starfsgreinasambandinu. Tæplega 70 prósent þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu úrsögnina. Einungis 5 prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Rætt er við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og Vilhjálm Birgisson, formann SGS.
Á vormánuðum skipaði mennta- og barnamálaráðherra stýrihóp um eflingu framhaldsskóla. Að hans frumkvæði er hafið samtal um sameiningu Verkmenntaskólans og Menntaskólans á Akureyri, Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund, Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum og Keilis, og svo Flensborgar og Tækniskólans. Þessi vinna er í fullum gangi og skýrslu um kosti og galla á að skila fyrir lok mánaðar. Sýnist sitt hverjum eins og komið hefur fram í fréttum, gagnrýnisraddir verið nokkuð háværar. Af hálfu ráðuneytisins hefur meðal annars verið vísað til þess að efla þurfi verk- og starfsnám og auka farsæld barna og ungmenna. Hildur Ingvarsdóttir skólameistari í Tækniskólanum fagnar því sem gert er til að efla starfsnám.
Áform Receps Tayyips Erdogans, forseta Tyrklands, um að lengja tuttugu ára valdatíma sinn um fimm ár að minnsta kosti virðast vera að renna út í sandinn. Samkvæmt skoðanakönnun sem tyrkneska rannsókna- og ráðgjafarfyrirtækið Konda birtir í dag mælist fylgi hans fyrir forsetakosningarnar á sunnudag 43,7 prósent. Helsti keppinautur hans, Kemal.
Ævar vísindamaður setur allt milli himins og jarðar undir smásjána og rannsakar eins og honum einum er lagið. Fróðleikur og skemmtun fyrir forvitna krakka á öllum aldri.
Umsjón: Ævar Þór Benediktsson.
Í þætti dagsins lítum við til himins og rannsökum stjörnurnar. Sólkerfið, sprengistjörnur, rauðir risar, hvítir dvergar og hvernig maður fer á klósettið í geimnum - allt þetta og miklu meira til í Vísindavarpi Ævars!
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Tuttugu tillit til Jesúbarnsins eftir Olivier Messiaen.
Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanó í hljóðriti sem gert var fyrir Ríkisútvarpið árið 2008.
Lesari: Svanhildur Óskarsdóttir.
Kynnir: Arndís Björk Ásgeirsdóttir.
Hljóðritun frá tónleikum Útvarpshljómsveitarinnar í Frankfurt sem haldir voru þann 31. mars sl. í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli ungverska tónskáldsins, György Ligeti, nú í maí.
Á efnisskrá eru verk eftir Giovanni Perluigi da Palestrina og György Ligeti, en á meðal verka Ligetis sem flutt voru á tónleikunum er Poème symphonique fyrir 100 taktmæla, Atmosphères fyrir hljómsveit, Continuum fyrir sembal, Hamborgarkonsert fyrir horn og kammersveit og Lux Aeterna fyrr blandaðan kór.
Ásamt útvarpshljómsveitinni eru flytjendur á tónleikunum sönghópurinn Vocalconsort frá Berlín, semballeikarinn Mahan Esfahani og hornleikarinn Marc Gruber, auk valdra einsöngvara.
Listrænn stjórnandi og orgelleikari er Alain Altinoglu.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við forvitnumst um endurvinnslu á veiðarfærum í Samfélaginu í dag. Hampiðjan sendir árlega nokkur mikið magn af veiðarfærum sem ekki eru lengur ?notkun úr landi í endurvinnslu. Þetta eru að miklu leyti veiðarfæri úr nælonefnum en líka málmar og gúmmí. Georg Haney er, umhverfisstjóri Hampiðjunnar segir okkur betur frá þessu.
