06:50
Morgunútvarpið
10. maí - Skjaldborg, orkumál, verðbólga, Eurovision, tækni
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Eins ólíklegt og það kann að hljóma að halda heimildamyndahátíð vestur á fjörðum þá hefur Skjaldborgarhátíðin heldur betur fest sig í sessi. Nú stefnir í öfluga hátíð að loknum heimsfaraldri og markmiðið að bjóða upp á fjölbreyttar myndir sem annars kæmu sjaldan fyrir augu almennings. Karna Sigurðardóttir sagði okkur meira af hátíðinni sem fram um Hvítasunnuna.

Samorkuþing stendur yfir á Akureyri núna og þar er fjallað um orkumál frá öllum hliðum. Við slógum á þráðinn norður og heyrðum í Berglindi Rán Ólafsdóttur formanni Samorku og framkvæmdastýru ON og spáðum aðeins í orkumálin.

Verðbólgan hefur ekki mælst hærri á Íslandi í 12 ár. Seðlabankinn hækkaði vexti í síðustu vikum upp um eitt prósentustig, úr 2,75 í 3,75. Vísitala neysluverðs inniheldur hækkun á húsnæði. Verðbólgan væri um 5 prósent en ekki 7,2 prósent ef húsnæðisliðurinn væri ekki inni í neysluvísitölunni. Margir vilja meina að þarna sé skekkja sem þurfi að laga. Einn þeirra er Brynjar Harðarson, viðskiptafræðingur og fyrrum fasteignasali, sem segir að mæla eigi hækkanir á húsnæðiskostnaði en ekki hækkanir á íbúðaverði. Brynjar kom til okkar.

Í kvöld fer fram fyrri undankeppni Eurovision söngvakeppninnar í Tórínó á Ítalíu. Systurnar okkar stíga þá á svið og flytja lag sitt og í framhaldinu ræðst hvort þær komast í úrslit. Dómararennslið fór fram í gær og það skiptir miklu máli í heildarsamhenginu. Við hringdum í okkar konu í Tórínó, Björgu Magnúsdóttur, og heyrðum hvernig gekk og hvernig stemmingin er að morgni keppnisdags.

Guðmundur Jóhannsson mætti svo til okkar í tæknispjall og fór yfir mikilvægi góðra lykilorða og auðkenningar á internetinu.

Tónlist:

Stebbi og Eyfi - Allt með öðrum blæ.

Júlí Heiðar - Ástin heldur vöku.

Síðan skein sól - Ég stend á skýi.

Sam Ryder - Spaceman (ásamt kynningu Felix Bergssonar í Tórinó).

Power Station - Get it on.

Vinir vors og blóma - Bál 2010.

Systur - Með hækkandi sól.

Duran Duran - Rio.

Var aðgengilegt til 10. maí 2023.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,