16:05
Víðsjá
Ragnheiður Jónsdóttir
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Ragnheiður Jónsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1933 og fagnar því níutíu árum á næsta ári. Ragnheiður prófaði sig áfram með olíuliti og keramík en vendipunktur varð á hennar ferli þegar hún uppgötvaði grafíkina. Annar vendipunktur varð á hennar ferli þegar hún hélt til Parísar í nám, tuttugu árum eftir að hafa ákveðið að helga sig listinni, og fimm börnum síðar. Víðsjá sótti Ragnheiði heim til að ræða hennar íkoníska verk, Deluxe and delightful, en spjallið fór um víðan völl, til Kaupmannahafnar og Parísar, til æskustöðvanna í Þykkvabæ og upp á hól við Austurvöll með gott útsýni yfir rauðsokkana sem sungu Áfram stelpur. Víðsjá dagsins er tileinkuð Ragnheiði og hennar ævistarfi.

Umsjón: Halla Harðardóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 53 mín.
,