Þegar krabbameinsmeðferð lýkur gera sjúklingar og aðstandendur oft ráð fyrir að heilsan verði aftur eins og hún var áður en krabbameinið greindist. Það er þó ekki raunin hjá öllum. Margir búa við andlegar og líkamlegar aukaverkanir af völdum krabbameinsins eða meðferðarinnar sem geta haft mikil áhrif á líðan fólks. Krabbameinsfélagið vill taka betur utan um þennan hóp og við ræðum við sérfræðing hjá þeim, Vigdísi Guðmundsdóttur, um áskoranir þessa hóps og hvaða eftirfylgni þau þurfa.
Bryndís Marteinsdóttir flytur okkur svo umhverfispistil í lok þáttar.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Færri unglingar sofa of lítið og klukkuþreyta minnkar þegar skólinn byrjar seinna samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Vogaskóla og tveimur samanburðarskólum. Að rannsókninni stóðu Betri svefn, Reykjavíkurborg, Háskólinn í Reykjavík og Embætti landlæknis. Klukkuþreyta myndast þegar fólk er vansvefta á virkum dögum en sefur mikið um helgar til að bæta það upp. Þetta er algengt meðal unglinga og hefur margvísleg neikvæð áhrif á heilsu og líðan. Við ræddum við Dr.Erlu Björnsdóttur sálfræðing frá Betri Svefni í þættinum í dag.
Í janúar 2021 skilaði starfshópur skipaður af Heilbrigðisráðherra skýrslu með tillögum um fyrirkomulag samstarfsverkefna í heilsueflingu eldra fólks með það að markmiði að gera eldra fólki kleift að búa í heimahúsum eins lengi og kostur er. Verkefni fékk nafnið Bjartur lífsstíll, með það að leiðarljósi að hreyfing verði að lífsstíl hjá eldra fólki. Hægt er að kynna sér verkefnið á www.bjartlif.is Þær Ásgerður Guðmundsdóttir og Margrét Regína Grétarsdóttir eru verkefnastjórar heilsueflingar í Björtum lífsstíl og þær komu í þáttinn í dag.
Svo hringdum við í Felix Bergsson, en hann er staddur í Liverpool með Eurovisionhópi Íslands. Diljá Pétursdóttir stígur á svið í seinni undanúrslitum keppninnar í kvöld og syngur lagið Power sem hún samdi ásamt Pálma Ragnari Ásgeirssyni. Við heyrðum hver stemningin er í íslenska hópnum og hvers megi vænta í kvöld.
TÓNLIST Í ÞÆTTINUM:
Nætur / Sigríður Beinteinsdóttir (Friðrik Karlsson og Stefán Hilmarsson)
All Kinds of Everything / Dana (Derry Lindsay og Jackie Smith)
Never ever let you go / Rollo and King (Stefan Nielsen, Sören Poppe og Thomas Brekling)
Power / Diljá (Diljá Pétursdóttir og Pálmi Ragnar Ásgeirsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Gestur Lestarinnar þennan fimmtudaginn er Gauti Þeyr Másson, Emmsjé Gauti, tónlistarmaður og rappari. Hann heldur upp á 20 ára rappafmæli sitt á tónleikum í Gamla Bíói í næstu viku - rappferill sem hófst á Rímnaflæði í Miðbergi en hefur leitt hann upp á stærstu svið íslenskrar tónlistar. Slagarar eins Reykjavík, Malbik, Silfurskotta og Strákarnir eru orðnir hluti af íslenskri popptónlistarsögu. Gauti ætlar að sitja með okkur í þætti dagsins og fara yfir 20 ára feril í íslensku rappi.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Rannsóknir umhverfisstofnunar á Kópavogslæknum hafa leitt í ljós töluvert magn efna sem talin eru skaðleg lífríkinu. Alls er að finna átján efni í læknum sem eru á svökolluðum vaktlista Evrópusambandsins en öll þessi efni og efnasambönd hafa verið skilgreind sem hættuleg og þrávirk og valda alvarlegri mengun eða eitrun í vatni og umhverfi þess. Kristín Sævarsdóttir, áheyrnafulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs hefur reynt að vekja athygli á málinu en segir meirihlutann hafa skellt skollaeyrum yfir því.
