12:42
Þetta helst
Silíkonbrjóst og ASIA heilkennið
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Silíkonbrjóstapúðinn er rúmlega sextugur og hefur notið síaukinna vinsælda eftir því sem árin hafa liðið. Talið er að silíkonpúðar séu settir í um 300 manns á ári á Íslandi. En á undanförnum árum hefur komið í ljós að samband getur verið á milli silikonpúða og veikinda. Talið er að um 3% þeirra sem fá grædda í sig púða fái svokallað ASIA heilkenni, upplifi mikla þreytu, vöðvaverki, liðverki, einbeitingarskort og fleiri illskilgreinanleg einkenni.

Ragnhildur Thorlacius sér um þáttinn.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
,