Brot úr Morgunvaktinni.
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Margrét Lilja Vilmundardóttir flytur.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Viðskiptabankarnir þrír högnuðust samanlagt um rúma 14 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Arðsemi Landsbankans var lökust en vaxtamunur hans er minni en hinna bankanna. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir árshlutauppgjörin í spjalli um efnahag og samfélag.
Í Berlínarspjalli sagði Arthúr Björgvin Bollason meðal annars frá heimsóknum þýskra ráðamanna til Kænugarðs og úrslitum fylkiskosninganna í Slésvík-Holtsetalandi; þar hlutu Kristilegir demókratar mjög góða kosningu en Jafnaðarmenn fengu á baukinn.
Frambjóðendur til sveitarstjórna í kosningunum á laugardaginn setja ekki málefni fatlaðra á oddinn. Það segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins. Sveitarfélögin hafa annast málaflokkinn í rúman áratug og standa sig misvel að hennar sögn.
Tónlist:
You belong to me - Carla Bruni,
Með hækkandi sól - Systur,
Línudans - Ellen Kristjánsdóttir,
Ich hab noch einen Koffer in Berlin - Marlene Dietrich.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andri Yrkill Valsson
Tæknimaður: Gísli Kjaran Kristjánsson
Útvarpsfréttir.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Eurovisiondagurinn er runninn upp. Í kvöld keppa þau Beta, Sigga, Elín og Eyþór fyrir Íslands hönd í fyrri undankeppninni og svo þá kemur í ljós hvort atriðið kemst áfram í aðalkeppnina á laugardaginn kemur. Það voru einhver vandamál með hljóðblöndunina á sviðinu á dómararennslinu í gær en kom víst ekki að sök í útsendingunni. Það er skemmtilegt og spennandi sjónvarpskvöld framundan hjá flestum í dag. Við fengum Evu Ásrúnu Albertsdóttur söngkonu og Jón Ólafsson tónlistarmann í þáttinn í Eurovisionspjall í dag, en fyrst hringdum við í Felix Bergsson, sem var staddur í Pala Olympico höllinni í Tórino og fengum hann til að segja okkur frá stemningunni í íslenska hópnum. Í dag var aukaæfing þar sem átti að laga hljóðvandamál gærdagsins. Sem sagt Eurovisionspjall í fyrri hluta þáttarins í dag.
Svo í seinni hlutanum fræddumst við um lupus, eða rauða úlfa. Í dag er alþjóðlegur dagur lupus, eða rauðra úlfa eins og sjúkdómurinn heitir á íslensku. Þetta er sjaldgæfur og alvarlegur sjálfsofnæmissjúkdómur sem getur valdið bólgum og verkjum um allan líkamann. Hann veldur því að ónæmiskerfið sem venjulega berst við sýkingar, snýst gegn eigin frumu, vefjum og líffærum. Við fengum Hrönn Stefánsdóttur, formann lupushóps Gigtarfélags Íslands, til að koma í þáttinn og segja okkur meira frá sjúkdóminum og þessum alþjóðlega degi lupus, eða rauðra úlfa.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Hádegið er daglegur fréttaskýringaþáttur í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur. Fjallað er um innlend og erlend fréttamál, menningu, íþróttir og daglegt líf. Fréttaskýringar, samtöl og umræður um það sem er efst á baugi.
Við hefjum þáttinn á samkeppnismálum. Norska fjarskiptafyrirtækið Telenor hlaut á dögunum sekt upp á 1,2 milljarða norskra króna, eða því sem nemur tæplega 17 milljörðum íslenskra króna. Sektin er um fimmfalt hærri en árleg framlög til eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, og aldrei áður hefur norskt fyrirtæki hlotið jafn háa sekt frá stofnuninni. Við ræddum við Árna Pál Árnason, fulltrúa Íslands í stjórn eftirlitsstofnunarinnar um sektina og hlutverk ESA.
Ncuti Gatwa er fjórtándi leikarinn sem fer með hlutverk Doktorsins í sjónvarpsþáttaröðinni Doctor Who, eða Tímaferðalangnum. Allir forverar hans í hlutverkinu, í fimmtíu ára sögu þáttanna, hafa verið hvítir en öðru máli gegnir um Gatwa sem er fæddur í Rúanda og alinn upp í Skotlandi. Hann tekur við af Jodie Whitaker, sem var fyrsta konan sem lék Doktorinn. Við fjöllum um leikaraskiptin, þáttinn og mikilvægi birtingarmynda í afþreyingarefni í síðari hluta þáttarins.
