16:05
Víðsjá
Dimma í 30 ár, hvalveiðar við Ísland og Hereby
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Dimma útgáfa fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli. Hún var stofnuð árið 1992 í þeim tilgangi að gefa út tónlist og bókmenntir. Þar kennir ýmissa grasa, undir merkjum Dimmu hafa komið út ljóð og ljóðaþýðingar, vísnatónlist, þjóðlög og jazz, auk barnaefnis. Nú nýlega opnaði Dimmubúð við Óðinsgötu 7 þar sem þetta allt saman er til sölu og Víðsjá brá sér í Þingholtin í morgun og hitti þar fyrir manninn á bak við útgáfuna Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Hann ætlar að hjálpa okkur að bregða birtu á Dimmuna og segja okkur frá útgáfunni.

"Ætlum við Íslendingar að vera þjóð á meðal þjóða í náttúruvernd eða ætlum við að ganga gegn alþjóðlegum viðmiðum náttúruverndar og sitja eftir sem siðlaust eyland?" spyr Dalrún Kaldakvísl sagnfræðingur í þrumupistli hér á eftir um langreyðar og hvalveiðar við Ísland. En fyrir liggur að stórhvalaveiðar munu hefjast næsta mánuði hér við land. Dalrún segir okkur í dag frá forsögu hvalveiða, stöðu þeirra í dag og horfur.

Við fjöllum líka um nýja íslenska djasstónlist. Pétur Grétarsson þulur hér á Rás 1 rakst á tónlistarmanninn Andrés Þór hér nú á dögunum og tók hann aðeins á tal um nýútkomna plötu, Hereby.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,