16:05
Víðsjá
Rafrænar óskir um heimsfrið, listþræðir, Aðalsteinn Emil, Norðurlandav
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Víðsvegar um heiminn standa tré sem hægt er að hengja óskir sínar á. Þegar trén eru orðin yfirfull eru óskirnar sendar til Yoko Ono sem svo sendir þær aftur í friðarsúluna, þaðan sem þeim er varpað til himins með ósk um alheimsfrið, í minningu Johns Lennon. Í Víðsjá í dag verða rifjuð upp fyrstu kynni Yoko Ono og John Lennon en þar kemur við sögu listaverk sem síðar varð kveikjan að friðarsúlunni í Reykjavík. Einnig verður rætt við Aðalstein Emil Aðalsteinsson, ungan rithöfund, sem var að senda frá sér sína fyrstu bók, smásagnasafnið 500 dagar af regni. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um sýninguna Listþræði sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands, sýningu sem sett var upp í tilefni af aldarafmæli Ásgerðar Búadóttur, tilefnið notað til að horfa sérstaklega til vefnaðar og þráðlistar í íslenskri samtímalist og þess hvernig listamenn hafa notað þráðinn, spunnið hann, litað, ofið og formað eftir öllum kúnstarinnar reglum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,