13:00
Samfélagið
Enduvinnsla á veiðarfærum, eftir krabbamein og umhverfispistill
Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er nú að mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess að margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram að fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig að kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Við forvitnumst um endurvinnslu á veiðarfærum í Samfélaginu í dag. Hampiðjan sendir árlega nokkur mikið magn af veiðarfærum sem ekki eru lengur ?notkun úr landi í endurvinnslu. Þetta eru að miklu leyti veiðarfæri úr nælonefnum en líka málmar og gúmmí. Georg Haney er, umhverfisstjóri Hampiðjunnar segir okkur betur frá þessu.

Þegar krabbameinsmeðferð lýkur gera sjúklingar og aðstandendur oft ráð fyrir að heilsan verði aftur eins og hún var áður en krabbameinið greindist. Það er þó ekki raunin hjá öllum. Margir búa við andlegar og líkamlegar aukaverkanir af völdum krabbameinsins eða meðferðarinnar sem geta haft mikil áhrif á líðan fólks. Krabbameinsfélagið vill taka betur utan um þennan hóp og við ræðum við sérfræðing hjá þeim, Vigdísi Guðmundsdóttur, um áskoranir þessa hóps og hvaða eftirfylgni þau þurfa.

Bryndís Marteinsdóttir flytur okkur svo umhverfispistil í lok þáttar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,