Hádegið er fréttaþáttur sem er á dagskrá alla virka frá 12 til 13 í umsjón Guðmundar Björns Þorbjörnssonar og Katrínar Ásmundsdóttur.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Sigurður Ingi Friðleifsson sviðstjóri Orkuseturs: markmið stjórnvalda í orkuskiptum og staðan almennt í þeim málum.
Dagný Jónsdóttir hjá HS Orku og Kolbrún Ragna Ragnarsdóttir hjá Orku náttúrunnar: nýsköpun og fjölnýting við virkjun jarðvarma.
Ráðgátan um fæturnar sem skolaði á land
Ruslarabb
Pistill frá Páli Líndal
Útvarpsfréttir.
Lofthelgin býður hlustendum að fljóta frjálslega í tíma og rúmi á lignu hafi hughrifatónlistar. Frá endurómi fortíðar til nýjustu strauma 21. aldarinnar leitum við heimshornanna á milli að réttri stemningu og andrúmslofti til að leiða hlustandann á ný mið andans. Út fyrir endimörk algleymis.
Umsjón er í höndum Friðriks Margrétar-Guðmundsson.
Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Viktor Kravténko var Úkraínumaður á táningsaldri þegar rússneska byltingin gekk yfir og síðan valdarán kommúnista. Hann gekk til liðs við kommúnista og taldi þá mundu byggja upp nýtt og réttlátt þjóðfélag. Seinna stakk hann af úr landi og skrifaði með bandarískum blaðamanni frábæra bók, Ég kaus frelsið.
Illugi Jökulsson les úr minningum hans þar sem segir frá fyrstu tilraunum til samyrkjubúskapar og þeirri ákvörðun hans að gerast hetjulundaður námuverkamaður í Donbass.
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Dimma útgáfa fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli. Hún var stofnuð árið 1992 í þeim tilgangi að gefa út tónlist og bókmenntir. Þar kennir ýmissa grasa, undir merkjum Dimmu hafa komið út ljóð og ljóðaþýðingar, vísnatónlist, þjóðlög og jazz, auk barnaefnis. Nú nýlega opnaði Dimmubúð við Óðinsgötu 7 þar sem þetta allt saman er til sölu og Víðsjá brá sér í Þingholtin í morgun og hitti þar fyrir manninn á bak við útgáfuna Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Hann ætlar að hjálpa okkur að bregða birtu á Dimmuna og segja okkur frá útgáfunni.
"Ætlum við Íslendingar að vera þjóð á meðal þjóða í náttúruvernd eða ætlum við að ganga gegn alþjóðlegum viðmiðum náttúruverndar og sitja eftir sem siðlaust eyland?" spyr Dalrún Kaldakvísl sagnfræðingur í þrumupistli hér á eftir um langreyðar og hvalveiðar við Ísland. En fyrir liggur að stórhvalaveiðar munu hefjast næsta mánuði hér við land. Dalrún segir okkur í dag frá forsögu hvalveiða, stöðu þeirra í dag og horfur.
Við fjöllum líka um nýja íslenska djasstónlist. Pétur Grétarsson þulur hér á Rás 1 rakst á tónlistarmanninn Andrés Þór hér nú á dögunum og tók hann aðeins á tal um nýútkomna plötu, Hereby.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Af hverju má ekki vera gaman að mótmæla? Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir hefur mætt undanfarnar helgar á mótmæli á Austurvelli og er þessi spurning hugleikin. Hún veltir fyrir sér nautnaaktivisma út frá hugmyndum Adrienne Maree Brown.
Kammerklúbburinn Feima er tónlistarverkefni sem ætlar sér að setja kvenhöfunda og flytjendur í forgrunn. Fyrstu tónleikar þessa hóps sem sprottinn er upp frá hljómsveitinni Elju verða haldnir í Hörpu næsta fimmtudagskvöld. Steinunn Vala Pálsdóttir og Anna Gréta Sigurðardóttir segja okkur af hverju þeim þykir kammertónlist svona skemmtileg.
