Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Alfreð Finnsson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Tíu prósent Jarðar eða þar um bil eru hulin frosnu vatni í ýmsu formi. Það eru jöklar og hafís og snjór og sífreri og sitthvað fleira. Allt er þetta mikilvægt lífríkinu og jafnvæginu á jörðinni en með hlýnuninni eru blikur á lofti. Við fjölluðum um þetta með Önnu Huldu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands.
Ásgeir Brynjar Torfason var líka með okkur. Hann fjallaði um verðbólgu og vaxtahækkanir í heiminum.
Svo fórum við til Kína í huganum með Línu Guðlaugu Atladóttur sem hefur skrifað bók um ríkið og kínversku þjóðina, söguna og fleira. Við ræddum líka við hana um mótmælin gegn covidaðgerðum, sem nú breiðast út um landið.
Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist:
Monday, monday - Mamas and the Papas
Memphis - Janis Ian og Willie Nelson
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Diddú rifjar upp þegar hún gerði jólaplötuna Jólastjarna fyerir 25 árum.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru lög eftir bandarísku lagasmiðina Jerry Leiber og Mike Stoller, sem íslenskt tónlistarfólk flytur. Flytjendur eru Berti Möller og Hljómsveit Svavars Gests, Stefán Jónsson og Lúdó sextett, SAS tríóið, Andrea Gylfadóttir og Blúsmenn, Björgvin Halldórsson í hlutverki Bödda Billó, Lónlí blú bojs, Laddi, Friðrik Óma, Roof Tops og Hundur í óskilum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Er hugsanlegt að inntaka á sýklalyfjum snemma í barnæsku geti haft áhrif á heilsu barna síðar meir, eins og til dæmis svörun við bólusetningum? Birta Bæringsdóttir starfar sem sérnámslæknir á Barnaspítalanum og er að gera rannsókn sem snýst um þetta. Sýklalyf geta haft áhrif á þarmaflóruna í meltingarveginum sem er mikilvæg fyrir þroska ónæmiskerfisins og hugsanlegt er að sýklalyfjanotkun geti valdið því að einstaklingar séu útsettari fyrir sýkingum. Við tölum við Birtu hér á eftir.
Við fáum nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og undanfarna mánudaga. Í þetta sinn ber hann vinkilinn að lestarteinum. Meira um það hér á eftir.
Og lesandi vikunnar í dag er Árni Árnason, rithöfundur. Hann var að senda frá sér bókina Vængjalaus. En í dag ætlar hann að segja okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Árni talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Mars eftir Sunnevu Kristínu Sigurðardóttur
Ólöf eskimói efir Inga Dóra Björnsdóttir
Þar sem vegurinn endar eftir Hrafn Jökulsson
Eyjan hans Múmínpabba eftir Tove Janson
Takk fyrir komuna eftir nemendur í ritlist
Mánasteinn eftir Sjón
Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson
Vigdís Grímsdóttir, Frederik Backman, Jonas Jonasson og Paul Auster.
Tónlist í þættinum í dag:
Hámenningin / Halli Reynis (Halli Reynis)
Ást er æði / Björgvin Halldórsson og Ragnheiður Gröndal (Sam & Ruby og Kristinn G. Bjarnason)
Bruce Springsteen / Used cars (Bruce Springsteen)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Eirún Sigurðardóttir myndlistarkona
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Það var rétt fyrir miðnætti, á fimmtudagskvöldinu 17. nóvember, sem stór hópur svartklæddra manna réðst inn á skemmtistaðinn Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur. Mennirnir voru vopnaðir, með grímur fyrir vitum sér, og voru að leita að ákveðnum einstaklingum til að ganga í skrokk á þeim. Þeir stungu þrjá, enga lífshættulega þó, og flúðu svo af hólmi. Og þá fór heldur betur dramatísk atburðarrás af stað í samfélaginu. Árásin náðist á öryggismyndavélar, efninu var reyndar síðar í vikunni lekið til fjölmiðla, líklega af lögreglunni, og er það litið mjög alvarlegum augum. Það var kveikt í mótorhjólum, molotovkokteilum kastað á fjölbýlishús og reyksprengjum inn á skemmtistaði, ungabörnum var hótað lífláti. Lögreglan hefur handtekið um þrjátíu manns í tengslum við rannsóknina, en sleppt flestum, þó að margir hafi líka verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Fangelsin eru orðin yfirfull og lögreglan keyrir um miðborgina með blá ljós til að vera sýnileg. Einkaskilaboð um yfirvofandi hefndaraðgerðir í miðbænum sem áttu að gerast nú um helgina gengu á milli fólks á samfélagsmiðlum, dómsmálaráðherra boðaði stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi og veitingahúsaeigendur óttuðust að fólk mundi bara ekki þora að koma í bæinn. Vísir.is var með beina útsendingu úr miðbænum fyrir áhugasama. