18:30
Undiraldan
Nýtt met og maðkur í mysunni
Undiraldan

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .

Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Rappararnir Daniil og Joey Christ áttu helgina á Spottanum og slógu þar nýtt met en eitt og annað merkilegt kom líka út síðastliðna viku. Þar má nefna slagara frá Moses Hightower ásamt Prins Póló, Írafári, Hákoni, Sexy Lazer, Nátttrölli og Virgin Orchestra.

Lagalistinn

Daniil, Joey Christ ? Ef þeir vilja beef

Moses Hightower, Prins Póló ? Maðkur í mysunni

Hákon ? Hvítir draumar

Sexy Lazer ? Fluting In Space

Írafár ? Á nýjum stað

Nátttröll ? Debuging Blues

Virgin Orchestra ? On Your Knees

Var aðgengilegt til 10. maí 2023.
Lengd: 30 mín.
,