12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 21. apríl 2023
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Maður á þrítugsaldri lést eftir hnífstungu við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði skömmu fyrir miðnætti í gær. Fjórir voru handteknir með aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Varðskipið Freyja vinnur nú að því að draga flutningaskipið Wilson Skaw varfærnislega á meira dýpi. Skipið losnaði af strandstað í aukinni ölduhæð og vindi í morgun. Það strandaði á Húnaflóa á þriðjudaginn.

Rússnesk yfirvöld rannsaka hvers vegna herþota varpaði sprengju á rússnesku borgina Belgorod í gærkvöld. Borgin er nálægt víglínunni nærri Úkraínu og varnarmálaráðuneytið segir að mistök hafi verið gerð.

Yfir fjögur hundruð hafa fallið og hátt í fjögur þúsund særst í borgarastyrjöldinni í Súdan.

Öldrunarlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri segir að starfsfólk hafi miklar áhyggjur af fækkun hjúkrunarrýma í bænum. Tvöfalt fleiri bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili en á sama tíma í fyrra.

Dominic Raab sagði í morgun af sér embætti í bresku ríkisstjórninni. Hann er sagður hafa sýnt undirmönnum sínum ógnandi tilburði á fundum í ráðuneytum sínum.

Sóttvarnalæknir telur að annir í heilbrigðiskerfinu og efasemdir um bólusetningu geti skýrt minni þátttöku í bólusetningum barna frá heimsfaraldri. Þátttakan er þó enn mjög mikil.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,