Sigurður Þráinn Geirsson og Jóhann Bragi Fjalldal, sem búsettir eru í Malaví, hafa undanfarið unnið að því að koma malavísku knattspyrnuliði á knattspyrnumótið Rey Cup í Reykjavík í sumar. Þeir voru á línunni hjá okkur og sögðu frá strákunum í Ascent Soccer akademíunni og stöðunni í Malaví.
Ármann Jakobsson íslenskuprófessor og rithöfundur kíkti til okkar í spjall rétt fyrir átta með nýja bók í farteskinu.
Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, stígur á svið í kvöld í seinni undankeppni söngvakeppninnar en Ísland gæti komist áfram í úrslitakeppnina ef marka má könnun sem birt var seint í gær eftir rennslið í gærkvöldi. Siggi Gunnars, okkar besti maður, er eins og við vitum í Liverpool, og var á línunni hjá okkur eftir átta fréttir.
Íslenskir foreldrar hafa aldrei eignast færri börn en nú og ljóst að Íslendingar eru ekki lengur að viðhalda sér. Þróunin hefur einungis verið niður á við undanfarna áratugi. En eru Íslendingar að þurrkast út og hvað segir hagfræðin um málið? Við ræddum frjósemi við Eirík Ragnarsson hagfræðing.
Fjölmörg mál koma inn á borð Húseigendafélagsins þegar kemur að dýrahaldi og samþykki annarra eigenda vegna þess - og nú á dögunum birtist frétt um ágreining í fjölbýli vegna hunds sem þar dvelur eftir að systir íbúðareiganda lést. Þrír stigagangar eru í húsinu og sameiginlegur kjallari. Samþykki hefur fengist hjá þeim sem deila stigagangi með hundinum en ekki þeim sem deila sameiginlegum inngangi í kjallara hússins. Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu, kom til okkar í lok þáttar og ræðir þær reglur sem gilda um hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 11. maí 2023
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Tónlist frá útsendingarlogg 2023-05-11
Selma Björnsdóttir - All Out Of Luck.
ROBIN BENGTSSON - I Can?t go on (Eurovision 2017 - Svíþjóð).
KACEY MUSGRAVES - Space Cowboy.
LA ZARRA - Évidemment (Eurovision 2023 Frakkland).
A+ - Enjoy yourself.
Kirel, Noa - Unicorn (Ísrael).
DE LA SOUL - Me Myself and I.
JÓHANNA GUÐRÚN - Is It True? (Söngvakeppni Sjónvarpsins 2009).
BLANCHE - City lights (Eurovision 2017 - Belgía).
COLDPLAY - Fix you (Live London 2011).
ÚLFUR ÚLFUR - Engar Hendur.
DUNCAN LAURENCE - Arcade (Eurovisíon 2019 - Holland).
MÅNESKIN - Zitti e buoni (Eurovision 2021 - Ítalía).
THE BLESSED MADONNA & THE HOY - Shades Of Love.
Eleni Foureira - Fuego (Eurovision 2018 Kýpur).
BOB MARLEY AND THE WAILERS - Kaya.
FLOTT - Kæri heimur.
Voyager - Promise (Ástralía).
NOTHING BUT THIEVES - Welcome To The DCC.
MILLI VANILLI - Girl You Know It's True.
WIND - Lass die Sonne in dein Herz (Júróvision Þýskaland 1987).
GEORGE MICHAEL - Praying For Time.
Vesna - My Sister's Crown (Tékkland).
DIANA ROSS - Turn Up The Sunshine (Ft. Tame Imapala).
TRÚBROT - My Friend And I.
Loreen - Tattoo.
GO A - Shum (Eurovision 2021 - Úkraína).
FOO FIGHTERS - Rescued.
Sycamore tree - Howl.
LIMAHL - Never Ending Story.