Listahátíðin Documenta hefst í Þýskalandi í næsta mánuði, þetta er ein stærsta og mikilvægasta myndlistarhátið heims, en hún fer aðeins fram á fimm ára fresti. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru í fyrsta skipti frá landi utan Evrópu, en það er indónesíska listakollektífið Ruangrupa. Við spjöllum við tvo meðlimi hópsins í Lestinni í dag um hrísgrjónageymslur, aðferðafræði hangsins og Documenta 15.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir að ekki ætti að koma á óvart að aftur gysi á Reykjanesskaga á næstu árum. Mikil skjálftavirkni hefur verið þar síðustu daga. Arnar Björnsson talaði við Kristínu Jónsdóttur.
Tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi, sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir rúmum tveimur árum, hefur ekki orðið að veruleika. Um 350 kílómetrar eru á milli starfhæfra sjúkraflugvalla á svæðinu. Alma Ómarsdóttir sagði frá.
Í samgönguáætlun fyrir næsta einn og hálfa áratuginn eru aðeins tvö verkefni í nýframkvæmdum á Norðurlandi vestra. Tæplega fimmtíu prósent af vegakerfi í landshlutanum eru malarvegir. Ágúst Ólafsson talaði við Unni Valborgu Hilmarsdóttur.
Samgöngumálin brenna á íbúum Vestmannaeyja í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga á laugardag enda tengist velferð þeirra samgöngum með einum eða öðrum hætti og niðurgreiða þarf flugið. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Einar Björn Árnason.
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá uppfinningum og algengum hlutum í umhverfi okkar á upplýsandi hátt.
Í þættinum í dag ætlum við að fræðast um vélmenni, vélmenni í geimnum, fólk á mars og gervigreind.
Hvernig voru fyrstu vélmennin? Hvernig hjálpa þau okku í dag? Taka þau einhverntímann yfir? Förum við mannfólkið einhverntímann til Mars? Geta vélmenni hjálpað okkur við það?
Hvað er gervigreind?
Sérfræðingur þáttarins er: Ari Kristinn Jónsson
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum Konunglegu fílharmóníusveitarinnar í Liverpool sem fram fóru í Fílharmóníunni í Liverpool 23. janúar s.l.
Á efnisskrá eru verk eftir Claude Debussy, Maurice Ravel og Albert Rousel.
Einleikari: Jean-Eflam Bavouzet píanóleikari.
Stjórnandi: Domingo Hindoyan.
Umsjón: Guðni Tómasson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Eurovisiondagurinn er runninn upp. Í kvöld keppa þau Beta, Sigga, Elín og Eyþór fyrir Íslands hönd í fyrri undankeppninni og svo þá kemur í ljós hvort atriðið kemst áfram í aðalkeppnina á laugardaginn kemur. Það voru einhver vandamál með hljóðblöndunina á sviðinu á dómararennslinu í gær en kom víst ekki að sök í útsendingunni. Það er skemmtilegt og spennandi sjónvarpskvöld framundan hjá flestum í dag. Við fengum Evu Ásrúnu Albertsdóttur söngkonu og Jón Ólafsson tónlistarmann í þáttinn í Eurovisionspjall í dag, en fyrst hringdum við í Felix Bergsson, sem var staddur í Pala Olympico höllinni í Tórino og fengum hann til að segja okkur frá stemningunni í íslenska hópnum. Í dag var aukaæfing þar sem átti að laga hljóðvandamál gærdagsins. Sem sagt Eurovisionspjall í fyrri hluta þáttarins í dag.
Svo í seinni hlutanum fræddumst við um lupus, eða rauða úlfa. Í dag er alþjóðlegur dagur lupus, eða rauðra úlfa eins og sjúkdómurinn heitir á íslensku. Þetta er sjaldgæfur og alvarlegur sjálfsofnæmissjúkdómur sem getur valdið bólgum og verkjum um allan líkamann. Hann veldur því að ónæmiskerfið sem venjulega berst við sýkingar, snýst gegn eigin frumu, vefjum og líffærum. Við fengum Hrönn Stefánsdóttur, formann lupushóps Gigtarfélags Íslands, til að koma í þáttinn og segja okkur meira frá sjúkdóminum og þessum alþjóðlega degi lupus, eða rauðra úlfa.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
eftir Sigurð Pálsson. Höfundur les.
Sagt er frá sumri í lífi ungs íslensks myndlistarmanns, Viktors Karlssonar, sem tekst á við mikla sorg þegar sú manneskja sem stendur honum næst deyr skyndilega. Hann fer til Parísar þar sem hann kynnist allskonar fólki.
(Áður á dagskrá 2003)
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Sigurður Ingi Friðleifsson sviðstjóri Orkuseturs: markmið stjórnvalda í orkuskiptum og staðan almennt í þeim málum.
