Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði, bauð upp á ráðlagðan dagskammt en þar var meðal annars fjallað um hreinleika matvæla, tíma sem fer í að undirbúa og nærast. Eins matarsóun og sumarmat.
Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri sagði frá Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga sem er haldin árlega á Sæluviku Skagfirðinga. Gunnar fór með þá fyrriparta sem fólk er beðið um að botna í þættinum en þeir tengjast vorkomunni. Eins mælir Gunnar með því að vísnasmiðir spreyti sig á að yrkja um tíðar sólarlandaferðir Íslendinga, skoðun seðlabankastjóra á þeim og afleiðingar að hans mati en þess má geta að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er einmitt úr Skagafirði, nánar tiltekið Hólum í Hjaltadal.
Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar, ræddi hátíðina sem hófst á miðvikudag og lýkur á sunnudaginn. Fjölmargir viðburðir eru í boði og bæði hægt að mæta á staðinn eða fylgjast með í streymi.
Tónlist:
Vikivaki (vorið kemur) - Diddú,
Stars fell on Alabama - Cannonball og Coltrane,
Sea of love - Iggy Pop.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um eitt mannskæðasta slys í sögu Noregs. Í illviðri 27. mars 1980 hvolfdi olíuborpallinum Alexander Kielland á Norðursjó og 123 menn fórust.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var teiknarinn Halldór Baldursson. Hann hefur teiknað hárbeittar skopmyndir í dagblöðum og fréttamiðlum í áraraðir, Viðskiptablaðinu, Blaðinu, 24 stundum, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og hefur nú fært sig yfir á visir.is. Hann hefur kennt teikningu og myndskreytingu við Listaháskóla Íslands auk þess að hafa myndskreytt fjölda bóka og auglýsinga. Við töluðum við Halldór í dag um það hvenær og hvernig hann byrjaði að teikna, um skopmyndir og það að dansa á línunni þegar kemur að húmor.
Í matarspjallinu í dag töluðum við svo um samlokur. Það væri hægt að tala endalaust um mismunandi samlokur, en við höfðum sem upphafspunkt þessar týpísku samlokur sem hægt er að kaupa út um allt með til dæmis túnfisk- rækju- skinkusalati eða roast beef og bárum þær saman við heimasmurðar samlokur og heimagerð salöt.
Tónlist í þættinum í dag:
Egils appelsín / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)
Sunshine on Leith / The Proclaimers (Charlie Reid og Craig Reid)
Whatcha See is Whatcha Get / The Dramatics (Tony Hester)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Brynhildur Björnsdóttir söngkona og fjölmiðlakona.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Maður á þrítugsaldri lést eftir hnífstungu við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði skömmu fyrir miðnætti í gær. Fjórir voru handteknir með aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra.
Varðskipið Freyja vinnur nú að því að draga flutningaskipið Wilson Skaw varfærnislega á meira dýpi. Skipið losnaði af strandstað í aukinni ölduhæð og vindi í morgun. Það strandaði á Húnaflóa á þriðjudaginn.
Rússnesk yfirvöld rannsaka hvers vegna herþota varpaði sprengju á rússnesku borgina Belgorod í gærkvöld. Borgin er nálægt víglínunni nærri Úkraínu og varnarmálaráðuneytið segir að mistök hafi verið gerð.
Yfir fjögur hundruð hafa fallið og hátt í fjögur þúsund særst í borgarastyrjöldinni í Súdan.
Öldrunarlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri segir að starfsfólk hafi miklar áhyggjur af fækkun hjúkrunarrýma í bænum. Tvöfalt fleiri bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili en á sama tíma í fyrra.
Dominic Raab sagði í morgun af sér embætti í bresku ríkisstjórninni. Hann er sagður hafa sýnt undirmönnum sínum ógnandi tilburði á fundum í ráðuneytum sínum.
Sóttvarnalæknir telur að annir í heilbrigðiskerfinu og efasemdir um bólusetningu geti skýrt minni þátttöku í bólusetningum barna frá heimsfaraldri. Þátttakan er þó enn mjög mikil.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Silíkonbrjóstapúðinn er rúmlega sextugur og hefur notið síaukinna vinsælda eftir því sem árin hafa liðið. Talið er að silíkonpúðar séu settir í um 300 manns á ári á Íslandi. En á undanförnum árum hefur komið í ljós að samband getur verið á milli silikonpúða og veikinda. Talið er að um 3% þeirra sem fá grædda í sig púða fái svokallað ASIA heilkenni, upplifi mikla þreytu, vöðvaverki, liðverki, einbeitingarskort og fleiri illskilgreinanleg einkenni.
Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við verðum á Vestfjörðum í dag. Byrjum í Bolungarvík, þar sem ég er staddur núna. Hér ætlum við að tala við Þorstein Másson. Hann er framkvæmdastjóri Bláma sem vinnur að því að finna leiðir í orkuskiptum í samgöngum og iðnaði. Ræðum meðal annars um þekkinguna á þeim vélum og búnaði sem þarf að vera til staðar og veltum fyrir okkur hvort sú þekking sé til staðar.
Við ræðum svo við Söndru Magdalenu Granquist selasérfræðing í dýraspjalli dagsins en hún er á hvammstanga þar sem selasetur íslands er statt. Sandra segir okkur allt um rannsóknir sínar á selum og hvernig staða þeirra er við Ísland - og svo útskýrir hún kannski fyrir okkur afhverju kópar eru sætasta ungviði dýraríkisins.
Málfarsmínúta
Svo rennum við inn á Ísafjörð og hittum þar Nanný Örnu Guðmundsdóttur bæjarfulltrúa og framkvæmdastjóra ferðþjónustufyrirtækisins Borea Adventures. Spyrjum hana aðeins út í sumarið sem hófst í gær - bæði frá sjónarhorni bæjarfulltrúans og framkvæmdastjórans.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Um leið og Elísabet Englandsdrottning lést í september 2022 á 97. aldursári eftir 70 ára valdatíð tók Karl sonur hennar við völdum. Hann er sá ríkisarfi í sögu Bretlands sem lengst hefur beðið eftir því að taka við og ætti að vera vel undirbúinn fyrir starfið.
Hvað hefur hann gert öll þessi ár? Hvernig voru uppvaxtarár hans og hvernig hefur lífshlaup hans verið. Hefur það undirbúið hann vel fyrir þetta hlutverk?
Karl verður krýndur 6. maí við afar hátíðlega athöfn sem byggir á fornum hefðum og venjum. Við skyggnumst bak við rauðu flauelstjöldin og skoðum hvernig konungur er krýndur og veltum fyrir okkur hversvegna yfirhöfuð sé verið að framkvæma þessa athöfn. Þessa þriðja Bretakonungs sem ber nafnið Karl bíða ýmsar áskoranir, ekki síst í einkalífinu þar sem samskipti í nánustu fjölskyldu hans hafa verið stirð.
Hver er maðurinn sem tekur nú við þessu áberandi og valdamikla hlutverki? Við förum aftur í tímann og líka áfram og veltum fyrir okkur; hver er framtíð breska konungsveldisins. Til að varpa ljósi á það er rætt við fólk úr ýmsum áttum.
Umsjónarmaður: Anna Lilja Þórisdóttir.
Hver er Karl 3. Bretakonungur? Stiklað á stóru um lífshlaup hans, allt frá litlum prins til manns á eftirlaunaaldri, einkalífið, áhugamálin, starfið sem prinsinn af Wales. Hefði hann verið ráðinn í starf konungs ef það hefði verið auglýst? Rætt er við fólk víða að og leitast við að svara spurningunni: Hvað hefur mótað manninn og hver er maðurinn?
Umsjón: Anna Lilja Þórisdóttir.
Útvarpsfréttir.
Íþróttafréttafólk RÚV er með sjónvarpsþættina Aftureldingu á heilanum. Rætt er við fólkið á bakvið tjöldin og líka einstaklinga sem þekkja þemu þáttanna af eigin reynslu.
Til okkar koma Hrafnhildur Skúladóttir, leikja- og markahæsta landsliðskona Íslands í handbolta, og Óskar Bjarni Óskarsson, fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari, sem kannast við ýmislegt tengt kvennaboltanum í þættinum en við byrjum á einum leikstjóra þáttanna, Göggu Jónsdóttur og Ásgeiri Jónssyni, þjálfara, sem lagði leikurum þáttanna handboltalínurnar.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 21. Apríl 2023
Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Lögreglan hefur lokið yfirheyrslum yfir fjórum mönnum, sem voru handteknir eftir að karlmaður á þrítugsaldri lést eftir stunguárás í Hafnarfirði í gærkvöld. Ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim, en verið er að fara yfir rannsóknargögn. Alma Ómarsdóttir ræddi við Grím Grímsson yfirlögregluþjón.
Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á máli Vítalíu Lazarevu gegn þeim Þórði Má Jóhannessyni, Ara Edwald og Hreggviði Jónssyni.
Hún kærði þremenningana fyrir að brjóta á sér kynferðislega í heitum potti í sumarbústað haustið 2020. Málið vakti mikla athygli eftir að Vítalía sagði frá því í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í byrjun árs í fyrra.
Brenna þurfti tæplega 17 milljónum lítra af olíu í fyrra í loðnuvinnslum landsins umfram það sem hefði þurft að gera, vegna skorts á rafmagni. Samtals brenndu verksmiðjurnar 24 milljónum olíulítra í fyrra. Benedikt Sigurðsson sagði frá og talaði við Jóhann Pétur Andersen, framkvæmdastjóra Félags fiskimjölsframleiðdenda.
Á morgun verða kafarar á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw fengnir til að skoða skemmdirnar á skrokki þess. Eins stendur til að dæla olíu úr skipinu og yfir í varðskipið Freyju. Um borð eru um 195 tonn af olíu. Búnaður til þess var fluttur norður í dag. Skipið liggur í Steingrímsfirði á Ströndum.
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi úrskurð dómsmálaráðuneytisins um að synja dæmdum kynferðisafbrotamanni að afplána refsingu sína í gegnum samfélagsþjónustu. Valur Grettisson tók saman.
Dominic Raab, aðstoðar-forsætisráðherra og dómsmálaráðherra Bretlands, sagði af sér í dag eftir að skýrsla var birt þar sem fram kom að hann hefði sýnt undirmönnum sínum ógnandi tilburði og óviðeigandi hegðun á fundum meðan hann var dómsmála- og utanríkisráðherra. Ásgeir Tómasson sagði frá.
69 ára karlmaður var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í París í Frakklandi fyrir sprengjuárás í bænahúsi gyðinga í borginni árið 1980. Maðurinn er af líbönsku og kanadísku bergi brotinn og er háskólaprófessor í Kanada. Róbert Jóhannsson sagði frá.
Hægt er að tala íslensku við gervigreindina GPT-4 í gegnum raddappið Emblu. Embla er app sem fólk getur talað við. Isak Regal sagði frá og talaði við Kötlu Ásgeirsdóttur og gervigreindina.
Vísindamenn á vegum Ráðgjafarmiðstöðar landbúnaðarins og Tilraunastöðvar Háskóla Íslands á Keldum vinna að því að finna verndandi arfgerð gegn riðu í sauðfé auk Karólínu Elísabetardóttur, bónda og rithö
Brot úr Morgunvaktinni.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru lög með Lovell systrum frá Atlanta, sem hófu söngferil sinn sem Lovell Sisters, en breyttust í dúettinn Larkin Poe þegar elsta systirn hætti i árslok 2009. Lovell systur spiluðu upphaflega Bluegrass og kántrý en Larkin Poe hefur hallað sér meira í átt að blústónlist.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Við verðum á Vestfjörðum í dag. Byrjum í Bolungarvík, þar sem ég er staddur núna. Hér ætlum við að tala við Þorstein Másson. Hann er framkvæmdastjóri Bláma sem vinnur að því að finna leiðir í orkuskiptum í samgöngum og iðnaði. Ræðum meðal annars um þekkinguna á þeim vélum og búnaði sem þarf að vera til staðar og veltum fyrir okkur hvort sú þekking sé til staðar.
Við ræðum svo við Söndru Magdalenu Granquist selasérfræðing í dýraspjalli dagsins en hún er á hvammstanga þar sem selasetur íslands er statt. Sandra segir okkur allt um rannsóknir sínar á selum og hvernig staða þeirra er við Ísland - og svo útskýrir hún kannski fyrir okkur afhverju kópar eru sætasta ungviði dýraríkisins.
Málfarsmínúta
Svo rennum við inn á Ísafjörð og hittum þar Nanný Örnu Guðmundsdóttur bæjarfulltrúa og framkvæmdastjóra ferðþjónustufyrirtækisins Borea Adventures. Spyrjum hana aðeins út í sumarið sem hófst í gær - bæði frá sjónarhorni bæjarfulltrúans og framkvæmdastjórans.
