23:05
Lestin
Hið ósagða, kámugur snertiskjár og sovéska rokksenan
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Rætt er við myndlistarmanninn Sigurð Ámundason sem frumsýnir nýtt leikrit, Hið ósagða, í Tjarnarbíó þann 1. desember, og einn leikara í verkinu, Ólaf Ásgeirsson. Leikritið er óvenjulegt að því leiti að leikarar leika látbragðsleik á sviðinu meðan hljóðupptaka af texta þeirra er flutt. Leikmyndinni er varpað á stórt tjald fyrir aftan leikarana og er útkoman einskonar blanda af gjörningi, leikriti og kvikmynd.

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, listfræðingur og starfsmaður Þroskahjálpar, flytur sinn fyrsta pistil í pistlaröð um tækni og fötlun. Að þessu sinni segir hún frá upplifun sinni af pósthúsinu.

Við endurflytjum innslag frá apríl 2021 þar sem Kristján Guðjónsson kannar sögu sovésku neðanjarðarrokksenunnar og tilurð safnplötunnar Red Wave. Til að platan gæti orðið að veruleika smyglaði Bandaríska söngkonan Joanna Stingray hljóðfærum, græjum og upptökum yfir landamærin.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,