Dagný Jónsdóttir hjá HS Orku og Kolbrún Ragna Ragnarsdóttir hjá Orku náttúrunnar: nýsköpun og fjölnýting við virkjun jarðvarma.
Ráðgátan um fæturnar sem skolaði á land
Ruslarabb
Pistill frá Páli Líndal
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Af hverju má ekki vera gaman að mótmæla? Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir hefur mætt undanfarnar helgar á mótmæli á Austurvelli og er þessi spurning hugleikin. Hún veltir fyrir sér nautnaaktivisma út frá hugmyndum Adrienne Maree Brown.
Kammerklúbburinn Feima er tónlistarverkefni sem ætlar sér að setja kvenhöfunda og flytjendur í forgrunn. Fyrstu tónleikar þessa hóps sem sprottinn er upp frá hljómsveitinni Elju verða haldnir í Hörpu næsta fimmtudagskvöld. Steinunn Vala Pálsdóttir og Anna Gréta Sigurðardóttir segja okkur af hverju þeim þykir kammertónlist svona skemmtileg.
Listahátíðin Documenta hefst í Þýskalandi í næsta mánuði, þetta er ein stærsta og mikilvægasta myndlistarhátið heims, en hún fer aðeins fram á fimm ára fresti. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru í fyrsta skipti frá landi utan Evrópu, en það er indónesíska listakollektífið Ruangrupa. Við spjöllum við tvo meðlimi hópsins í Lestinni í dag um hrísgrjónageymslur, aðferðafræði hangsins og Documenta 15.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Eins ólíklegt og það kann að hljóma að halda heimildamyndahátíð vestur á fjörðum þá hefur Skjaldborgarhátíðin heldur betur fest sig í sessi. Nú stefnir í öfluga hátíð að loknum heimsfaraldri og markmiðið að bjóða upp á fjölbreyttar myndir sem annars kæmu sjaldan fyrir augu almennings. Karna Sigurðardóttir sagði okkur meira af hátíðinni sem fram um Hvítasunnuna.
Samorkuþing stendur yfir á Akureyri núna og þar er fjallað um orkumál frá öllum hliðum. Við slógum á þráðinn norður og heyrðum í Berglindi Rán Ólafsdóttur formanni Samorku og framkvæmdastýru ON og spáðum aðeins í orkumálin.
Verðbólgan hefur ekki mælst hærri á Íslandi í 12 ár. Seðlabankinn hækkaði vexti í síðustu vikum upp um eitt prósentustig, úr 2,75 í 3,75. Vísitala neysluverðs inniheldur hækkun á húsnæði. Verðbólgan væri um 5 prósent en ekki 7,2 prósent ef húsnæðisliðurinn væri ekki inni í neysluvísitölunni. Margir vilja meina að þarna sé skekkja sem þurfi að laga. Einn þeirra er Brynjar Harðarson, viðskiptafræðingur og fyrrum fasteignasali, sem segir að mæla eigi hækkanir á húsnæðiskostnaði en ekki hækkanir á íbúðaverði. Brynjar kom til okkar.
Í kvöld fer fram fyrri undankeppni Eurovision söngvakeppninnar í Tórínó á Ítalíu. Systurnar okkar stíga þá á svið og flytja lag sitt og í framhaldinu ræðst hvort þær komast í úrslit. Dómararennslið fór fram í gær og það skiptir miklu máli í heildarsamhenginu. Við hringdum í okkar konu í Tórínó, Björgu Magnúsdóttur, og heyrðum hvernig gekk og hvernig stemmingin er að morgni keppnisdags.
Guðmundur Jóhannsson mætti svo til okkar í tæknispjall og fór yfir mikilvægi góðra lykilorða og auðkenningar á internetinu.
Tónlist:
Stebbi og Eyfi - Allt með öðrum blæ.
Júlí Heiðar - Ástin heldur vöku.
Síðan skein sól - Ég stend á skýi.
Sam Ryder - Spaceman (ásamt kynningu Felix Bergssonar í Tórinó).
Power Station - Get it on.
Vinir vors og blóma - Bál 2010.
Systur - Með hækkandi sól.