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið nánast í daglegum viðtölum síðan árásin varð og það sem er nú orðið ljóst er að þetta voru átök á milli tveggja hópa, eins konar gengjastríð. Sendiráð Bandaríkjanna, Bretlands og Kanada sendu öll út viðvaranir til landa sinna um að fara varlega í miðborginni, forðast þéttsetna staði og tilkynna grunsamlegar mannaferðir. Sunna Valgerðardóttir fer í þætti dagsins yfir þessa sérstöku atburðarrás liðinnar viku sem hófst opinberlega með einhvers konar gengjaátökum á Bankastræti club, fimmtudagskvöldið 17. nóvember, þó að aðdragandinn hafi vissulega verið lengri.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Íslendingar eru komnir í neyslugírinn nú í aðdraganda jólanna, afsláttardagar og auglýsingar dynja á okkur, allt miðar að því að kaupa og missa ekki af æðislegum hlutum á stórkostlegum afslætti. Þorbjörg Sandra Brakke er ein þeirra sem kemur að verkefninu Saman gegn sóun, sem tilheyrir Umhverfisstofnun, og þau vilja reyna að mynda ákveðið mótvægi gegn þessu með fræðslu og ábendingum um hvernig má gera jólin umhverfisvænni með breyttum áherslum þegar kemur að gjöfum og innkaupum.
Við höldum svo áfram í svipuðum takti og ræðum við stofnendur Spjara fataleigunnar, sem vilja breyta því hvernig við notum og kaupum föt, vilja leggja áherslur á endurnýtingu, fataleigur og nýja hönnun. Kristín Edda Óskarsdóttir og Sigríður Guðjónsdóttir koma í heimsókn.
VIð fáum svo fyrsta innslagið af nokkrum sem fjalla um samfélagsmiðla áhrif þeirra á fólk og samfélag, rannsóknir á þeim og fleira. Þorgeir Ólafsson sér um þessa örþætti sem verða á dagskrá í Samfélaginu næstu vikurnar og í dag ræðir hann við Jón Gunnar Ólafsson nýdoktor við Háskóla Íslands um upplýsingaóreiðu, falsfréttir og upplýsingastríð. Þeir ræða meðal annars hvað átt er við með þessum hugtökum, mismunandi aðferðum við að dreifa röngum upplýsingum og aðferðum við að sía þær út.
Málfarsmínútan er á sínum stað og svo fáum við heimsókn frá safni RÚV - að þessu sinni heyrum við viðtal frá miðri síðustu öld við Katrínu Thoroddsen lækni.
Útvarpsfréttir.
Í þættinum verður ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar verður rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti verður rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu. Netfang þáttarins: <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>
Umsjón Magnús R. Einarsson. Þættirnir eru einnig á hlaðvarpi RÚV <a href="http://www.ruv.is/podcast"> HLAÐVARP RÚV</a>
Gestur Hringsólar verður Egill Bjarnason, háskólanemi og ljósmyndari. Egill ferðaðist í hálft ár um vestur hluta Afríku í fyrra og fór hjólandi rúma sex þúsund kílómetra. Hann segir ferðasögu sína í þættinum.
Útvarpsfréttir.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Rússar eru sagðir hafa breytt kornökrum víða um Úkraínu í jarðsprengjuakra. Talið er að svæði sem er jafnstórt og rúmlega eitt og hálft Ísland sé þakið þessum skaðræðisvopnum. Sérfræðingur segir að það eigi eftir að taka tuttugu ár að hreinsa jarðveginn. Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallar um málið og ræðir meðal annars við Alistair Moir sem hefur yfir tíu ára reynslu af umsjón með sprengjuleit, svo sem í Suður-Súdan, Sómalíu, Kambódíu, Mjanmar og Sri Lanka og Kataryna Templeton, verkefnastjóra yfir Úkraínu hjá MAG eða The Mines Advisory Group, sem eru samtök sem sérhæfa sig í leit að jarðsprengjum og fræðslu fyrir íbúa stríðshrjáðra svæða.
