16:05
Síðdegisútvarpið
21.apríl
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Við rákum augun í hugleiðingar um steggjanir inn á instagramsíðu karlmennskunnar. En þar var sjónum beint að þeirri skrítnu hefð að meiða og niðurlægja vin sinn sem er að fara að gifta sig. Þetta sé arfleið skaðlegrar karlmennsku sem virðist enn þann dag í dag lifa góðu lífi í steggjunum. Þorsteinn V. Einarsson hlaðvarpsstjórnandi og fyrirlesari Karlmennskunnar kemur til okkar á eftir og ræðir þessi mál við okkur.

Hvernig fær maður þá flugu í höfuðið að búa til sinnep ? Það veit Svava Guðmundsdóttir því hún gerði slíkt og framleiðir nú sinnep undir sínu eigin nafni Svava sinnep.

Um er að ræða íslenskt matarhandverk sem að grunni til er byggt á sænskri sinnepshefð og fer öll framleiðslan fram í Eldstæðinu í Kópavogi. Við heyrum meira af þessu ævintýri í þættinum í dag.

Föstudagsgesturinn okkar í dag er Friðrik Ómar en hann kemur fram í Hallgrímskirkju á sunnudaginn ásamt sænskum kór - fáum að vita allt um það hér á eftir.

Það styttist í Eurovision keppnina sem haldin verður í Liverpool dagana 9.-13. mai nk. Við hittum hana Diljá okkar fyrr í dag hér í útvarpshúsinu og spurðum hana aðeins út í það helsta sem verið er að fínpússa fyrir stóru stundina ytra, og MEME vikunnar er á sínum stað Atli Fannar Bjarkason verður á sínum stað í dag þrátt fyrir að það sé föstudagur en í gær var auðvitað sumardagurinn fyrsti og því fluttist MEME-ið til um einn dag.

Kristín Eysteinsdóttir hefur verið ráðin rektor Listaháskóla Íslands. Þann 1. ágúst tekur hún við af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem hefur gengt stöðunni síðustu tíu ár. Kristín er ráðin til fimm ára með möguleika á endurráðningu til annarra fimm ára. Alls sóttu tuttugu um stöðuna.

Var aðgengilegt til 20. apríl 2024.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,