22:10
Mannlegi þátturinn
Halldór Baldursson föstudagsgestur og samlokuspjall
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var teiknarinn Halldór Baldursson. Hann hefur teiknað hárbeittar skopmyndir í dagblöðum og fréttamiðlum í áraraðir, Viðskiptablaðinu, Blaðinu, 24 stundum, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og hefur nú fært sig yfir á visir.is. Hann hefur kennt teikningu og myndskreytingu við Listaháskóla Íslands auk þess að hafa myndskreytt fjölda bóka og auglýsinga. Við töluðum við Halldór í dag um það hvenær og hvernig hann byrjaði að teikna, um skopmyndir og það að dansa á línunni þegar kemur að húmor.

Í matarspjallinu í dag töluðum við svo um samlokur. Það væri hægt að tala endalaust um mismunandi samlokur, en við höfðum sem upphafspunkt þessar týpísku samlokur sem hægt er að kaupa út um allt með til dæmis túnfisk- rækju- skinkusalati eða roast beef og bárum þær saman við heimasmurðar samlokur og heimagerð salöt.

Tónlist í þættinum í dag:

Egils appelsín / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)

Sunshine on Leith / The Proclaimers (Charlie Reid og Craig Reid)

Whatcha See is Whatcha Get / The Dramatics (Tony Hester)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,