Morð, mútugreiðslur og óöld áratuganna fyrir aldamót í mörgum ríkjum Suður-Ameríku eru orðin hluti daglegs lífs í sumum hafnarborgum Evrópu. Kókaíni er smyglað til meginlandsins sem aldrei fyrr og uppgjafar gætir í stríðinu gegn eiturlyfjum, sem enn er háð beggja vegna Atlantshafsins, þar sem flestir hafa þegar játað ósigur. Nýr forseti Kólumbíu vill hætta stríðsrekstrinum sem hafi litlu skilað. Eiturlyfjaiðnaðurinn sé orðinn öflugri nú en á tímum kókaínbarónsins Pablos Escobars. Bjarni Pétur segir okkur frá.
Albínismi er algengari í Afríku en víða annars staðar en fólk með þetta genafrávik er mjög útsett fyrir ofbeldi og áreitni víða í álfunni. Því er enn trúað að bein þeirra hafi lækningarmátt og færi lukku. Birta skoðaði málið.
Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Ragnheiður Jónsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1933 og fagnar því níutíu árum á næsta ári. Ragnheiður prófaði sig áfram með olíuliti og keramík en vendipunktur varð á hennar ferli þegar hún uppgötvaði grafíkina. Annar vendipunktur varð á hennar ferli þegar hún hélt til Parísar í nám, tuttugu árum eftir að hafa ákveðið að helga sig listinni, og fimm börnum síðar. Víðsjá sótti Ragnheiði heim til að ræða hennar íkoníska verk, Deluxe and delightful, en spjallið fór um víðan völl, til Kaupmannahafnar og Parísar, til æskustöðvanna í Þykkvabæ og upp á hól við Austurvöll með gott útsýni yfir rauðsokkana sem sungu Áfram stelpur. Víðsjá dagsins er tileinkuð Ragnheiði og hennar ævistarfi.
Umsjón: Halla Harðardóttir
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Rætt er við myndlistarmanninn Sigurð Ámundason sem frumsýnir nýtt leikrit, Hið ósagða, í Tjarnarbíó þann 1. desember, og einn leikara í verkinu, Ólaf Ásgeirsson. Leikritið er óvenjulegt að því leiti að leikarar leika látbragðsleik á sviðinu meðan hljóðupptaka af texta þeirra er flutt. Leikmyndinni er varpað á stórt tjald fyrir aftan leikarana og er útkoman einskonar blanda af gjörningi, leikriti og kvikmynd.
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, listfræðingur og starfsmaður Þroskahjálpar, flytur sinn fyrsta pistil í pistlaröð um tækni og fötlun. Að þessu sinni segir hún frá upplifun sinni af pósthúsinu.
Við endurflytjum innslag frá apríl 2021 þar sem Kristján Guðjónsson kannar sögu sovésku neðanjarðarrokksenunnar og tilurð safnplötunnar Red Wave. Til að platan gæti orðið að veruleika smyglaði Bandaríska söngkonan Joanna Stingray hljóðfærum, græjum og upptökum yfir landamærin.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 28. nóvember 2023
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Kormákur Marðarson
Fjármálaráðherra boðar aukin fjárframlög til heilbrigðis- og löggæslumála í breytingatillögu við fjárlagafrumvarpið sem var lögð fram í dag. Heildarútgjöld ríkisins aukast um fimmtíu milljarða.
Stjórnvöld í Úkraínu segja linnulausar árásir Rússa á orkuinnviði vera þjóðarmorð. Í höfuðborginni Kiev er hitinn um frostmark á nóttunni og húshitun víða mjög skert. Íslendingur í borginni segir ástandið þó þolanlegt þar sem lygnt er í veðri.
Formaður Eflingar segir að kjaraviðræður við atvinnurekendur gangi hægt. Hún segir að sú stund nálgist að viðræðum við Samtök atvinnulífsins verði vísað til ríkissáttasemjara.
Kínversk lögregla hefur yfirheyrt mótmælendur í dag og krafist upplýsinga um ferðir þeirra.
Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að dreifa myndskeiði sem sýndi hnífaárásina á næturklúbbnum Bankastræti Club.
