16:05
Síðdegisútvarpið
SDU 28. október
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Í dag á einn uppteknasti og mikilvægasti maður landsins afmæli sjálfur Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Við ætlum að sleppa honum við viðtali um stöðu kórónuveirunnar á Íslandi en heyra þess í stað í Leifi Geir Hafsteinssyni frænda og vini hans sem tók þátt í að flytja og semja lag honum til heiðurs á afmælisdaginn. Við heyrum líka í Bjarna Þorkelssyni á Þóroddsstöðum sem hefur ort þó nokkrar vísur um Þórólf vin sinn

Vinnumálastofnun á Suðurnesjum mun á næstunni bjóði atvinnulausum einstaklingum þátttöku í verkefni sem snýst um að hanna nýjar leiðir til að auka atvinnufærni tveggja markhópa, 30 ára og yngri og 55 ára og eldri. Í þessum tveimur hópum er atvinnuleysi hvað mest. Sandgerðingurinn Hansína B. Einarsdóttir veit allt um málið og ætlar að segja okkur frá

Nú er hann að kólna og þá fara mýsnar á kreik - við heyrum í meindýraeyðinum Guðmundi Óla Scheving og spyrjum út í góð ráð gegn músagangi

Hátíðin Dagar myrkurs hefst á morgun 28. október og stendur fram á sunnudag. Þetta er í tuttugasta og fyrsta skipti sem hátíðin er haldin. Hátíðin er sameiginleg byggðahátíð allra íbúa á Austurlandi og hefur það að markmiði að hvetja til samveru. Við heyrum í Halldóru Dröfn sem fræðir okkur um hátíðina

Við heyrðum um daginn í listakonunni Jónborgu Sigurðardóttur, eða Jonnu, um risastórt endurvinnslutröll úr textíl sem hún,ásamt leikskólabörnum á Akureyri, reisti í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. Nú er Jonna byrjuð á nýju verkefni og öllu smærra - að prjóna litla, mjúka og handhæga kærasta sem passa vel í tösku. Prjónaskapurinn hefur gengið afar vel og fullt af kærustum orðið til. Gígja Hólmgeirsdóttir kíkti í heimsókn til Jonnu og forvitnaðist um alla þessa kærasta.

En við byrjum á Selasetri Íslands á HVammstanga en þar er auglýst eftir nýjum framkvæmdastjóra ? Hvað þarf slíkur einstaklingur að hafa til að bera - í Símanum er Guðmundur Jóhannesson stjórnarformaður Selaseturs íslands ....

Var aðgengilegt til 28. október 2021.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,