Käärijä - Cha Cha Cha (Eurovision 2023 Finnland).
JET BLACK JOE - Take me away.
JESSIE WARE - Begin Again.
Nanna - The vine.
BOY GEORGE - Crying Game.
Bassey, Shirley - Love Story (Where do I Begin).
HREIMUR - Get ekki hætt að hugsa um þig.
POLLAPÖNK - Eurovisionsyrpa (læv í Háskólabíó 13.02.2016 - Söngvakeppnin).
DILJÁ - Power.
GIPSY KINGS - Hotel California.
EMMELIE DE FOREST - Only Teardrops (Danmörk: Eurovision 2013).
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Forstjóri Landsvirkjunar segir stórnotendur eins og álfyrirtækin ekki hafa ljáð máls á að kaupa upprunaábyrgðir fyrir grænni orku - í samningagerð við Landsvirkjun. Hann telur bann við útflutningi á upprunaábyrgðum héðan fela í sér mismunun og væntir þess að úr greiðist.
Bretar ætla að senda Úkraínumönnum langdrægar flaugar og Úkraínuher þokast aðeins áfram í sókn sinni gegn Rússum í Bakhmut.
Stór hópur skólabarna féll um fimm metra þegar göngubrú á byggingarsvæði hrundi í Finnlandi í morgun. Henni hafði verið lýst sem hættulegri um nokkra hríð.
Héraðsdýralæknir segir mikilvægt að bændur í Miðfirði afhendi Matvælastofnun fé sem komi af bænum Syðri-Urriðaá áður en því verði hleypt á fjöll. Annars geti ráðherra gefið út fyrirskipun um afhendingu gripanna.
Aukinn viðbúnaður er við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó þar sem þúsundir freista þess að komast yfir á miðnætti -- þegar hert lög vegna covid-faraldursins falla úr gildi.
Diljá segir mikilvægt að ofæfa ekki atriðið sem hún flytur í Eurovision í kvöld. Við verðum í beinni frá Liverpool í fréttatímanum.
ÍBV komst í gærkvöld í úrslit í úrvalsdeild karla í handbolta. Oddaleik þarf hins vegar til að útkljá Íslandsmót kvenna í blaki eftir háspennusigur Aftureldingar á KA í gærkvöldi.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Umsjón: Lovísa Rut
Lovísa Rut sá um Poppland dagsins, alls konar fjölbreytt tónlist að vanda, Arnar Eggert og Andrea Jóns gerðu upp plötu vikunnar How To Start A Garden sem er fyrsta sólóplata Nönnu, Eurovision upphitun og þessar helstu tónlistarfréttir á sínum stað.
EINAR ÁGÚST & TELMA - Tell me!.
Erener, Sertab - Every way that I can.
TVORCHI - Heart Of Steel (Úkraína).
Elín Ey - Waterloo.
Willis - I Think I Like When It Rains.
BOB MARLEY AND THE WAILERS - Is This Love.
POST MALONE - Chemical.
RÓISÍN MURPHY - Coocool.
UNNSTEINN - Andandi.
VERA DECAY - Someone bad.
Snorri Helgason - Gerum okkar besta.
Nanna - Crybaby.
Nanna - Milk.
Nanna - Igloo.
Nanna - Sputnik.
NANNA - Godzilla.
Bermuda Triangle - Suzanne.
GCD - Sumarið er tíminn.
FRIÐRIK DÓR - Í síðasta skipti (Söngvakeppnin 2015).
Helgi Björnsson - Besta útgáfan af mér.
MOSES HIGHTOWER, PRINS PÓLÓ - Maðkur í mysunni.
JUNGLE - Candle Flame.
THE COMMON LINNETS - Calm After The Storm (Eurovision 2014 Holland).
PÁLMI & RAKEL - 1000 x Já.
TODMOBILE - Brúðkaupslagið.
TRABANT - The One (The Filthy Duke Remix).