Kistnihald undir jökli kom út árið 1968. Þar er sagt frá umboðsmanni biskups, Umba, sem sendur er undir Jökul til að kanna stöðu mála í söfnuði einum á Snæfellsnesi. Tilefni fararinnar er að séra Jón Prímus er talinn vera hættur að sinna embættisverkum og hjúskaparstaða hans heldur óljós. Umbi á að setja saman skýrslu um ferð sína og heldur undir Jökul vopnaður segulbandi en skýrslugerðin verður snúnari eftir því sem á líður enda fer Umbi að efast mjög um rökræn tök sín á þeim heimi sem hann er staddur í. Hann þvælist inn í veröldina undir Jökli sem kannski er ekki það versta heldur óvissan um eðli þess veruleika sem hann flækist í.
Höfundur les. Hljóðitað 1975.
Lestrar Halldórs Laxness úr safni RÚV eru færðir þjóðinni að gjöf í samstarfi við Guðnýju Halldórsdóttur og Sigríði Halldórsdóttur, dætur skáldsins.
eftir Halldór Laxness.
Höfundur les.
(Hljóðritað 1975)
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var teiknarinn Halldór Baldursson. Hann hefur teiknað hárbeittar skopmyndir í dagblöðum og fréttamiðlum í áraraðir, Viðskiptablaðinu, Blaðinu, 24 stundum, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og hefur nú fært sig yfir á visir.is. Hann hefur kennt teikningu og myndskreytingu við Listaháskóla Íslands auk þess að hafa myndskreytt fjölda bóka og auglýsinga. Við töluðum við Halldór í dag um það hvenær og hvernig hann byrjaði að teikna, um skopmyndir og það að dansa á línunni þegar kemur að húmor.
Í matarspjallinu í dag töluðum við svo um samlokur. Það væri hægt að tala endalaust um mismunandi samlokur, en við höfðum sem upphafspunkt þessar týpísku samlokur sem hægt er að kaupa út um allt með til dæmis túnfisk- rækju- skinkusalati eða roast beef og bárum þær saman við heimasmurðar samlokur og heimagerð salöt.
Tónlist í þættinum í dag:
Egils appelsín / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)
Sunshine on Leith / The Proclaimers (Charlie Reid og Craig Reid)
Whatcha See is Whatcha Get / The Dramatics (Tony Hester)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Íþróttafréttafólk RÚV er með sjónvarpsþættina Aftureldingu á heilanum. Rætt er við fólkið á bakvið tjöldin og líka einstaklinga sem þekkja þemu þáttanna af eigin reynslu.
Til okkar koma Hrafnhildur Skúladóttir, leikja- og markahæsta landsliðskona Íslands í handbolta, og Óskar Bjarni Óskarsson, fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfari, sem kannast við ýmislegt tengt kvennaboltanum í þættinum en við byrjum á einum leikstjóra þáttanna, Göggu Jónsdóttur og Ásgeiri Jónssyni, þjálfara, sem lagði leikurum þáttanna handboltalínurnar.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Verðlaunin Nordic Women in Tech Awards verða haldin hér á landi í haust en verðlaununum er meðal annars ætlað að auka hluta kvenna í tæknigeiranum. Þóra Óskarsdóttir og Ólöf Kristjánsdóttir komu til okkar og segja okkur betur frá verðlaununum.
Friðrik Jónsson varnarmálasérfræðingur kom til okkar til að ræða veru rússneskra kafbáta hjá norrænum innviðum, íslenskum sæstrengjum og svo framvegis.
Í síðustu viku vakti það athygli að íslendingar á Facebook voru að deila í gríð og erg gjafaleik þar sem gefins var Toyota Hilux jeppi, glænýr en að vísu rispaður. Það virðist vera alveg sama hversu mikið talað er um að láta ekki glepjast af svona gylliboðum vegna hættu á að þetta sé einhverskonar svindl þá eru merkilega margir sem gera það. Við fengum Hjört Árnason til okkar, sem rekur tækniþjónustuna H Árnason sem sérhæfi sig í tæknivörnum. Við ætlum að beina sjónum okkar að öðrum hættum, sem er notkun á svokölluðum QR kóðum en þeir eru t.d. algeng sjón á veitingahúsum, til að auðvelda viðskiptavinum að panta af matseðlum veitingahússins og á auglýsingaskiltum, að því virðist góðkynja kóðar en geta valdið alvarlegri ógn við öryggi farsíma okkar.
Fréttir vikunnar voru á sínum stað með góðum gestum. Erla Hlynsdóttir blaðamaður á Heimildinni og Snorri Másson fréttamaður á Stöð 2 komu til okkar.
