14:03
Á tónsviðinu
Regnsónata Brahms
Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Í þættinum verður slegist í för með tónskáldinu Johannesi Brahms í hellirigningu. Flutt verður Regnsónatan (fiðlusónata nr.1 í G-dúr) eftir Brahms, en hún dregur nafn sitt af því að tónskáldið byggði hana að nokkru leyti á tveimur söngvum sem hann hafði áður samið og fjalla báðir um rigningu. Þeir verða líka fluttir í þættinum svo og fleiri rigningarsöngvar eftir Brahms. Umsjón hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Var aðgengilegt til 09. ágúst 2023.
Lengd: 50 mín.
,