HOLY HRAFN & DR. VIGDÍS VALA - Reyndu bara'ð ná mér.
QUEEN - Somebody To Love.
GDRN & FRIÐRIK DÓR & MOSES HIGHTOWER & STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR - Springur út.
GOSI & SALÓME KATRÍN - Tilfinningar.
Bríet - Sólblóm.
KLEMENS HANNIGAN - Never Loved Someone So Much.
AMY WINEHOUSE - Love is a losing game.
R.E.M. - Orange Crush.
Voyager - Promise (Ástralía).
KARLOTTA - Freefalling.
VÖK - Miss confidence.
LA ZARRA - Évidemment (Eurovision 2023 Frakkland).
SAMARIS - Góða tungl.
THE LOTTERY WINNERS & BOY GEORGE - Let Me Down.
Dina Ögon - Mormor.
Rollo and King - Never ever let you go.
DILJÁ - Power.
QUARASHI - Stun Gun.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar kom til okkar í gær og ræddi við okkur um að tímabært væri að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlu en þingmaðurinn vill að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað af nýju, fyrir Covid hafi verið búið að fá samþykki fyrir sjúkraþyrlunni en sökum faraldursins hafi verið erfitt að prufukeyra verkefni af því að þá voru engir ferðamenn. Vilhjálmur fór yfir þau mörgu verkefni sem slík þyrla gæti leyst af hólmi og talaði um kosti hennar. Á eftir kemur til okkar Björn Brekkan Björnsson flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni til að ræða þessi mál frekar og þá helst hvernig Landhelgisgæslan stendur að neyðarviðbragði á þyrlu
Við fáum til okkar 12 vaska karla sem kalla sig Fósturvísa og eru afsprengi úr karlakórnum Fóstbræðrum. Þeir ætla að syngja og styrkja þar með Pieta samtökin á laugardaginn í Borgarnesi og við fáum aðeins forskot á sæluna hér í Síðdegisútvarpi dagsins.
Halldór Örn Þorsteinsson kallaður stærðfræðihvíslarinn er starfandi stærðfræðikennari sem hefur kennt stærðfræði í yfir 14 ár. En hvernig er hægt að hvísla stærðfræðikennslu að börnum og unglingum við fáum að vita það í þættinum.
Það þarf ekki að segja ykkur frá því að seinni undankeppni Eurovision er i kvöld og Ísland er þar á meðal þjóða. Við ætlum að hita upp með þeim Jóhannesi Þór Skúlasyni sem er framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar og Markúsi Þórhallssyni fréttamanni sem eru annálaðir spekúlantar þegar kemur að keppninni.
MeMe vikunnar er á sínum stað Atli Fannar Bjarkason fer yfir það heitasta á vefmiðlum heimsins.
En við byrjum á Raghildi Vigfúsdóttur og Göngum saman.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 11. maí 2023
Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórnandi fréttaútsendingar: Annalísa Hermannsdóttir
Félagar í Eflingu samþykktu í dag að félagið segði sig úr Starfsgreinasambandinu. Fimm prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og sjötíu prósent þeirra samþykktu úrsögn. Formaður Eflingar fagnar niðurstöðunni og formaður Starfsgreinasambandsins segir hana ekki koma á óvart.
Faðir langveikrar stúlku gagnrýnir að hafa misst aðgang að Heilsuveru hjá dóttur sinni eftir að hún varð sextán ára. Hún er ekki fær um að sækja sjálf um rafræn skilríki og stendur þar af leiðandi réttindalaus.
Fjöldi sveitarfélaga hefur gefist upp á að reka hjúkrunarheimili fyrir ríkið og hafa mörg þeirra skilað rekstrinum til að þurfa ekki að borga tugi milljóna með honum á hverju ári.
Starfsfólk Landspítala er hætt að fá sérstakar viðbótargreiðslur tengdar covid faraldrinum. Starfsfólk bráðamóttöku spítalans fær þó greiðslur í maí.