Í gær, Sumardaginn fyrsta, kom út lagið Lífið er núna. Það eru vinir Njalla, Njáls Þórðarsonar, sem koma að laginu en Njalli féll frá fyrir um fimm árum eftir baráttu við krabbamein. Njalli var meðlimur í Landi og sonum og Vinum vors & blóma á sínum tíma og nú hafa þeir ásamt Sóldögg, sem hann spilaði líka með, gefið út lag til þess að minnast vinars síns og til þess að minna á minningatónleika sem haldnir verða þann 20 maí nk til styrktar stuðningsfélaginu Krafti. Allir þrír forsöngvarar hljómsveitanna syngja lagið ásamt dóttur Njalla, henni Kötlu Njáls, sem sló svo eftirminnilega í gegn í Söngvakeppninni fyrir rúmu ári. Þeir Gunnar Þór Eggertsson og Siggeir Pétursson komu til okkar í lok þáttar.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Pétur Jóhann Sigfússon og Doddi litli mæta aftur á öldur ljósvakans til að reyna létta lund þjóðarinnar.
Alla föstudaga í mars ætla þeir vera í góðu stuði frá níu fram að hádegisfréttum.
Farið varlega, það gæti tekið sig upp gamalt bros....
Ding Dong 21. apríl 2023
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson & Pétur Jóhann Sigfússon
Tónlist frá útsendingarlogg 2023-04-21
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON OG MEMFISMAFÍAN - Síðasti Móhítótinn.
MUNGO JERRY - In the summertime.
DAFT PUNK - Get Lucky.
BEASTIE BOYS - Intergalactic.
INXS - Need You Tonight.
DJ JAZZY JEFF AND THE FRESH PRINCE - Summertime.
GCD - Sumarið er tíminn.
DILJÁ - Power.
Sobral, Salvador - Amar pelos dois.
DAÐI FREYR - Thank You.
T.A.T.U. - All Things She Said.
WISEGUYS - Ooh La La.
LOVE GURU - Partý á Selfossi Ft. Katla Njáls.
PIXIES - Monkey Gone To Heaven.
Una Torfadóttir - Fyrrverandi.
Sigmar Vilhjálmsson, Land og synir, Jóhannes Ásbjörnsson - Týpískt lag.
Jam & Spoon - Stella.
SPRENGJUHÖLLIN - Verum í sambandi.
THE BLESSED MADONNA & THE HOY - Shades Of Love.
SNOOP DOGGY DOGG - Gin And Juice.
IGORE - Sumarsykur.
HREIMUR - Get ekki hætt að hugsa um þig.
GDRN & FRIÐRIK DÓR & MOSES HIGHTOWER & STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR - Springur út.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Maður á þrítugsaldri lést eftir hnífstungu við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði skömmu fyrir miðnætti í gær. Fjórir voru handteknir með aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra.
Varðskipið Freyja vinnur nú að því að draga flutningaskipið Wilson Skaw varfærnislega á meira dýpi. Skipið losnaði af strandstað í aukinni ölduhæð og vindi í morgun. Það strandaði á Húnaflóa á þriðjudaginn.
Rússnesk yfirvöld rannsaka hvers vegna herþota varpaði sprengju á rússnesku borgina Belgorod í gærkvöld. Borgin er nálægt víglínunni nærri Úkraínu og varnarmálaráðuneytið segir að mistök hafi verið gerð.
Yfir fjögur hundruð hafa fallið og hátt í fjögur þúsund særst í borgarastyrjöldinni í Súdan.
Öldrunarlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri segir að starfsfólk hafi miklar áhyggjur af fækkun hjúkrunarrýma í bænum. Tvöfalt fleiri bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili en á sama tíma í fyrra.
Dominic Raab sagði í morgun af sér embætti í bresku ríkisstjórninni. Hann er sagður hafa sýnt undirmönnum sínum ógnandi tilburði á fundum í ráðuneytum sínum.
Sóttvarnalæknir telur að annir í heilbrigðiskerfinu og efasemdir um bólusetningu geti skýrt minni þátttöku í bólusetningum barna frá heimsfaraldri. Þátttakan er þó enn mjög mikil.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Umsjón: Siggi Gunnars & Lovísa Rut
Siggi Gunnars & Lovísa Rut sá um Poppland þennan föstudaginn. Fórum aftur í tímann, fórum yfir þessar helstu tónlistarfréttir, plata vikunnar á sínum stað og allskonar skemmtileg tónlist.
