18:00
Spegillinn
Gæti gosið á reykjanesskaga á næstu árum, þyrlur og öryggismál.
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir að ekki ætti að koma á óvart að aftur gysi á Reykjanesskaga á næstu árum. Mikil skjálftavirkni hefur verið þar síðustu daga. Arnar Björnsson talaði við Kristínu Jónsdóttur.

Tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi, sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir rúmum tveimur árum, hefur ekki orðið að veruleika. Um 350 kílómetrar eru á milli starfhæfra sjúkraflugvalla á svæðinu. Alma Ómarsdóttir sagði frá.

Í samgönguáætlun fyrir næsta einn og hálfa áratuginn eru aðeins tvö verkefni í nýframkvæmdum á Norðurlandi vestra. Tæplega fimmtíu prósent af vegakerfi í landshlutanum eru malarvegir. Ágúst Ólafsson talaði við Unni Valborgu Hilmarsdóttur.

Samgöngumálin brenna á íbúum Vestmannaeyja í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga á laugardag enda tengist velferð þeirra samgöngum með einum eða öðrum hætti og niðurgreiða þarf flugið. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir ræddi við Einar Björn Árnason.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 30 mín.
,