Lífslíkur ómenntaðra eru talsvert lægri en þeirra sem hafa háskólamenntun. Þetta kemur fram í nýlegum tölum Hagstofunnar. Lífslíkur ómenntaðra kvenna hafa lækkað mest frá heimsfaraldri.
-----
Félagar í Eflingu samþykktu í dag að félagið myndi segja sig úr Starfsgreinasambandinu. Tæplega 70 prósent þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu úrsögnina. Einungis 5 prósent félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. Rætt er við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og Vilhjálm Birgisson, formann SGS.
Á vormánuðum skipaði mennta- og barnamálaráðherra stýrihóp um eflingu framhaldsskóla. Að hans frumkvæði er hafið samtal um sameiningu Verkmenntaskólans og Menntaskólans á Akureyri, Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund, Fjölbrautaskólans á Suðurnesjum og Keilis, og svo Flensborgar og Tækniskólans. Þessi vinna er í fullum gangi og skýrslu um kosti og galla á að skila fyrir lok mánaðar. Sýnist sitt hverjum eins og komið hefur fram í fréttum, gagnrýnisraddir verið nokkuð háværar. Af hálfu ráðuneytisins hefur meðal annars verið vísað til þess að efla þurfi verk- og starfsnám og auka farsæld barna og ungmenna. Hildur Ingvarsdóttir skólameistari í Tækniskólanum fagnar því sem gert er til að efla starfsnám.
Áform Receps Tayyips Erdogans, forseta Tyrklands, um að lengja tuttugu ára valdatíma sinn um fimm ár að minnsta kosti virðast vera að renna út í sandinn. Samkvæmt skoðanakönnun sem tyrkneska rannsókna- og ráðgjafarfyrirtækið Konda birtir í dag mælist fylgi hans fyrir forsetakosningarnar á sunnudag 43,7 prósent. Helsti keppinautur hans, Kemal.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Glóra - Háður þér.
Hera Hjartardóttir - Radio Silence.
Rún - Handan við hafið.
RAVEN - Handan við hafið.
Hlynur Ben - Ólýsanleg.
BLOSSI - Heim með þér.
SmartBand - Lalíf (Endurmasterað 2023).
Yung Bean, ZiPLOC - Contemporary Love.
Bein útsending frá Eurovision söngvakeppninni í Liverpool.
Þulur: Gísli Marteinn Baldursson.
Bein útsending frá seinna undankvöldi Eurovision söngvakeppninnar í Liverpool þar sem sem Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands tekur þátt.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Kvöldvaktin er mjög í styttra lagi að þessu sinni vegna Eurovision, en við nýtum tímann vel og skoðum alls konar nýja tónlist héðan og þaðan.
Umsjón: Bjarni Daníel Þorvaldsson
Lagalisti:
Diljá - Power
Genevieve Artadi - Visionary
Fievel Is Glauque - Hit Me Now
Mija Milovic - Resting Mind, Pt. 2
Brenndu bananarnir - Ég nenni ekki að labba upp gilið
Mura Masa, Tirzah - Today
Mike James Kirkland - There?s Nothing I Can Do About It
Heiðrik á Heygum - Cocoon
boygenius - Cool About It
JFDR - Underneath The Sun
The Lemon Twigs - When Winter Comes Around
Sharon Van Etten, Michael Imperioli - I Don?t Want To Set The World On Fire
Laufey - From The Start
The Free Design - Ronda Go ?Round
Strawberry Alarm Clock - Barefoot In Baltimore
Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.
Það sem við ætlum að hlusta á í Konsert kvöld eru Hausttónleikar Harðar Torfa +i Borgarleikhúsinu frá 14. September 2007. Þetta voru hausttónleikar númer 30 og tilefnið núna er 45 ára afmæli Samtakanna 78 sem Hörður átti stóran þátt í að stofna. Kannski stærstan allra.