20:35
Mannlegi þátturinn
Felix í Tórínó, Jón og Eva Ásrún og alþjóðlegur dagur lupus
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Eurovisiondagurinn er runninn upp. Í kvöld keppa þau Beta, Sigga, Elín og Eyþór fyrir Íslands hönd í fyrri undankeppninni og svo þá kemur í ljós hvort atriðið kemst áfram í aðalkeppnina á laugardaginn kemur. Það voru einhver vandamál með hljóðblöndunina á sviðinu á dómararennslinu í gær en kom víst ekki að sök í útsendingunni. Það er skemmtilegt og spennandi sjónvarpskvöld framundan hjá flestum í dag. Við fengum Evu Ásrúnu Albertsdóttur söngkonu og Jón Ólafsson tónlistarmann í þáttinn í Eurovisionspjall í dag, en fyrst hringdum við í Felix Bergsson, sem var staddur í Pala Olympico höllinni í Tórino og fengum hann til að segja okkur frá stemningunni í íslenska hópnum. Í dag var aukaæfing þar sem átti að laga hljóðvandamál gærdagsins. Sem sagt Eurovisionspjall í fyrri hluta þáttarins í dag.

Svo í seinni hlutanum fræddumst við um lupus, eða rauða úlfa. Í dag er alþjóðlegur dagur lupus, eða rauðra úlfa eins og sjúkdómurinn heitir á íslensku. Þetta er sjaldgæfur og alvarlegur sjálfsofnæmissjúkdómur sem getur valdið bólgum og verkjum um allan líkamann. Hann veldur því að ónæmiskerfið sem venjulega berst við sýkingar, snýst gegn eigin frumu, vefjum og líffærum. Við fengum Hrönn Stefánsdóttur, formann lupushóps Gigtarfélags Íslands, til að koma í þáttinn og segja okkur meira frá sjúkdóminum og þessum alþjóðlega degi lupus, eða rauðra úlfa.

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,