Duran Duran - Rio.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andri Yrkill Valsson
Tæknimaður: Gísli Kjaran Kristjánsson
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 10. maí 2022
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Daði og Gagnamagnið - 10 years (Chromeo)
Yazz - The only way is up
Mono town - Lazy moon
Prins Polo & Moses Hightower - Maðkur í mysunni
Cake - Never there
Alvan & Ahez - Fulenn
Blueboy - Remember me
Bjartmar og bergrisarnir - Ljós
Cornelia Jakobs - Hold me closer
INXS - New sensation
Bob Marley - Is this love
Honne - No song without you
Buck?s Fizz - Making your mind up
10:00
Hipsumhaps - Hringar
Nýdönsk - Nostradamus (Tónaflóð 2014)
Gus Gus & Vök - Is it true
Daniel Oliver - First, pop
Beyoncé - XO
Mahmood & Blanco - Brividi
Purple Disco Machine - In the dark
Lena - Satillite
Urban Symphony - Randajad
Duran Duran - The Chauffer
MGMT - Time to pretend
Emmilie De Forest - Only teardrops
Dexys Midnight Runners - jackie Wilson said
11:00
Systur - Með hækkandi sól
XXX Rottvælur - Negla
Blur - Girls and boys
Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar - Un jour, un enfant - (Morgunútvarpi Rásar 2 26 okt. ?11)
Baltimora - Tarzan boy
Guðmundur R - Finnum út úr því
Helena Paparizou - My nr. 1
BSÍ - Jelly belly
Lón - My door (Plata vikunnar)
Basement Jaxx - Bingo Bango
Kate Bush - Running up that hill
12:00
Magni - If I promised you the world
Halla Margrét - Hægt og hljótt
Stjórnin - Í skýjunum
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Þættinum stýrði Sigurður Þorri Gunnarsson
Jolli og Kóla - Bíldudals grænar baunir
JóiPé X Króli - Þriggja tíma brúðkaup
The Verve - Sonnet
Teach-In - Ding-a-dong
Mitski - Stay Soft
S10 - De Dipte
Huginn - Geimfarar
Dire Straits - Walk of life
Tara Mobee - Carpool
The Cardigans - Lovefool
Seabear - Running into a wall
Fontaines D.C. - Skinty Fia
Madonna - Vogue
Sebastian Tellier - Divine
Þórunn Antónía - Too Late
Icy - Gleðibankinn
Gossip - Heavy Cross
Diana Ross - Upside Down
Subwoolfer - Give That Wolf a Banana
Saint Motel - Feel Good
Birgir Steinn - Hold On
Lón - Raindeer
TLC - Creep
Chris Rea - The Road To Hell
KK - Hafðu engar áhyggjur
Wilco & Feist - You and I
Celebs - Kalk í vatni
Sam Ryder - Space Man
Mark Ronson ft. Amy Winehouse - Valerie
No Doubt - Underneath it all
Lizzo - About Damn Time
Hákon - Barcelona
Pálmi Gunnarsson - Hvers vegna varst' ekki kyrr
Maro - Saudade, Saudade
Jack Johnson - Sitting, Waiting, Wishing
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Hvernig tókst Kolbrúnu Söru Larsen og fjölskyldu hennar að losna undan erlendu húsnæðisláni og snúa fjárhag sínum úr vörn í sókn á tveimur árum? Þar kom til skjalanna svokölluð FIRE-hugmyndafræði, sem snýst um að ná fjárhagslegu sjálfstæði, við heyrum í Kolbrúnu í þættinum.
Í dag er alþjóðlegur dagur lupus eða rauðra úlfa eins og sjúkdómurinn heitir á íslensku. Þennan dag leggja félög sem tengjast lupus áherslu á að auka þekkingu og skilning á sjúkdómnum í von bæta líf þeirra sem þjást af sjúkdómnum og stytta greiningartíma hans. Hrönn Stefánsdóttir formaður Lupushóps Gigtarfélags Íslands og María Magdalena Olsen meðstjórnandi hennar koma til okkar.
Eurovision er þjóðinni ofarlega í huga í dag. Í kvöld kemur það í ljós hvort við komumst áfra eða ekki. Við ræðum við einn helsta Eurovision sérfræðing landsins, sjálfan Eurovision Reynir eða Reynir Þór Eggertsson sem búsettur er í Finnlandi.
