06:50
Morgunvaktin
Njósnir ríkja stundum eins og póker
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Við fjölluðum um tyrknesk stjórnmál en Tyrkir ganga að kjörborðinu á sunnudag og kjósa bæði til þings og embættis forseta. Erdogan forseti sækist eftir endurkjöri en á undir högg að sækja í könnunum. Eins og nú horfir þarf hann að rýma forsetahöllina fyrir mótframbjóðandanum Kilis-dar-olu. En um hvað er kosið og hvernig er ástand mála í þessu stóra og fjölmenna ríki? Sema Erla Serdarólu fylgist vel með og ræddi við okkur.

Njósnir eru líka á dagskrá. Nýverið spurðist af umfangsmiklum njósnum Rússa á innviðum Norðurlandanna; ljósleiðurum, rafmagnsköplum og fleiru slíku. Þetta kom kannski ekki á óvart en var í alla staði óþægilegt. Vitað er að ríki stunda allskonar upplýsingasöfnun um önnur en hvenær verður slík söfnun að njósnum? Hvar liggja mörkin? Við ræddum þessi mál við Smára McCarthy, fyrrverandi alþingismann.

Og svo er það komman. Hún á víst undir högg að sækja í dönsku ritmáli - Borgþór Arngrímsson sagði okkur frá því í spjalli um dönsk málefni í gær. En hver er staða kommunnar í íslensku ritmáli? Já og annarra greinarmerkja? Jóhannes B. Sigtryggsson íslenskufræðingur, rannsóknardósent hjá Árnastofnun, og ritstjóri Stafsetningaorðabókarinnar.

Tónlist:

Gerry and The Pacemakers - Ferry cross the Mersey.

Costello, Elvis - Sleepless nights.

SIGURÐUR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Orðin mín.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,