06:50
Morgunvaktin
Ráðlagður dagskammtur, vísnakeppni og bókmenntir
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði, bauð upp á ráðlagðan dagskammt en þar var meðal annars fjallað um hreinleika matvæla, tíma sem fer í að undirbúa og nærast. Eins matarsóun og sumarmat.

Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri sagði frá Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga sem er haldin árlega á Sæluviku Skagfirðinga. Gunnar fór með þá fyrriparta sem fólk er beðið um að botna í þættinum en þeir tengjast vorkomunni. Eins mælir Gunnar með því að vísnasmiðir spreyti sig á að yrkja um tíðar sólarlandaferðir Íslendinga, skoðun seðlabankastjóra á þeim og afleiðingar að hans mati en þess má geta að Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er einmitt úr Skagafirði, nánar tiltekið Hólum í Hjaltadal.

Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar, ræddi hátíðina sem hófst á miðvikudag og lýkur á sunnudaginn. Fjölmargir viðburðir eru í boði og bæði hægt að mæta á staðinn eða fylgjast með í streymi.

Tónlist:

Vikivaki (vorið kemur) - Diddú,

Stars fell on Alabama - Cannonball og Coltrane,

Sea of love - Iggy Pop.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,