Brasilía tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum HM karla í fótbolta með 1-0 sigri á Svisslendingum
Lengri umfjöllun:
Harður vetur í kjarasamningum var margboðaður. Lífskjarasamningarnir sem gerðir voru 2019 og giltu fyrir bróðurpart almenna vinnumarkaðarins runnu út um mánaðamótin eins og alltaf var vitað og við tók samningagerð. Mikil spenna er á vinnumarkaði en við tilkynningu um 10. stýrivaxtahækkunina í röð um miðja síðustu viku má segja að brostið hafi á með hvelli og staðan er ef eitthvað er erfiðari en Katrín Ólafsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík spáði þegar hún tók saman skýrslu í vor um stöðu og horfur á vinnumarkaði í aðdraganda kjarasamninga. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Katrínu.
Reglur og lög um nýtt flokkunarkerfi sorps taka gildi um áramótin . Stóra breytingin fyrir almenning er sú að nú verður að flokka lífrænan úrgang eins og matarúrgang sér - hann má ekki vera með öðrum blönduðum úrgangi - og þennan lífræna úrgang má ekki setja í plastpoka, heldur sérstaka pappírspoka. Þessari reglu hefur reyndar verið fylgt um árabil hjá mörgum sveitarfélögum víða um land, en ekki á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mismunandi flokkunarreglur eru í gildi. Nú stendur til að samræma þessar reglur í áföngum á næsta ári. Gunnar Dofri Ólafsson er samskipta- og þróunarstjóri hjá Sorpu.
Kristján Sigurjónsson talar við hann.
Framleiðsla: Jóhannes Ólafsson.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá einleikstónleikum píanóleikarans Francesco Piemontesi á Schubert-hátíðinni í Hohenems í Austurríki í maí 2022.
Á efnisskrá eru verk eftir Franz Schubert, m.a. píanósónata nr. 20 í A-dúr.
Umsjón: Guðni Tómasson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Íslendingar eru komnir í neyslugírinn nú í aðdraganda jólanna, afsláttardagar og auglýsingar dynja á okkur, allt miðar að því að kaupa og missa ekki af æðislegum hlutum á stórkostlegum afslætti. Þorbjörg Sandra Brakke er ein þeirra sem kemur að verkefninu Saman gegn sóun, sem tilheyrir Umhverfisstofnun, og þau vilja reyna að mynda ákveðið mótvægi gegn þessu með fræðslu og ábendingum um hvernig má gera jólin umhverfisvænni með breyttum áherslum þegar kemur að gjöfum og innkaupum.
Við höldum svo áfram í svipuðum takti og ræðum við stofnendur Spjara fataleigunnar, sem vilja breyta því hvernig við notum og kaupum föt, vilja leggja áherslur á endurnýtingu, fataleigur og nýja hönnun. Kristín Edda Óskarsdóttir og Sigríður Guðjónsdóttir koma í heimsókn.
VIð fáum svo fyrsta innslagið af nokkrum sem fjalla um samfélagsmiðla áhrif þeirra á fólk og samfélag, rannsóknir á þeim og fleira. Þorgeir Ólafsson sér um þessa örþætti sem verða á dagskrá í Samfélaginu næstu vikurnar og í dag ræðir hann við Jón Gunnar Ólafsson nýdoktor við Háskóla Íslands um upplýsingaóreiðu, falsfréttir og upplýsingastríð. Þeir ræða meðal annars hvað átt er við með þessum hugtökum, mismunandi aðferðum við að dreifa röngum upplýsingum og aðferðum við að sía þær út.
Málfarsmínútan er á sínum stað og svo fáum við heimsókn frá safni RÚV - að þessu sinni heyrum við viðtal frá miðri síðustu öld við Katrínu Thoroddsen lækni.
Sagan fjallar um fjölskyldu sem býr í bragga á Skólavörðuholti, þar sem Hallgrímskirkja stendur núna. Fjölskyldufaðirinn er drykkfellur ofbeldismaður, elsta soninn, Eið Sæ, dreymir um að verða skáld, aðalpersónan Sóley er 18 ára gömul og yngsta barnið, Sólvin, er kominn á fermingaraldur. Þetta er í senn saga af fátækri fjölskyldu og hvernig Reykjavík er að breytast úr þorpi í borg.
Höfundur sögunnar, Elías Mar, les.
(Frá 1987)
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Er hugsanlegt að inntaka á sýklalyfjum snemma í barnæsku geti haft áhrif á heilsu barna síðar meir, eins og til dæmis svörun við bólusetningum? Birta Bæringsdóttir starfar sem sérnámslæknir á Barnaspítalanum og er að gera rannsókn sem snýst um þetta. Sýklalyf geta haft áhrif á þarmaflóruna í meltingarveginum sem er mikilvæg fyrir þroska ónæmiskerfisins og hugsanlegt er að sýklalyfjanotkun geti valdið því að einstaklingar séu útsettari fyrir sýkingum. Við tölum við Birtu hér á eftir.
