22:05
Rokkland
Valur Gunnarsson og Úkraína
Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson

Úkraína og tónlist frá Úkraínu er í brennidepli í Rokklandi dagsins.

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, varð á föstudaginn fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn til að ávarpa Alþingi Íslendinga. Hann sagði baráttu Úkraínu gegn innrás Rússa snúast um frelsið: ?Þetta land sem við eigum með réttu, og um menningu okkar.? Íslendingar og Úkraínumenn byggju við endimörk Evrópu og við ólík skilyrði ?en hjörtum okkar svipar saman, bæði í Kænugarði og í Reykjavík. Það er hægt að sjá og heyra ávarp Zelenskys á ruv.is

Valur Gunnarsson rithöfundur og sagnfræðingur er gestur Rokklands í dag. Hann hefur dvalið talsvert í bæði Rússlandi og Úkraínu og ein mest lesna bókin á Íslandi í dag er bókin hans Bjarmalönd sem er í senn upplýsandi, stórfróðleg og bráðskemmtileg svipmynd af þessum heimshluta sem fjallað er um í næstum hverjum fréttatíma um þessar mundir.

EBU sendi á dögunum lista með 60 lögum sem Úkraínska Þjóðin valdi að tilstuðlan forsetafrúar Úkraínu, Olenu Zelensku, og sendi til útvarpsstöðva um allan heim í þeirri voru að þær myndu spila eitthvað af þeim ? og það er það sem við ætlum að gera í dag, ég og Valur Gunnarsson og ræða í leiðinni um þetta hræðilega stríð í Úkraínu.

Var aðgengilegt til 10. maí 2023.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
e
Endurflutt.
,