23:05
Lestin
'Ríða- og drekkudúkka' vex úr grasi: 20 ára rappferill Emmsjé Gauta
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Gestur Lestarinnar þennan fimmtudaginn er Gauti Þeyr Másson, Emmsjé Gauti, tónlistarmaður og rappari. Hann heldur upp á 20 ára rappafmæli sitt á tónleikum í Gamla Bíói í næstu viku - rappferill sem hófst á Rímnaflæði í Miðbergi en hefur leitt hann upp á stærstu svið íslenskrar tónlistar. Slagarar eins Reykjavík, Malbik, Silfurskotta og Strákarnir eru orðnir hluti af íslenskri popptónlistarsögu. Gauti ætlar að sitja með okkur í þætti dagsins og fara yfir 20 ára feril í íslensku rappi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,