Við fáum nýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag eins og undanfarna mánudaga. Í þetta sinn ber hann vinkilinn að lestarteinum. Meira um það hér á eftir.
Og lesandi vikunnar í dag er Árni Árnason, rithöfundur. Hann var að senda frá sér bókina Vængjalaus. En í dag ætlar hann að segja okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Árni talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Mars eftir Sunnevu Kristínu Sigurðardóttur
Ólöf eskimói efir Inga Dóra Björnsdóttir
Þar sem vegurinn endar eftir Hrafn Jökulsson
Eyjan hans Múmínpabba eftir Tove Janson
Takk fyrir komuna eftir nemendur í ritlist
Mánasteinn eftir Sjón
Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson
Vigdís Grímsdóttir, Frederik Backman, Jonas Jonasson og Paul Auster.
Tónlist í þættinum í dag:
Hámenningin / Halli Reynis (Halli Reynis)
Ást er æði / Björgvin Halldórsson og Ragnheiður Gröndal (Sam & Ruby og Kristinn G. Bjarnason)
Bruce Springsteen / Used cars (Bruce Springsteen)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Rætt er við myndlistarmanninn Sigurð Ámundason sem frumsýnir nýtt leikrit, Hið ósagða, í Tjarnarbíó þann 1. desember, og einn leikara í verkinu, Ólaf Ásgeirsson. Leikritið er óvenjulegt að því leiti að leikarar leika látbragðsleik á sviðinu meðan hljóðupptaka af texta þeirra er flutt. Leikmyndinni er varpað á stórt tjald fyrir aftan leikarana og er útkoman einskonar blanda af gjörningi, leikriti og kvikmynd.
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, listfræðingur og starfsmaður Þroskahjálpar, flytur sinn fyrsta pistil í pistlaröð um tækni og fötlun. Að þessu sinni segir hún frá upplifun sinni af pósthúsinu.
Við endurflytjum innslag frá apríl 2021 þar sem Kristján Guðjónsson kannar sögu sovésku neðanjarðarrokksenunnar og tilurð safnplötunnar Red Wave. Til að platan gæti orðið að veruleika smyglaði Bandaríska söngkonan Joanna Stingray hljóðfærum, græjum og upptökum yfir landamærin.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Íslenska kokkalandsliðið okkar etur nú kappi á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Lúxemborg og gerði sér lítið fyrir um helgina og byrjaði mótið með gullverðlaun í vasanum fyrir þriggja rétta matseðil. Við slógum á þráðinn til Þóris Erlingssonar forseta Klúbbs Matreiðslumanna.
Það geisa miklir gróðureldar í Noregi um þessar mundir og ógna byggð. Við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé ekki óvenjulegur tími fyrir gróðurelda svona okkar megin á jarðkringlunni og ræddum við slökkvistjórann í Borgarbyggð Bjarna Kristinn Þorsteinsson sem þekkir gróðurelda betur en flestir.
Við ræddum við Stefán Ólafsson, prófessor emiritus í félagsfræði og efnahagsráðgjafa Eflingar, um gang kjaraviðræðna og stýrivaxtahækkanir. Hann segir óvenju mikið svigrúm til launahækkana og að rétt sé að skora á Seðlabankann að draga til baka hluta af stýrivaxtahækkuninni til að greiða fyrir gerð kjarasamninga, viðeigandi sé að fara með sýtivextina niður á svipað ról og nú er í grannríkjum okkar.
Kínverjar hafa síðustu daga mótmælt ströngum reglum stjórnvalda um útgöngubann vegna kórónuveirunnar og aðgerðirnar hafa sums staðar snúist upp í mótmæli gegn Kínaforseta og Kommúnistaflokknum. Við ræddum við Guðbjörgu Ríkey Thoroddsen Hauksdóttur, stjórnmálafræðing, doktorsnema og sérfræðing í málefnum Kína, um þessi tímamót í landinu.
Maður verður var við miklar áhyggjur af unga fólkinu þessa dagana og málefni þeirra hafa verið mikið í fréttum í allt haust. Foreldrafélag grunnskóla Seltjarnarness er ósátt við stöðu æskulýðs- og forvarnastarfs í bænum en lögregla leysti upp samkvæmi sextán og sautján ára ungmenna í bænum um helgina. Renata Sigurbergsdóttir stjórnarkona í foreldrafélagi grunnskóla Seltjarnarness ræddi við okkur um stöðuna í bænum eins og hún blasir við foreldrum þar.
