06:50
Morgunvaktin
Mótmæli í Kína koma ekki á óvart
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Tíu prósent Jarðar eða þar um bil eru hulin frosnu vatni í ýmsu formi. Það eru jöklar og hafís og snjór og sífreri og sitthvað fleira. Allt er þetta mikilvægt lífríkinu og jafnvæginu á jörðinni en með hlýnuninni eru blikur á lofti. Við fjölluðum um þetta með Önnu Huldu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands.

Ásgeir Brynjar Torfason var líka með okkur. Hann fjallaði um verðbólgu og vaxtahækkanir í heiminum.

Svo fórum við til Kína í huganum með Línu Guðlaugu Atladóttur sem hefur skrifað bók um ríkið og kínversku þjóðina, söguna og fleira. Við ræddum líka við hana um mótmælin gegn covidaðgerðum, sem nú breiðast út um landið.

Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Monday, monday - Mamas and the Papas

Memphis - Janis Ian og Willie Nelson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,