Meira Euro tengt því margar stofur landsins verða þétt setnar í kvöld þar sem fólk mun safnast saman fyrir framan sjónvarpstækin í Eurovision partý stuði með sínum nánustu. Eitthvað þarf fólkið að hafa til að narta í yfir keppninni. Þetta á auðvitað ekki bara við í kvöld, heldur einnig á fimmtudag og svo auðvitað yfir sjálfri aðalkeppninni á laugardaginn. Við í Síðdegisútvarpinu opnum snakkhorn Tobbu Marínós síðar í þættinum
Nú er komið sumar og þá er gaman fyrir þá sem eru með golfbakteríuna. Hrafnhildur fór í dag og mælti sér mót við framkvæmdarstjóra Golfsambandsins hann Brynjar Eldon Geirsson, við hlýðum á þeirra spjall hér á eftir.
Í gær var fjallað um mann í fjölmiðlum sem var sagður hafa stundað skemmdaverk á rafskútum. Maðurinn hefur undanfarið verið að bensla bremsur fastar þannig að rafskúturnar eru ónothæfar. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Hopp Reykjavík lýsti eftir manninum á samfélagsmiðlum sem í kjölfarið heimsótti hana á skrifstofu Hopp í morgun þar sem þau náðu sáttum. Sæunn Ósk er hingað komin.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir að ekki ætti að koma á óvart að aftur gysi á Reykjanesskaga á næstu árum. Mikil skjálftavirkni hefur verið þar síðustu daga. Arnar Björnsson talaði við Kristínu Jónsdóttur.
Tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi, sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir rúmum tveimur árum, hefur ekki orðið að veruleika. Um 350 kílómetrar eru á milli starfhæfra sjúkraflugvalla á svæðinu. Alma Ómarsdóttir sagði frá.
Í samgönguáætlun fyrir næsta einn og hálfa áratuginn eru aðeins tvö verkefni í nýframkvæmdum á Norðurlandi vestra. Tæplega fimmtíu prósent af vegakerfi í landshlutanum eru malarvegir. Ágúst Ólafsson talaði við Unni Valborgu Hilmarsdóttur.
Samgöngumálin brenna á íbúum Vestmannaeyja í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga á laugardag enda tengist velferð þeirra samgöngum með einum eða öðrum hætti og niðurgreiða þarf flugið. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Einar Björn Árnason.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Rappararnir Daniil og Joey Christ áttu helgina á Spottanum og slógu þar nýtt met en eitt og annað merkilegt kom líka út síðastliðna viku. Þar má nefna slagara frá Moses Hightower ásamt Prins Póló, Írafári, Hákoni, Sexy Lazer, Nátttrölli og Virgin Orchestra.
Lagalistinn
Daniil, Joey Christ ? Ef þeir vilja beef
Moses Hightower, Prins Póló ? Maðkur í mysunni
Hákon ? Hvítir draumar
Sexy Lazer ? Fluting In Space
Írafár ? Á nýjum stað
Nátttröll ? Debuging Blues
Virgin Orchestra ? On Your Knees
Bein útsending frá Eurovision söngvakeppninni í Liverpool.
Þulur: Gísli Marteinn Baldursson.
Útvarpsfréttir.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Úkraína og tónlist frá Úkraínu er í brennidepli í Rokklandi dagsins.
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, varð á föstudaginn fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn til að ávarpa Alþingi Íslendinga. Hann sagði baráttu Úkraínu gegn innrás Rússa snúast um frelsið: ?Þetta land sem við eigum með réttu, og um menningu okkar.? Íslendingar og Úkraínumenn byggju við endimörk Evrópu og við ólík skilyrði ?en hjörtum okkar svipar saman, bæði í Kænugarði og í Reykjavík. Það er hægt að sjá og heyra ávarp Zelenskys á ruv.is
Valur Gunnarsson rithöfundur og sagnfræðingur er gestur Rokklands í dag. Hann hefur dvalið talsvert í bæði Rússlandi og Úkraínu og ein mest lesna bókin á Íslandi í dag er bókin hans Bjarmalönd sem er í senn upplýsandi, stórfróðleg og bráðskemmtileg svipmynd af þessum heimshluta sem fjallað er um í næstum hverjum fréttatíma um þessar mundir.
EBU sendi á dögunum lista með 60 lögum sem Úkraínska Þjóðin valdi að tilstuðlan forsetafrúar Úkraínu, Olenu Zelensku, og sendi til útvarpsstöðva um allan heim í þeirri voru að þær myndu spila eitthvað af þeim ? og það er það sem við ætlum að gera í dag, ég og Valur Gunnarsson og ræða í leiðinni um þetta hræðilega stríð í Úkraínu.