15:03
Frjálsar hendur
Æviminningar Úkraínumannsins Viktors Kravténko I
Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Viktor Kravténko var Úkraínumaður á táningsaldri þegar rússneska byltingin gekk yfir og síðan valdarán kommúnista. Hann gekk til liðs við kommúnista og taldi þá mundu byggja upp nýtt og réttlátt þjóðfélag. Seinna stakk hann af úr landi og skrifaði með bandarískum blaðamanni frábæra bók, Ég kaus frelsið.

Illugi Jökulsson les úr minningum hans þar sem segir frá fyrstu tilraunum til samyrkjubúskapar og þeirri ákvörðun hans að gerast hetjulundaður námuverkamaður í Donbass.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 52 mín.
e
Endurflutt.
,