11:03
Mannlegi þátturinn
Klukkuþreyta, Bjartur lífsstíll og Felix í Liverpool
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Færri unglingar sofa of lítið og klukkuþreyta minnkar þegar skólinn byrjar seinna samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Vogaskóla og tveimur samanburðarskólum. Að rannsókninni stóðu Betri svefn, Reykjavíkurborg, Háskólinn í Reykjavík og Embætti landlæknis. Klukkuþreyta myndast þegar fólk er vansvefta á virkum dögum en sefur mikið um helgar til að bæta það upp. Þetta er algengt meðal unglinga og hefur margvísleg neikvæð áhrif á heilsu og líðan. Við ræddum við Dr.Erlu Björnsdóttur sálfræðing frá Betri Svefni í þættinum í dag.

Í janúar 2021 skilaði starfshópur skipaður af Heilbrigðisráðherra skýrslu með tillögum um fyrirkomulag samstarfsverkefna í heilsueflingu eldra fólks með það að markmiði að gera eldra fólki kleift að búa í heimahúsum eins lengi og kostur er. Verkefni fékk nafnið Bjartur lífsstíll, með það að leiðarljósi að hreyfing verði að lífsstíl hjá eldra fólki. Hægt er að kynna sér verkefnið á www.bjartlif.is Þær Ásgerður Guðmundsdóttir og Margrét Regína Grétarsdóttir eru verkefnastjórar heilsueflingar í Björtum lífsstíl og þær komu í þáttinn í dag.

Svo hringdum við í Felix Bergsson, en hann er staddur í Liverpool með Eurovisionhópi Íslands. Diljá Pétursdóttir stígur á svið í seinni undanúrslitum keppninnar í kvöld og syngur lagið Power sem hún samdi ásamt Pálma Ragnari Ásgeirssyni. Við heyrðum hver stemningin er í íslenska hópnum og hvers megi vænta í kvöld.

TÓNLIST Í ÞÆTTINUM:

Nætur / Sigríður Beinteinsdóttir (Friðrik Karlsson og Stefán Hilmarsson)

All Kinds of Everything / Dana (Derry Lindsay og Jackie Smith)

Never ever let you go / Rollo and King (Stefan Nielsen, Sören Poppe og Thomas Brekling)

Power / Diljá (Diljá Pétursdóttir og Pálmi Ragnar Ásgeirsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,