13:00
Samfélagið
Orkuskiptaþekking, selir, málfar og vestjarðasumar
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Við verðum á Vestfjörðum í dag. Byrjum í Bolungarvík, þar sem ég er staddur núna. Hér ætlum við að tala við Þorstein Másson. Hann er framkvæmdastjóri Bláma sem vinnur að því að finna leiðir í orkuskiptum í samgöngum og iðnaði. Ræðum meðal annars um þekkinguna á þeim vélum og búnaði sem þarf að vera til staðar og veltum fyrir okkur hvort sú þekking sé til staðar.

Við ræðum svo við Söndru Magdalenu Granquist selasérfræðing í dýraspjalli dagsins en hún er á hvammstanga þar sem selasetur íslands er statt. Sandra segir okkur allt um rannsóknir sínar á selum og hvernig staða þeirra er við Ísland - og svo útskýrir hún kannski fyrir okkur afhverju kópar eru sætasta ungviði dýraríkisins.

Málfarsmínúta

Svo rennum við inn á Ísafjörð og hittum þar Nanný Örnu Guðmundsdóttur bæjarfulltrúa og framkvæmdastjóra ferðþjónustufyrirtækisins Borea Adventures. Spyrjum hana aðeins út í sumarið sem hófst í gær - bæði frá sjónarhorni bæjarfulltrúans og framkvæmdastjórans.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,