PÁLMI GUNNARSSON - Þorparinn.
Berndsen & Bubbi - Úlfur Úlfur.
DEAD OR ALIVE - You Spin Me Round (Like A Record).
SOUL 2 SOUL - Back to life (80).
NIA ARCHIVES - Conveniency.
JAMIROQUAI - Little L.
BLOC PARTY - I Still Remember.
FRIÐRIK DÓR - Dönsum (eins og hálfvitar).
Dina Ögon - Mormor.
Loreen - Tattoo.
HJALTALÍN - Stay by You.
POST MALONE - Chemical.
OF MONSTERS & MEN - Little Talks.
NOTHING BUT THIEVES - Welcome To The DCC.
Aron Hannes Emilsson - You.
OFFBÍT & STEINGRÍMUR TEAGUE - Allt á hvolf.
VÖK - Stadium.
Donovan - Sunshine superman.
BEYONCÉ - CUFF IT.
HOLY HRAFN & DR. VIGDÍS - Reyndi bara'ð ná mér (Radio edit).
EARTH WIND & FIRE - September.
Thundercat - Dragonball Durag.
PORTUGAL THE MAN - Dummy.
Helgi Björnsson - Besta útgáfan af mér.
VERA DECAY - Someone bad.
STEVIE NICKS - Edge Of Seventeen.
ALISON GOLDFRAPP - So Hard So Hot.
Una Torfadóttir - Fyrrverandi.
HREIMUR - Get ekki hætt að hugsa um þig.
SUGAR RAY - Every Morning.
SYSTUR - Furðuverur.
EVERYTHING BUT THE GIRL - Caution to the Wind.
DAVID BOWIE - The Jean Genie.
Bowie, David - Cracked actor.
eee gee - More than a Woman.
KÁRI - Sleepwalking.
SHEAD - Trampoline.
JÓI P X PALLY - Face.
THE CURE - The Love Cats.
THE BLESSED MADONNA & THE HOY - Shades Of Love.
Peggy Gou - Starry Night.
Miley Cyrus - Flowers.
GDRN - Af og Til.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við rákum augun í hugleiðingar um steggjanir inn á instagramsíðu karlmennskunnar. En þar var sjónum beint að þeirri skrítnu hefð að meiða og niðurlægja vin sinn sem er að fara að gifta sig. Þetta sé arfleið skaðlegrar karlmennsku sem virðist enn þann dag í dag lifa góðu lífi í steggjunum. Þorsteinn V. Einarsson hlaðvarpsstjórnandi og fyrirlesari Karlmennskunnar kemur til okkar á eftir og ræðir þessi mál við okkur.
Hvernig fær maður þá flugu í höfuðið að búa til sinnep ? Það veit Svava Guðmundsdóttir því hún gerði slíkt og framleiðir nú sinnep undir sínu eigin nafni Svava sinnep.
Um er að ræða íslenskt matarhandverk sem að grunni til er byggt á sænskri sinnepshefð og fer öll framleiðslan fram í Eldstæðinu í Kópavogi. Við heyrum meira af þessu ævintýri í þættinum í dag.
Föstudagsgesturinn okkar í dag er Friðrik Ómar en hann kemur fram í Hallgrímskirkju á sunnudaginn ásamt sænskum kór - fáum að vita allt um það hér á eftir.
Það styttist í Eurovision keppnina sem haldin verður í Liverpool dagana 9.-13. mai nk. Við hittum hana Diljá okkar fyrr í dag hér í útvarpshúsinu og spurðum hana aðeins út í það helsta sem verið er að fínpússa fyrir stóru stundina ytra, og MEME vikunnar er á sínum stað Atli Fannar Bjarkason verður á sínum stað í dag þrátt fyrir að það sé föstudagur en í gær var auðvitað sumardagurinn fyrsti og því fluttist MEME-ið til um einn dag.
Kristín Eysteinsdóttir hefur verið ráðin rektor Listaháskóla Íslands. Þann 1. ágúst tekur hún við af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem hefur gengt stöðunni síðustu tíu ár. Kristín er ráðin til fimm ára með möguleika á endurráðningu til annarra fimm ára. Alls sóttu tuttugu um stöðuna.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 21. Apríl 2023
Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Lögreglan hefur lokið yfirheyrslum yfir fjórum mönnum, sem voru handteknir eftir að karlmaður á þrítugsaldri lést eftir stunguárás í Hafnarfirði í gærkvöld. Ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim, en verið er að fara yfir rannsóknargögn. Alma Ómarsdóttir ræddi við Grím Grímsson yfirlögregluþjón.
Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á máli Vítalíu Lazarevu gegn þeim Þórði Má Jóhannessyni, Ara Edwald og Hreggviði Jónssyni.
Hún kærði þremenningana fyrir að brjóta á sér kynferðislega í heitum potti í sumarbústað haustið 2020. Málið vakti mikla athygli eftir að Vítalía sagði frá því í hlaðvarpsþættinum Eigin konur í byrjun árs í fyrra.
Brenna þurfti tæplega 17 milljónum lítra af olíu í fyrra í loðnuvinnslum landsins umfram það sem hefði þurft að gera, vegna skorts á rafmagni. Samtals brenndu verksmiðjurnar 24 milljónum olíulítra í fyrra. Benedikt Sigurðsson sagði frá og talaði við Jóhann Pétur Andersen, framkvæmdastjóra Félags fiskimjölsframleiðdenda.
Á morgun verða kafarar á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw fengnir til að skoða skemmdirnar á skrokki þess. Eins stendur til að dæla olíu úr skipinu og yfir í varðskipið Freyju. Um borð eru um 195 tonn af olíu. Búnaður til þess var fluttur norður í dag. Skipið liggur í Steingrímsfirði á Ströndum.
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi úrskurð dómsmálaráðuneytisins um að synja dæmdum kynferðisafbrotamanni að afplána refsingu sína í gegnum samfélagsþjónustu. Valur Grettisson tók saman.
Dominic Raab, aðstoðar-forsætisráðherra og dómsmálaráðherra Bretlands, sagði af sér í dag eftir að skýrsla var birt þar sem fram kom að hann hefði sýnt undirmönnum sínum ógnandi tilburði og óviðeigandi hegðun á fundum meðan hann var dómsmála- og utanríkisráðherra. Ásgeir Tómasson sagði frá.
69 ára karlmaður var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í París í Frakklandi fyrir sprengjuárás í bænahúsi gyðinga í borginni árið 1980. Maðurinn er af líbönsku og kanadísku bergi brotinn og er háskólaprófessor í Kanada. Róbert Jóhannsson sagði frá.
Hægt er að tala íslensku við gervigreindina GPT-4 í gegnum raddappið Emblu. Embla er app sem fólk getur talað við. Isak Regal sagði frá og talaði við Kötlu Ásgeirsdóttur og gervigreindina.
Vísindamenn á vegum Ráðgjafarmiðstöðar landbúnaðarins og Tilraunastöðvar Háskóla Íslands á Keldum vinna að því að finna verndandi arfgerð gegn riðu í sauðfé auk Karólínu Elísabetardóttur, bónda og rithö
Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.
Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær sjálft að tala og syngja og maður á að hlusta hátt.
Skálmöld / Narfi
Utangarðsmenn -/ It?s a shame
Metallica / 72 seasons
200 / Leoland
Butthole Surfers / Who was in my room last night
AC/DC / Shot in the dark
Bob Dylan / All along the watchtower (Mikki 1)
SÍMATÍMI
Lúdó og Stefan / Red river rock (Laugardalshöll 2000)
Kaleo / Rock?n roller (óskalag)
IGGY POP Á LÍNUNNI
Iggy Pop / Run like a willian (Mikki 2)
Bob Dylan / Stuck inside of mobile (plata þáttarins)
REM / Supernatural - Superserious
Utangarðsmenn / Ég vil ekki stelpu eins og þig
Rolling Stones / 2000 light years from home (Mikki 3)
The Clash / Should i stay or should i go
Johnny Cash / Personal Jesus (Mikki 4)
Emmylou Harris & Spyboy / Born to run (Mikki 5)
Michael Dean Odin Pollcok & Siggi Sig / The road home
The Cure / Maybe someday
Bob Dylan / Absolutely sweet Marie (plata þáttarins)
Scorpions / Wind of change (óskalag)
Utangarðsmenn / The migrant worker
Muddy Waters / baby please don?t go (live) (Mikki 6)
Talking Heads / Once in a lifetime (Mikki 7)
Bob Dylan / I want you (plata þáttarins)
Blönduð tónlist frá 10. áratug síðustu aldar.