16:05
Síðdegisútvarpið
11.maí
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Þingvallanefndar kom til okkar í gær og ræddi við okkur um að tímabært væri að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlu en þingmaðurinn vill að tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi fari af stað af nýju, fyrir Covid hafi verið búið að fá samþykki fyrir sjúkraþyrlunni en sökum faraldursins hafi verið erfitt að prufukeyra verkefni af því að þá voru engir ferðamenn. Vilhjálmur fór yfir þau mörgu verkefni sem slík þyrla gæti leyst af hólmi og talaði um kosti hennar. Á eftir kemur til okkar Björn Brekkan Björnsson flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni til að ræða þessi mál frekar og þá helst hvernig Landhelgisgæslan stendur að neyðarviðbragði á þyrlu

Við fáum til okkar 12 vaska karla sem kalla sig Fósturvísa og eru afsprengi úr karlakórnum Fóstbræðrum. Þeir ætla að syngja og styrkja þar með Pieta samtökin á laugardaginn í Borgarnesi og við fáum aðeins forskot á sæluna hér í Síðdegisútvarpi dagsins.

Halldór Örn Þorsteinsson kallaður stærðfræðihvíslarinn er starfandi stærðfræðikennari sem hefur kennt stærðfræði í yfir 14 ár. En hvernig er hægt að hvísla stærðfræðikennslu að börnum og unglingum við fáum að vita það í þættinum.

Það þarf ekki að segja ykkur frá því að seinni undankeppni Eurovision er i kvöld og Ísland er þar á meðal þjóða. Við ætlum að hita upp með þeim Jóhannesi Þór Skúlasyni sem er framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar og Markúsi Þórhallssyni fréttamanni sem eru annálaðir spekúlantar þegar kemur að keppninni.

MeMe vikunnar er á sínum stað Atli Fannar Bjarkason fer yfir það heitasta á vefmiðlum heimsins.

En við byrjum á Raghildi Vigfúsdóttur og Göngum saman.

Var aðgengilegt til 10. maí 2024.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,