Já og sportið var á sínum stað í lok þáttar þegar Gunnar Birgisson settist hjá okkur, glóðvolgur að vanda.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 28. nóvember 2022
Umsjón: Rúnar Róbertsson
9:00
Magnús Þór Sigmundsson - Blue jean queen
Una Torfadóttir - Fyrrverandi
Mammút - Blóðberg
Mono Town - Because of you
Bjarni Arason - Allt er gott um jólin
Lucy Dacus - It's too late
Dusty Springfield - Son of a preacher man
R.E.M. - The One I love
Kári - Something better
MGMT - Kids
Árný Margrét - sniglar
Otis Redding - Merry Christmas baby
10:00
Prins Póló - Líf ertu að grínast?
Tara Mobee - For now
Hjaltalín - Stay by you
Ólafur Bjarki & Kött Grá Pjé - Tvímæli/Tvímælalaust
Pet shop boys - It's a sin
Sinitta - So macho
John Mayer - Last train home
John Lennon og Yoko Ono - Happy Xmas (War is over)
Benni Hemm Hemm & Urður & Kött Grá Pjé - Á óvart
Empire of the sun - Walking on a dream
First aid kit - Out of my head
Måneskin - The Loneliest
11:00
Todmobile - Betra en nokkuð annað
Dido - Here with me
Bob Marley - Three little birds
Ed Sheeran - Celestial
Tove Lo - Grapefruit
Baggalútur ásamt Bríeti og Valdimar Guðmundssyni - Jólin eru okkar
Kusk - Undan berum himni (af Plötu vikunnar)
Fergal Sharkey - A good heart
King Gizzard and the lizard wizard - Hate dancin'
Garbage - Special
Inhaler - Love will get you there
Elín Hall - Vinir
12:00
KK - Þjóðvegur 66
Omar Apollo - Evergreen (You didn't deserve me at all)
Fleetwood Mac - As long as you follow
Calvin Harris, Justin Timberlake, Pharrel & Halsey - Stay with me
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi Gunnars stýrðu fjölbreyttu Popplandi í dag.
12.42 til 14.00
Superserious - Bye Bye Honey
Stevie Wonder - Isn't She Lovely
Svala - Bones
Pink - Never gonna not dance again
Paul McCartney - Wonderful Christmas Time
Paul McCartney - Coming Up
Harry Styles - Music For A Sushi Restarurant
Jamiroquai - Seven Days In Sunny June
Gregory Porter - Liquid Spirit
Jack Magnet - Meet Me After Midnight
Taylor Swift - Anti Hero
Weezer - Island in the sun
Kusk og Óviti - Morgun
Elvis Presley - Suspicious Minds
Alicia Keys - Girl On Fire
14.00 til 15.00
Una Torfadóttir - Fyrrverandi
The Verve - Sonnet
Catatonia - Mulder and Scully
Otis Redding - (Sittin' On) The Dock Of The Bay
Beck - Old Man
Mugison - Kletturinn
Emilíana Torrini og The Colorist Orchestra - Right Here
Glowie og Stony - No More
Lovelytheband - Sail Away
Eagles - Hotel California
Snorri Helgason - Falleg
15.00 til 16.00
Trúbrot - Ég veit að þú kemur
Macy Gray - This Christmas
Stevie Wonder - A Warm Little House On The Hill
Arctic Monkeys - Do I Wanna Know?
Adele - I drink wine
Nina Simone - Save Me
Sycamore Tree - Colors
Kusk - Unan Berum Himni
Måneskin - The Loneliest
David Gray - Babylon
Krassasig - Þráðlaus
Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Rithöfundurinn Guðrún Jónína Magnúsdóttir sendi á dögunum frá sér bókina Álfadalur, sem fjallar um kynferðisofbeldi, þöggun og afleiðingar þess. Þar greinir hún meðal annars frá grófu ofbeldi afa síns og segir hann hafa beitt dóttur sína kynferðisofbeldi með þeim afleiðingum að móðir Guðrúnar hafi tvisvar orðið ófrísk eftir föður sinn. Guðrún er stödd fyrir norðan að kynna bókina en hún ætlar að vera á línunni að segja frá sögunni og mikilvægi þess að atburðir sem þessir líti dagsins ljós.
Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verða haldin hér á landi í Hörpu, 10. desember næstkomandi og verða sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Mikill heiður fylgir því að fá að halda hátíðina en annað hvert ár er hún haldin í Berlín en þess á milli í öðrum evrópskum borgum. Þetta er fyrsti svokallaði A-lista viðburðurinn sem haldinn hefur verið hér á landi.
Það má í raun segja að hátíðin hafi byrjað núna í byrjun nóvember en mánuðurinn er tileinkaður evrópskri kvikmyndagerð og tilnefndar kvikmyndir verða sýndar í Bíó Paradís.
Á morgun verður frumsýnd í Bíó Paradís myndin Rimini. Myndin er um Riche Bravo sem er útbrunninn poppstjarna frá áttunda áratugnum sem kemur fram á þunglyndislegum skemmtunum á ferðamannastaðnum Rimini. Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdarstjóri bíósins og Herbert Guðmundsson poppstjarna mæta til okkar á eftir.
Misjafnar eru jólahefðir landans, á meðan sumir kjósa bakstur, föndur og alþrif vilja aðrir helst njóta aðventunnar í rólegheitunum með freyðibaði, kampavín og jólatónlist. Síðarnefndi hópurinn ætti að fá eitthvað fyrir sinn snúð í Tjarnarbíói á laugardag þegar jólakabarettinn Freyðijól býður upp á skemmtun með söng, tónlist og bröndurum. Gunnella Hólmarsdóttir, leik- og söngkona og Margrét Arnardóttir harmonikkuleikari kíkja til okkar og segja okkur frá bubblandi jólaballi.
Karlakórinn Fóstbræður er í heimsókn í Austurríki hvar kórinn heldur tvenna tónleika. Hrafnhildur slóst með í för og spjallaði við fararstjórann og fóstbróðirinn Arinbjörn Vilhjálmsson er kórinn var á leið til Oberndorf á staðinn sem jólasálmurinn Heims um ból var saminn
Þeir félagar í Baggalúti eru vanir því að nota frumlegar aðferðir til að skreyta sviðið fyrir jólatónleika sína í Háskólabíói, eins og fólk sem á þá tónleika hefur mætt hefur eflaust tekið eftir. Það vakti athygli um daginn þegar Baggalútur kom fyrir söfnunargámum fyrir utan Háskólabíó þar sem þeir óskuðu eftir rusli. Síðdegisútvarpið leit við í stórri skemmu á Gufunesi þar sem Baggalútur hefur komið sér fyrir ásamt öllu sínu rusli, þar var rætt við Guðmund Pálsson.
í
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 28. nóvember 2023
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Kormákur Marðarson
Fjármálaráðherra boðar aukin fjárframlög til heilbrigðis- og löggæslumála í breytingatillögu við fjárlagafrumvarpið sem var lögð fram í dag. Heildarútgjöld ríkisins aukast um fimmtíu milljarða.
Stjórnvöld í Úkraínu segja linnulausar árásir Rússa á orkuinnviði vera þjóðarmorð. Í höfuðborginni Kiev er hitinn um frostmark á nóttunni og húshitun víða mjög skert. Íslendingur í borginni segir ástandið þó þolanlegt þar sem lygnt er í veðri.
Formaður Eflingar segir að kjaraviðræður við atvinnurekendur gangi hægt. Hún segir að sú stund nálgist að viðræðum við Samtök atvinnulífsins verði vísað til ríkissáttasemjara.
Kínversk lögregla hefur yfirheyrt mótmælendur í dag og krafist upplýsinga um ferðir þeirra.
Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að dreifa myndskeiði sem sýndi hnífaárásina á næturklúbbnum Bankastræti Club.
Brasilía tryggði sér sæti í 16 liða úrslitum HM karla í fótbolta með 1-0 sigri á Svisslendingum
Lengri umfjöllun:
Harður vetur í kjarasamningum var margboðaður. Lífskjarasamningarnir sem gerðir voru 2019 og giltu fyrir bróðurpart almenna vinnumarkaðarins runnu út um mánaðamótin eins og alltaf var vitað og við tók samningagerð. Mikil spenna er á vinnumarkaði en við tilkynningu um 10. stýrivaxtahækkunina í röð um miðja síðustu viku má segja að brostið hafi á með hvelli og staðan er ef eitthvað er erfiðari en Katrín Ólafsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík spáði þegar hún tók saman skýrslu í vor um stöðu og horfur á vinnumarkaði í aðdraganda kjarasamninga. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Katrínu.
