17:03
Lestin
Nautnaaktivismi, konur í kammertónlist og Ruangrupa
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.

Af hverju má ekki vera gaman að mótmæla? Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir hefur mætt undanfarnar helgar á mótmæli á Austurvelli og er þessi spurning hugleikin. Hún veltir fyrir sér nautnaaktivisma út frá hugmyndum Adrienne Maree Brown.

Kammerklúbburinn Feima er tónlistarverkefni sem ætlar sér að setja kvenhöfunda og flytjendur í forgrunn. Fyrstu tónleikar þessa hóps sem sprottinn er upp frá hljómsveitinni Elju verða haldnir í Hörpu næsta fimmtudagskvöld. Steinunn Vala Pálsdóttir og Anna Gréta Sigurðardóttir segja okkur af hverju þeim þykir kammertónlist svona skemmtileg.

Listahátíðin Documenta hefst í Þýskalandi í næsta mánuði, þetta er ein stærsta og mikilvægasta myndlistarhátið heims, en hún fer aðeins fram á fimm ára fresti. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru í fyrsta skipti frá landi utan Evrópu, en það er indónesíska listakollektífið Ruangrupa. Við spjöllum við tvo meðlimi hópsins í Lestinni í dag um hrísgrjónageymslur, aðferðafræði hangsins og Documenta 15.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,