Reglur og lög um nýtt flokkunarkerfi sorps taka gildi um áramótin . Stóra breytingin fyrir almenning er sú að nú verður að flokka lífrænan úrgang eins og matarúrgang sér - hann má ekki vera með öðrum blönduðum úrgangi - og þennan lífræna úrgang má ekki setja í plastpoka, heldur sérstaka pappírspoka. Þessari reglu hefur reyndar verið fylgt um árabil hjá mörgum sveitarfélögum víða um land, en ekki á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mismunandi flokkunarreglur eru í gildi. Nú stendur til að samræma þessar reglur í áföngum á næsta ári. Gunnar Dofri Ólafsson er samskipta- og þróunarstjóri hjá Sorpu.
Kristján Sigurjónsson talar við hann.
Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Nú er heldur betur farið að styttast í jólalagatímabilið en það byrjar í næstu viku á Kvöldvaktinni en í kvöld verður boðið upp á ný lög frá; Metallica, Gugusar, Cat Burns, Taylor Swift, Marxist Love Disco Ensemble, Danger Mouse & Black Thought og mörgum fleirum.
Lagalistinn
Kári - Something Better
Black Pumas - Colors
The Teskey Brothers - This Will Be Our Year
The Black Keys - Sister
Cat Burns - People Pleaser
Mö, DJ Snake & Major Lazer - Lean On
Taylor Swift - Lavender Haze
Gugusar - Annar séns
Disclosure, Sam Smith - Latch
Unnsteinn - Andandi
Rihanna - Lift me Up
Stormzy - Hide & Seek
Kelela - On the Run
Erykah Badu - Didn't Cha Know
Danger Mouse, Black Thought ft MF Doom - Belize
Roots Manuva - Don't Breath Out
Everlast - White Thrash Beautiful
JóiPé og Valdi - Herbergið
Una Torfa - Fyrrverandi
Phoenix - Winter Solstice
George FitzGerald, Panda Bear - Passed Tense
DjeuhDjoah & Lieutenant Nicholson - Police
Jamiroquai - White Knuckle Ride
Marxist Love Disco Ensemble - Material
LF System - Hungry
Venbee, Goddard - Messy In Heaven
Benni Hemm Hemm, Urður og KGP - Á óvart
Suede - 15 Again
Paramore - This Is Why
Kaiser Chiefs - How 2 Dance
Shame - Fingers of Steel
Metallica - Lux Æterna
Prodigy - Smack My Bitch Up
Orbital & Sleaford Mods - Dirty Rat
Taylor Swift, Lana Del Rey - Snow On the Beach
Maneskin The Loneliest
Cigarettes After Sex - Piston
Wayes Blood - Children Of the Empire
Big Thief - Shark Smile
Breeders - Bleedin On 9
First Aid Kit - A Feeling That Never Came
Útvarpsfréttir.
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Tónlistarkonan KUSK eða Kolbrún Óskarsdóttir er ung að árum en gerði sér lítið fyrir og sigraði í Músíktilraunir í mars. Eftir sigurinn hefur hún unnið að sinni fyrstu plötu sem er níu laga nýútkominn gripur og heitir Skvaldur.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Bjarni Daníel, Einar Karl og Björk.
Farið er yfir það nýjasta og ferskasta sem er að gerast í grasrót tónlistarsenunnar á Íslandi. Þátturinn leggur áherslu á vandaða umfjöllun um senuna og fólkið sem hana byggir í bland við nýútgefna tónlist.
Umsjón: Bjarni Daníel Þorvaldsson, Katrín Helga Ólafsdóttir og Snæbjörn Helgi Arnarsson Jack.
Snæi og Bjarni Daníel eru með puttann á pulsunum eins og vaninn er, og í þætti kvöldsins fara þeir yfir nokkrar spennandi nýlegar grasrótarútgáfur.
Umsjón: Bjarni Daníel Þorvaldsson & Snæbjörn Helgi Arnarsson Jack
Lagalisti:
Andrés Þór Þorvarðarson - Ólátagarður
Xiupill - Highheels
Stirnir - hvernig
Brenndu bananarnir - Komdu með hann strax
Epidermal Veil - Swarm of Ursath
Svartþoka - Draumsóleyjahafið
Daniel Ness - Not Built 4 This
Einakróna - .1181
Þóranna Björnsdóttir - Þyrpingar (Hlið A)